Hugvekja við áramót Ari Trausti Guðmundsson skrifar 28. desember 2010 05:45 Merkileg er slagsíðan á samfélaginu. Og enn merkilegri er hagfræði sérgæskunnar. Ein hjón gambla hátt og hratt og stofna hlutafélag eða gæta þess á annan hátt að bera ekki persónulega ábyrgð á gríðarlega háum lánum sem þau telja sig þurfa, helst með veði í fallvöltum hlutabréfum. Önnur hjón og mun yngri taka 60% fasteignalán, með veði í nýrri fasteign, og skulda 25 milljónir króna í verðtryggðu láni. Ef skuldunauturinn er banki eignaðist hann líklega lánið á útsölu. Fyrri hjónin fá afskrifaðar 500 eða 1.000 milljónir króna, kannski enn meira, og standa auðvitað ekki í skilum við lánardrottnana. Tjónið er samfélagsvætt og ríkið og aðrir borga brúsann. Er það ekki svo? spyr námsmaður á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, en erfið til svara, segir kennarinn. Hin hjónin, í ágætri vinnu, standa í skilum með sín lán sem nú stendur í 33 milljónum. „Geta greitt", eins og ráðherra segir stoltur. „Eru ekki í skuldavanda og þurfa ekki aðstoð" eins og annar ráðherra segir með vísifingurinn á lofti. Og þau spara þétt og greiða áfram af láni sínu, aðstoða þannig hin hjónin við að lifa lífinu, jafnvel í ábyrgðarstöðum. Á meðan saxast á eignarhlut seinni hjónanna í íbúðinni með hækkandi höfuðstól og lækkandi íbúðarverði og þau, sem ætluðu að nýta andvirðið einhvern tíma sem lífeyri, sjá skuldunautinn smám saman eignast fallegu íbúðina sína. Bankinn eða Íbúðalánasjóður (með belti og axlabönd í lánveitingum eins og enn annar ráðherra kallaði þetta eitt sinn) gætir þess að taka ekki í mál að lækka höfuðstól lánsins. Talsmaður lífeyrissjóðs fólksins er enn hneykslaðri vegna krafna „svona fólks" og spyr mæðulega hvort „þetta fólk" ætlist virkilega til að sjóðurinn skerði lífeyrisgreiðslur til eigenda lífeyrisins svo lækka megi skuld „þessa fólks" sem getur borgað það sem það skuldar. Og allir ráðherrarnir, bankarnir og lífeyrissjóðstalsmennirnir benda loks hróðugir á að nýboðaðar aðgerðir til hjálpar ofskuldugum heimilum gagnist 50-60 þúsund slíkum. Í hverri viku bætast nokkrir tugir heimila í þann hóp meðan óánægja skilvísa fólksins eykst og traust á Alþingi og stjórnmálamönnum minnkar. En hver á að borga kreppuna? spyr námsmaðurinn á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, svarar kennarinn, ég get ekki svarað því með neinni vissu en veit þó að það er reynt að jafna byrðarnar og stefnt að friði í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Merkileg er slagsíðan á samfélaginu. Og enn merkilegri er hagfræði sérgæskunnar. Ein hjón gambla hátt og hratt og stofna hlutafélag eða gæta þess á annan hátt að bera ekki persónulega ábyrgð á gríðarlega háum lánum sem þau telja sig þurfa, helst með veði í fallvöltum hlutabréfum. Önnur hjón og mun yngri taka 60% fasteignalán, með veði í nýrri fasteign, og skulda 25 milljónir króna í verðtryggðu láni. Ef skuldunauturinn er banki eignaðist hann líklega lánið á útsölu. Fyrri hjónin fá afskrifaðar 500 eða 1.000 milljónir króna, kannski enn meira, og standa auðvitað ekki í skilum við lánardrottnana. Tjónið er samfélagsvætt og ríkið og aðrir borga brúsann. Er það ekki svo? spyr námsmaður á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, en erfið til svara, segir kennarinn. Hin hjónin, í ágætri vinnu, standa í skilum með sín lán sem nú stendur í 33 milljónum. „Geta greitt", eins og ráðherra segir stoltur. „Eru ekki í skuldavanda og þurfa ekki aðstoð" eins og annar ráðherra segir með vísifingurinn á lofti. Og þau spara þétt og greiða áfram af láni sínu, aðstoða þannig hin hjónin við að lifa lífinu, jafnvel í ábyrgðarstöðum. Á meðan saxast á eignarhlut seinni hjónanna í íbúðinni með hækkandi höfuðstól og lækkandi íbúðarverði og þau, sem ætluðu að nýta andvirðið einhvern tíma sem lífeyri, sjá skuldunautinn smám saman eignast fallegu íbúðina sína. Bankinn eða Íbúðalánasjóður (með belti og axlabönd í lánveitingum eins og enn annar ráðherra kallaði þetta eitt sinn) gætir þess að taka ekki í mál að lækka höfuðstól lánsins. Talsmaður lífeyrissjóðs fólksins er enn hneykslaðri vegna krafna „svona fólks" og spyr mæðulega hvort „þetta fólk" ætlist virkilega til að sjóðurinn skerði lífeyrisgreiðslur til eigenda lífeyrisins svo lækka megi skuld „þessa fólks" sem getur borgað það sem það skuldar. Og allir ráðherrarnir, bankarnir og lífeyrissjóðstalsmennirnir benda loks hróðugir á að nýboðaðar aðgerðir til hjálpar ofskuldugum heimilum gagnist 50-60 þúsund slíkum. Í hverri viku bætast nokkrir tugir heimila í þann hóp meðan óánægja skilvísa fólksins eykst og traust á Alþingi og stjórnmálamönnum minnkar. En hver á að borga kreppuna? spyr námsmaðurinn á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, svarar kennarinn, ég get ekki svarað því með neinni vissu en veit þó að það er reynt að jafna byrðarnar og stefnt að friði í samfélaginu.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun