Vertu öðlingur Darri Johansen skrifar 22. janúar 2011 06:15 Ég var, líkt og margir karlmenn grunar mig, frekar dofinn þegar kom að jafnréttismálum. Ég varð var við umræðuna, baráttuna, en það var aldrei mín barátta, ekki beint. En flott hjá þessum stelpum að vekja athygli á þessu. Vel gert og það allt. Undanfarin ár hef ég kynnt mér þessi mál betur. Ég hef ekki kafað ofan í efnið eða tekið beinan þátt í umræðum - en ég hef fylgst með, opnað hugann fyrir þessum málum og viðurkennt misréttið þegar það blasir við. Fyrir mér er jafnrétti jafn sjálfsagður hlutur og skýin á himni og er viss um að flestir af mínum vinum eru mér sammála. Margir karlmenn hafa því hugsanlega ekki alltaf skynjað vandann. Þetta er ef til vill ekki óeðlilegt því misréttið er ekki alltaf á torg borið heldur marar stundum undir niðri, er ekki sýnilegt nema vel sé að gáð. Það er að finna í viðhorfum, í tíðarandanum sem er ósnertanlegur, í húmor og gríni sem má ekki taka alvarlega eða í orðræðunni - í orðum sem liggja milli lína. Kynbundið misrétti er þannig hluti af menningu okkar en er þó ekki órjúfanlegur hluti hennar. Það er nefnilega vel hægt að rjúfa misréttið frá menningunni. Engu að síður er það enn til staðar að einhverju leyti og það birtist víða. Í hatursbréfum til kvenna sem þora að sigla á móti straumnum, afdrifum nauðgunarmála í dómskerfinu og kynbundnum launamun. Svo dæmi séu tekin. Við erum ekki öll sérfræðingar þegar kemur að málum er varða jafnrétti; kynbundnu misrétti eða jafnvel ofbeldi. En það er allt í lagi, við getum ekki öll háð baráttuna í fremstu víglínu. Engu að síður höfum við öll mikilvægu hlutverki að gegna. Hlutverk okkar hinna er að hlusta, taka mark - og láta okkur málin varða. Bregðast við. Við ættum öll að taka umræðuna alvarlega og taka dæmin sem eru teiknuð upp fyrir okkur trúanleg. Það er okkar sameiginlega skylda. Því jafnrétti er í raun ekki til staðar nema bæði karlar og konur beiti sér fyrir því að það viðhaldist. Fyrr verður því ekki náð. Taktu þátt. Vertu öðlingur. Þátttaka getur verið vakning í sjálfu sér. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég var, líkt og margir karlmenn grunar mig, frekar dofinn þegar kom að jafnréttismálum. Ég varð var við umræðuna, baráttuna, en það var aldrei mín barátta, ekki beint. En flott hjá þessum stelpum að vekja athygli á þessu. Vel gert og það allt. Undanfarin ár hef ég kynnt mér þessi mál betur. Ég hef ekki kafað ofan í efnið eða tekið beinan þátt í umræðum - en ég hef fylgst með, opnað hugann fyrir þessum málum og viðurkennt misréttið þegar það blasir við. Fyrir mér er jafnrétti jafn sjálfsagður hlutur og skýin á himni og er viss um að flestir af mínum vinum eru mér sammála. Margir karlmenn hafa því hugsanlega ekki alltaf skynjað vandann. Þetta er ef til vill ekki óeðlilegt því misréttið er ekki alltaf á torg borið heldur marar stundum undir niðri, er ekki sýnilegt nema vel sé að gáð. Það er að finna í viðhorfum, í tíðarandanum sem er ósnertanlegur, í húmor og gríni sem má ekki taka alvarlega eða í orðræðunni - í orðum sem liggja milli lína. Kynbundið misrétti er þannig hluti af menningu okkar en er þó ekki órjúfanlegur hluti hennar. Það er nefnilega vel hægt að rjúfa misréttið frá menningunni. Engu að síður er það enn til staðar að einhverju leyti og það birtist víða. Í hatursbréfum til kvenna sem þora að sigla á móti straumnum, afdrifum nauðgunarmála í dómskerfinu og kynbundnum launamun. Svo dæmi séu tekin. Við erum ekki öll sérfræðingar þegar kemur að málum er varða jafnrétti; kynbundnu misrétti eða jafnvel ofbeldi. En það er allt í lagi, við getum ekki öll háð baráttuna í fremstu víglínu. Engu að síður höfum við öll mikilvægu hlutverki að gegna. Hlutverk okkar hinna er að hlusta, taka mark - og láta okkur málin varða. Bregðast við. Við ættum öll að taka umræðuna alvarlega og taka dæmin sem eru teiknuð upp fyrir okkur trúanleg. Það er okkar sameiginlega skylda. Því jafnrétti er í raun ekki til staðar nema bæði karlar og konur beiti sér fyrir því að það viðhaldist. Fyrr verður því ekki náð. Taktu þátt. Vertu öðlingur. Þátttaka getur verið vakning í sjálfu sér. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun