Svavar Gestsson: Málfrelsisfélag góð hugmynd? Svavar Gestsson skrifar 9. apríl 2010 06:00 Ég rak tána ofan í laugina og skrifaði eina litla grein á dögunum. Þakklætið lét ekki á sér standa: „Athyglisjúkur bjálfi að mínu mati,“ sagði maður sem segist heita Karl Lars Kristjánsson. Jón Gunnar Guðmundsson sagði: „Fær þessi útbrunni kommi ekki hellingslaun fyrir að gera mistök…“ Og Einar Strand sagði: „Þeir sem klikka eru skammaðir.“ Og: „Bogga: Hvað með Indriða og Svavar? Og Þórólf? Á nú að ganga yfir þá á skítugum skónum? Þeir hafa talað máli Hollendinga og Englendinga. Verið mjög duglegir og einbeittir.“ Sem sagt ég, Indriði og Þórólfur Matthíasson við erum talsmenn Hollendinga og Englendinga. Hvað er að? Einn kallaði mig nafnlaust að vísu hluta af stofnanaveldinu. Vingjarnlegt! En þetta voru sem betur fer ekki einu viðbrögðin; nokkrir sögðust vilja stofna málfrelsisfélag og það strax. En það var reyndar í einkanótum til mín. Þeir vilja helst ekki koma fram; þeir hafa orðið fyrir persónulegum og meiðandi árásum þegar þeir hafa rekið tána ofan í umræðulaugina. Það verður að segja sannleikann. Það verður að fá að segja það fullum fetum að töfin á Icesave-málinu hefur gert þúsundir manna atvinnulausa. Það stafar af því að vextir eru hærri en ella væri. Og af því að lánsfjármögnun fæst ekki til þjóðarbúsins. Og gengið er allt of lágt. Það verður að reyna að þróa opna og heiðarlega umræðu og leiða málið til lykta; ekki með öskrum. Meðan stór hluti opinberrar umræðu stendur á öskrunum birtast svona tíðindi í blöðunum eins og í mbl.is 6. apríl: „Alþjóðlega greiningarfyrirtækið Moody‘s tilkynnti í morgun að það hefði breytt horfum fyrir lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, úr stöðugum í neikvæðar, aðallega vegna óvissunnar um Icesave-málið.“ Niðurstaða matsfyrirtækisins er því miður staðreynd; þeir sem kalla eftir rökum þurfa bara að horfa í kringum sig í staðinn fyrir að reyna að gera menn tortryggilega með hópuppnefnum. Málfrelsisfélag virðist vera brýn hugmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Sjá meira
Ég rak tána ofan í laugina og skrifaði eina litla grein á dögunum. Þakklætið lét ekki á sér standa: „Athyglisjúkur bjálfi að mínu mati,“ sagði maður sem segist heita Karl Lars Kristjánsson. Jón Gunnar Guðmundsson sagði: „Fær þessi útbrunni kommi ekki hellingslaun fyrir að gera mistök…“ Og Einar Strand sagði: „Þeir sem klikka eru skammaðir.“ Og: „Bogga: Hvað með Indriða og Svavar? Og Þórólf? Á nú að ganga yfir þá á skítugum skónum? Þeir hafa talað máli Hollendinga og Englendinga. Verið mjög duglegir og einbeittir.“ Sem sagt ég, Indriði og Þórólfur Matthíasson við erum talsmenn Hollendinga og Englendinga. Hvað er að? Einn kallaði mig nafnlaust að vísu hluta af stofnanaveldinu. Vingjarnlegt! En þetta voru sem betur fer ekki einu viðbrögðin; nokkrir sögðust vilja stofna málfrelsisfélag og það strax. En það var reyndar í einkanótum til mín. Þeir vilja helst ekki koma fram; þeir hafa orðið fyrir persónulegum og meiðandi árásum þegar þeir hafa rekið tána ofan í umræðulaugina. Það verður að segja sannleikann. Það verður að fá að segja það fullum fetum að töfin á Icesave-málinu hefur gert þúsundir manna atvinnulausa. Það stafar af því að vextir eru hærri en ella væri. Og af því að lánsfjármögnun fæst ekki til þjóðarbúsins. Og gengið er allt of lágt. Það verður að reyna að þróa opna og heiðarlega umræðu og leiða málið til lykta; ekki með öskrum. Meðan stór hluti opinberrar umræðu stendur á öskrunum birtast svona tíðindi í blöðunum eins og í mbl.is 6. apríl: „Alþjóðlega greiningarfyrirtækið Moody‘s tilkynnti í morgun að það hefði breytt horfum fyrir lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, úr stöðugum í neikvæðar, aðallega vegna óvissunnar um Icesave-málið.“ Niðurstaða matsfyrirtækisins er því miður staðreynd; þeir sem kalla eftir rökum þurfa bara að horfa í kringum sig í staðinn fyrir að reyna að gera menn tortryggilega með hópuppnefnum. Málfrelsisfélag virðist vera brýn hugmynd.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun