Misvægi atkvæða í ESB Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. desember 2010 05:30 Ritstjóri Fréttablaðsins telur misvægi atkvæða vera brot á grundvallarmannréttindum og segir að stjórnmálafræðingar hafi ekki fundið í veröldinni jafnkerfisbundna mismunun og hann telur vera hér á landi. Með þessu styður hann þá skoðun sína að landið eigi að vera eitt kjördæmi og finnur að því í skoðun föstudagsblaðsins að ég skuli vera annarrar skoðunar. Nú liggja fyrir úrslit í kosningunni til stjórnlagaþings þar sem landið var eitt kjördæmi. Það fyrirkomulag leiðir greinilega fram að meirihlutinn fær ekki aðeins meirihluta þingsæta heldur nánast öll. Minnihlutinn fær nánast enga fulltrúa kjörna af sínu landsvæði. Kjósendur á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Austurlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum eru sviptir fulltrúum sínum. Þetta misvægi er miklu meira en það sem ritstjóri Fréttablaðsins gagnrýnir, en lætur samt nú óátalið. Það skipir líklega öllu máli á hvorn veginn misvægið er. Misvægi atkvæða er víða þekkt og er rökstutt með því að líta til allra þátta og vega þá og meta saman. Íbúar í höfuðborg Bandaríkjanna fá ekki að kjósa til öldungadeildar, þar sem þeir hafi mikil áhrif fyrir í krafti aðseturs þingsins og ríkisstjórnar. Misvægi atkvæða í Kaliforníu og Alaska er 1:54, en bæði ríkin kjósa 2 fulltrúa til öldungadeildar. Misvægi atkvæða í Bretlandi milli kjördæma var mest 1:4 síðast þegar ég leit á það. En kannski er athyglisverðast misvægið milli landa í kosningum til Evrópuþingsins. Ég hygg að ritstjóri Fréttablaðsins sé fylgjandi því að Íslendingar gangi í Evrópusambandið. Í kosningunum í fyrra var misvægi atkvæða milli kjósenda í Möltu og Danmörk 5:1, milli Danmerkur og Þýskalands 2:1 og milli Möltu og Þýskalands 10:1. Þetta er fyrirkomulag sem ritstjórinn segir vera brot á grundvallarmannréttindum, en ESB og aðildarlönd þess ekki. Ef Íslendingar ganga í sambandið og fá jafnmarga þingmenn og Malta þá vex mesta misvægi atkvæða upp í 15:1. Ég veit ekki annað en að íslensk stjórnvöld geri kröfu til þess að fá þetta misvægi atkvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins telur misvægi atkvæða vera brot á grundvallarmannréttindum og segir að stjórnmálafræðingar hafi ekki fundið í veröldinni jafnkerfisbundna mismunun og hann telur vera hér á landi. Með þessu styður hann þá skoðun sína að landið eigi að vera eitt kjördæmi og finnur að því í skoðun föstudagsblaðsins að ég skuli vera annarrar skoðunar. Nú liggja fyrir úrslit í kosningunni til stjórnlagaþings þar sem landið var eitt kjördæmi. Það fyrirkomulag leiðir greinilega fram að meirihlutinn fær ekki aðeins meirihluta þingsæta heldur nánast öll. Minnihlutinn fær nánast enga fulltrúa kjörna af sínu landsvæði. Kjósendur á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Austurlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum eru sviptir fulltrúum sínum. Þetta misvægi er miklu meira en það sem ritstjóri Fréttablaðsins gagnrýnir, en lætur samt nú óátalið. Það skipir líklega öllu máli á hvorn veginn misvægið er. Misvægi atkvæða er víða þekkt og er rökstutt með því að líta til allra þátta og vega þá og meta saman. Íbúar í höfuðborg Bandaríkjanna fá ekki að kjósa til öldungadeildar, þar sem þeir hafi mikil áhrif fyrir í krafti aðseturs þingsins og ríkisstjórnar. Misvægi atkvæða í Kaliforníu og Alaska er 1:54, en bæði ríkin kjósa 2 fulltrúa til öldungadeildar. Misvægi atkvæða í Bretlandi milli kjördæma var mest 1:4 síðast þegar ég leit á það. En kannski er athyglisverðast misvægið milli landa í kosningum til Evrópuþingsins. Ég hygg að ritstjóri Fréttablaðsins sé fylgjandi því að Íslendingar gangi í Evrópusambandið. Í kosningunum í fyrra var misvægi atkvæða milli kjósenda í Möltu og Danmörk 5:1, milli Danmerkur og Þýskalands 2:1 og milli Möltu og Þýskalands 10:1. Þetta er fyrirkomulag sem ritstjórinn segir vera brot á grundvallarmannréttindum, en ESB og aðildarlönd þess ekki. Ef Íslendingar ganga í sambandið og fá jafnmarga þingmenn og Malta þá vex mesta misvægi atkvæða upp í 15:1. Ég veit ekki annað en að íslensk stjórnvöld geri kröfu til þess að fá þetta misvægi atkvæða.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar