Kjósum og samþykkjum Icesave Kristinn H. Gunnarsson skrifar 16. janúar 2010 06:00 Forseti Íslands hefur vísað til þjóðarinnar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan á skilyrðilaust að fara fram, annars væri gengið gegn ákvörðun forsetans. Kjósendur gera best í því að samþykkja lögin og ljúka þar með þessari langvarandi deilu. Sá kostur er illskárstur og verður þegar útgjaldaminnstur þegar upp verður staðið bæði fyrir ríkissjóð og einstaklinga. Þjóðaratkvæðagreiðslan dregur fram valkostina í stöðunni.Ef lánasamningurinn verður samþykktur er málinu lokið. Engu að síður er samkomulag um að taka samninginn upp síðar ef sýnt verður fram á bersýnilega ósanngjörn ákvæði eða óvænta þróun. Ef hins vegar lánasamningurinn verður felldur þá er enginn samningur til og deilan óleyst. Þá er tvennt í stöðunni. Annars vegar að neita að greiða nokkuð og bíða dómsniðurstöðu og hins vegar að freista samninga enn að nýju. Verði lögin felld þarf að liggja fyrir hvert þjóðin vill að framhaldið verði, annars er málið í sjálfheldu. Þeir sem munu beita sér gegn staðfestingu laganna, stjórnmálaflokkar og samtök, þurfa því að skýra afstöðu sína. Hún er óljós. Einn daginn er sagt að íslendingar munu virða skuldbindingar sínar, annan daginn að ekkert beri að greiða, þriðja daginn að málið eigi að fara fyrir dómstóla og þann fjórða að það eigi að semja, en borga minna eða öðruvísi. Fimmta daginn er lagt til að þjóðin kjósi og ákveði örlög sín og þegar svo skal vera þá er sjötta daginn betra að hætta við og skipa öðru vísi samninganefnd. Sjöundi dagurinn er svo hvíldardagur. Grundvallarspurningin er hvort beri að greiða erlendu innistæðurnar í Landsbankanum eða ekki. Ef því er svarað neitandi þá er engin von til þess að almenningur sætti sig við að borga brúsann. Ef lög og skuldbindingar standa ekki til þess þá eiga íslendingar ekki að greiða. Svo einfalt er það. Þegar stjórnmálamenn segja að ekki beri að borga, en leggja samt til að það verði gert, verður uppreisn. Það vil engin þjóð sætta sig við að vera kúguð til óréttlætis. Þennan leik hafa stjórnmálaflokkarnir leikið. Þeir segja að að útlendingar séu að kúga okkar. Þannig hefur tekist að beina reiði almennings vegna bankahrunsins að útlendingum frá flokkunum sjálfum og ábyrgð þeirra. En það skapar vanda þar sem lausnin er ekki í samræmi við málflutninginn. Lausnin er að gangast við ábyrgðinni og semja um skuldirnar, en málflutningurinn er til aðeins til heimabrúks. Svarið við grundvallarspurningunni er já, Íslendingar bera ábyrgð á Icesave innstæðunum í Landsbankanum á sama hátt og öðrum innstæðum í öllum íslenskum innlánsstofnunum. Það er samkvæmt lögum um innlánstryggingar og evrópska efnahagssvæðið, jafnræðisreglu stjórnarskrár og ákvæðis hennar um bann við mismunun eftir þjóðerni. Stjórnvöld og Alþingi hefur nær einróma viðurkennt ábyrgð ríkisins á 1400 milljarða króna innstæðum bankanna, að fullu og öllu fyrir hvern og einn, og eru í þungri stöðu fyrir hvaða dómstól sem er til að hafna allri ábyrgð á Icesave innstæðunum. Það eru 15 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld féllust á að borga Icesave innstæðurnar í Landsbankanum í samkomulagi við hollensk stjórnvöld. Það eru 14 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld viðurkenndu með Brussel viðmiðunum að löggjöf um innstæðutryggingar ættu að gilda hér á landi með sama hætti og í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og það eru 13 mánuðir síðan Alþingi staðfesti það með sérstakri þingsályktun. Fjórir stjórnmálaflokkar hafa komið að þessum ákvörðunum og sýna þar hinn kalda veruleika, en hafa samt haldið áfram öðrum málflutningi til heimabrúks. Það eru fyrst og fremst íslensk stjórnvöld sem forðast dómstólana og það eru fyrst og fremst íslenskir hagsmunir að semja um málið fyrr en seinna. Samningurinn er umdeilanlegur eins og allt sem gert er og sjálfsagt að nýta tækifæri sem kunna að gefast til þess að gera hann skárri. En það verður að teljast viðunandi niðurstaða að greiða aðeins um helming Icesave innstæðnanna og fá Breta og Hollendinga til þess að taka á sig um 400 milljarða króna, þriðjunginn af heildarfjárhæðinni. Þeir lofa jafnframt að fara ekki í mál við Íslendinga til þess að krefjast fullrar ábyrgðar á innstæðunum og þeir öðlast hagsmuni með Íslendingum í því að neyðarlögin haldi gildi sínu. En þau gera það að verkum að stærstur hluti þess sem Íslendingar samþykkja að greiða mun koma frá þrotabúi Landsbankans en ekki skattgreiðendum. Þjóðaratkvæðagreiðsla er tækifæri fyrir kjósendur til þess að ljúka málinu með því að samþykkja lögin og það tel ég skynsamlegast að gera. Það verður kostaðarminnst þegar upp er staðið og dreginn saman kostnaður við Icesave, atvinnuleysi, verðbólgu, skatta og annað sem leggst á herðar skattgreiðenda á næstu árum. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Sjá meira
Forseti Íslands hefur vísað til þjóðarinnar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan á skilyrðilaust að fara fram, annars væri gengið gegn ákvörðun forsetans. Kjósendur gera best í því að samþykkja lögin og ljúka þar með þessari langvarandi deilu. Sá kostur er illskárstur og verður þegar útgjaldaminnstur þegar upp verður staðið bæði fyrir ríkissjóð og einstaklinga. Þjóðaratkvæðagreiðslan dregur fram valkostina í stöðunni.Ef lánasamningurinn verður samþykktur er málinu lokið. Engu að síður er samkomulag um að taka samninginn upp síðar ef sýnt verður fram á bersýnilega ósanngjörn ákvæði eða óvænta þróun. Ef hins vegar lánasamningurinn verður felldur þá er enginn samningur til og deilan óleyst. Þá er tvennt í stöðunni. Annars vegar að neita að greiða nokkuð og bíða dómsniðurstöðu og hins vegar að freista samninga enn að nýju. Verði lögin felld þarf að liggja fyrir hvert þjóðin vill að framhaldið verði, annars er málið í sjálfheldu. Þeir sem munu beita sér gegn staðfestingu laganna, stjórnmálaflokkar og samtök, þurfa því að skýra afstöðu sína. Hún er óljós. Einn daginn er sagt að íslendingar munu virða skuldbindingar sínar, annan daginn að ekkert beri að greiða, þriðja daginn að málið eigi að fara fyrir dómstóla og þann fjórða að það eigi að semja, en borga minna eða öðruvísi. Fimmta daginn er lagt til að þjóðin kjósi og ákveði örlög sín og þegar svo skal vera þá er sjötta daginn betra að hætta við og skipa öðru vísi samninganefnd. Sjöundi dagurinn er svo hvíldardagur. Grundvallarspurningin er hvort beri að greiða erlendu innistæðurnar í Landsbankanum eða ekki. Ef því er svarað neitandi þá er engin von til þess að almenningur sætti sig við að borga brúsann. Ef lög og skuldbindingar standa ekki til þess þá eiga íslendingar ekki að greiða. Svo einfalt er það. Þegar stjórnmálamenn segja að ekki beri að borga, en leggja samt til að það verði gert, verður uppreisn. Það vil engin þjóð sætta sig við að vera kúguð til óréttlætis. Þennan leik hafa stjórnmálaflokkarnir leikið. Þeir segja að að útlendingar séu að kúga okkar. Þannig hefur tekist að beina reiði almennings vegna bankahrunsins að útlendingum frá flokkunum sjálfum og ábyrgð þeirra. En það skapar vanda þar sem lausnin er ekki í samræmi við málflutninginn. Lausnin er að gangast við ábyrgðinni og semja um skuldirnar, en málflutningurinn er til aðeins til heimabrúks. Svarið við grundvallarspurningunni er já, Íslendingar bera ábyrgð á Icesave innstæðunum í Landsbankanum á sama hátt og öðrum innstæðum í öllum íslenskum innlánsstofnunum. Það er samkvæmt lögum um innlánstryggingar og evrópska efnahagssvæðið, jafnræðisreglu stjórnarskrár og ákvæðis hennar um bann við mismunun eftir þjóðerni. Stjórnvöld og Alþingi hefur nær einróma viðurkennt ábyrgð ríkisins á 1400 milljarða króna innstæðum bankanna, að fullu og öllu fyrir hvern og einn, og eru í þungri stöðu fyrir hvaða dómstól sem er til að hafna allri ábyrgð á Icesave innstæðunum. Það eru 15 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld féllust á að borga Icesave innstæðurnar í Landsbankanum í samkomulagi við hollensk stjórnvöld. Það eru 14 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld viðurkenndu með Brussel viðmiðunum að löggjöf um innstæðutryggingar ættu að gilda hér á landi með sama hætti og í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og það eru 13 mánuðir síðan Alþingi staðfesti það með sérstakri þingsályktun. Fjórir stjórnmálaflokkar hafa komið að þessum ákvörðunum og sýna þar hinn kalda veruleika, en hafa samt haldið áfram öðrum málflutningi til heimabrúks. Það eru fyrst og fremst íslensk stjórnvöld sem forðast dómstólana og það eru fyrst og fremst íslenskir hagsmunir að semja um málið fyrr en seinna. Samningurinn er umdeilanlegur eins og allt sem gert er og sjálfsagt að nýta tækifæri sem kunna að gefast til þess að gera hann skárri. En það verður að teljast viðunandi niðurstaða að greiða aðeins um helming Icesave innstæðnanna og fá Breta og Hollendinga til þess að taka á sig um 400 milljarða króna, þriðjunginn af heildarfjárhæðinni. Þeir lofa jafnframt að fara ekki í mál við Íslendinga til þess að krefjast fullrar ábyrgðar á innstæðunum og þeir öðlast hagsmuni með Íslendingum í því að neyðarlögin haldi gildi sínu. En þau gera það að verkum að stærstur hluti þess sem Íslendingar samþykkja að greiða mun koma frá þrotabúi Landsbankans en ekki skattgreiðendum. Þjóðaratkvæðagreiðsla er tækifæri fyrir kjósendur til þess að ljúka málinu með því að samþykkja lögin og það tel ég skynsamlegast að gera. Það verður kostaðarminnst þegar upp er staðið og dreginn saman kostnaður við Icesave, atvinnuleysi, verðbólgu, skatta og annað sem leggst á herðar skattgreiðenda á næstu árum. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar