Hendur fram úr ermum Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 19. febrúar 2011 06:00 Vatnaskil hafa nú orðið í þróun efnahags- og atvinnumála frá hruni. Rústabjörguninni er að mestu lokið og uppbyggingin hefur tekið við. Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að láta hendur standa fram úr ermum og hefja atvinnuuppbyggingu af krafti. Á viðskiptaþingi sem haldið var í vikunni hvatti ég menn til að standa saman og horfa fram á veginn á þá miklu möguleika sem íslenskt samfélag býður upp á. Í þeim efnum er fullt tilefni til bjartsýni og sóknarhugar enda tækifærin óþrjótandi. Í fyrsta sinn í áraraðir ríkir sæmilegur stöðugleiki í efnahagslífinu og helstu hagvísar eru hagstæðir. Verðbólga hefur ekki verið lægri síðan árið 2004, gengi krónunnar er stöðugt og vextir hafa ekki verið lægri um langt árabil. Þessi stöðugleiki er frumforsenda þess að fyrirtækin leggi í fjárfestingar. Ótvíræður árangur hefur náðst í ríkisfjármálum og halli ríkissjóðs, sem var um 216 milljarðar árið 2008, verður kominn í 36 milljarða árið 2011. Góður afgangur er á utanríkisverslun og svo virðist sem viðskiptajöfnuður hafi skilað afgangi sem nemur 3-4% af landsframleiðslu í fyrra. Fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er nýlokið og stefnt er að þeirri fimmtu strax í næsta mánuði. Öll merki benda til þess að Ísland sé komið yfir erfiðasta hjallann. Hagvöxtur er hafinn og skuldabyrðin minni en reiknað var með. Neikvæð staða þjóðarbúsins í lok árs 2010 er á bilinu 57-82% af landsframleiðslu en var um 210% af landsframleiðslu árið 2008.Bætt umgjörð atvinnulífs Gert er ráð fyrir að viðamiklum aðgerðum í skuldamálum 6-7 þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja ljúki að mestu á komandi sumri. Þessum aðgerðum er ætlað að laga skuldir þessara fyrirtækja að eigna- eða rekstrarvirði þeirra og efla þau til nýrrar sóknar. Breið samstaða hefur nú skapast um lausn Icesave-málsins á Alþingi og vonandi sér nú fyrir endann á þeim erfiðleikum sem málið hefur skapað íslensku efnahags- og atvinnulífi. Lausn þess mun án efa hafa víðtæk áhrif á fjármögnunarmöguleika þjóðarbúsins og stórframkvæmda. Ég fullyrði einnig að nú þegar hafa þúsundir starfa verið varin og ný sköpuð vegna margháttaðra annarra aðgerða stjórnvalda til að styðja við atvinnulífið og hvetja til dáða, m.a. með átaksverkefnum, lagabreytingum, skattaívilnunum, framkvæmdaverkefnum ýmiss konar og fjárfestingarsamningum.Þúsundir starfa í farvatninu Nýverið var samið um aukna afkastagetu álversins í Straumsvík og framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun eru að fara á fulla ferð. Í vikunni var einnig samið um nýtt kísilver í Helguvík. Samtals eru þetta fjárfestingar fyrir ríflega 100 milljarða króna sem skapa munu 1.500-1.600 ársverk næstu misserin. Góðar horfur eru einnig varðandi verksmiðju í Grindavík sem framleiðir hreinkísil fyrir sólarrafhlöður, áætlanir eru um byggingu verksmiðju á Grundartanga sem framleiða mun natríumklórat og með skömmum fyrirvara væri hægt að ráðast í mjög umfangsmiklar framkvæmdir í samgöngumálum ef sátt næðist um fjármögnun þeirra framkvæmda með veggjöldum. Þessi verkefni öll gætu skapað allt að 2.000 ársverk fljótt og um 500 bein varanleg störf við framtíðarrekstur. Í ársgamalli könnun Viðskiptaráðs á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja kom fram að flest fyrirtæki töldu að óvissa, veiking krónunnar, samdráttur í eftirspurn og hátt vaxtastig ylli mestum erfiðleikum í rekstri. Það er ánægjulegt að sjá að þessi ársgömlu vandamál virðast ekki lengur vefjast mjög fyrir forystumönnum atvinnulífsins í nýjustu könnun Verslunarráðs. Nú tróna þar efst sem helstu vandamálin stjórnvöldin sem hafa haft forystu um þann árangur sem ég hef hér farið yfir og skattaálögur á íslensk fyrirtæki. Þetta segir ansi margt um þann góða árangur sem við höfum náð enda tala staðreyndirnar um stjórnvaldið og skattana sínu máli. Staðreyndin er sú að skattar á fyrirtæki og arð eru hærri í flestum ef ekki öllum okkar helstu samkeppnislöndum og innan OECD eru aðeins 6 lönd með lægri skatta en Ísland. Atvinnulífinu er því ekkert að vanbúnaði að hefjast handa og nýta tækifærin sem blasa við á Íslandi.Sameinumst um uppbyggingu Við verðum að skapa 10 til 15 þúsund ný störf á næstu árum. Við verðum að útrýma langtímaatvinnuleysi og tryggja atvinnuleitendum virkniúrræði sem skila árangri. Við verðum að byggja hér upp spennandi atvinnulíf og menntunarmöguleika þannig að okkar unga fólk geri Ísland að heimavelli sínum til framtíðar. Ríkisstjórnin ætlar sér að ná árangri í þessum efnum og hefur m.a. sett af stað víðtækt samráð við aðila vinnumarkaðarins, alla þingflokka og fleiri öfluga aðila um markvissar aðgerðir til að svo megi verða. Ég heiti á okkur öll að leggjast nú saman á árarnar í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Vatnaskil hafa nú orðið í þróun efnahags- og atvinnumála frá hruni. Rústabjörguninni er að mestu lokið og uppbyggingin hefur tekið við. Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að láta hendur standa fram úr ermum og hefja atvinnuuppbyggingu af krafti. Á viðskiptaþingi sem haldið var í vikunni hvatti ég menn til að standa saman og horfa fram á veginn á þá miklu möguleika sem íslenskt samfélag býður upp á. Í þeim efnum er fullt tilefni til bjartsýni og sóknarhugar enda tækifærin óþrjótandi. Í fyrsta sinn í áraraðir ríkir sæmilegur stöðugleiki í efnahagslífinu og helstu hagvísar eru hagstæðir. Verðbólga hefur ekki verið lægri síðan árið 2004, gengi krónunnar er stöðugt og vextir hafa ekki verið lægri um langt árabil. Þessi stöðugleiki er frumforsenda þess að fyrirtækin leggi í fjárfestingar. Ótvíræður árangur hefur náðst í ríkisfjármálum og halli ríkissjóðs, sem var um 216 milljarðar árið 2008, verður kominn í 36 milljarða árið 2011. Góður afgangur er á utanríkisverslun og svo virðist sem viðskiptajöfnuður hafi skilað afgangi sem nemur 3-4% af landsframleiðslu í fyrra. Fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er nýlokið og stefnt er að þeirri fimmtu strax í næsta mánuði. Öll merki benda til þess að Ísland sé komið yfir erfiðasta hjallann. Hagvöxtur er hafinn og skuldabyrðin minni en reiknað var með. Neikvæð staða þjóðarbúsins í lok árs 2010 er á bilinu 57-82% af landsframleiðslu en var um 210% af landsframleiðslu árið 2008.Bætt umgjörð atvinnulífs Gert er ráð fyrir að viðamiklum aðgerðum í skuldamálum 6-7 þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja ljúki að mestu á komandi sumri. Þessum aðgerðum er ætlað að laga skuldir þessara fyrirtækja að eigna- eða rekstrarvirði þeirra og efla þau til nýrrar sóknar. Breið samstaða hefur nú skapast um lausn Icesave-málsins á Alþingi og vonandi sér nú fyrir endann á þeim erfiðleikum sem málið hefur skapað íslensku efnahags- og atvinnulífi. Lausn þess mun án efa hafa víðtæk áhrif á fjármögnunarmöguleika þjóðarbúsins og stórframkvæmda. Ég fullyrði einnig að nú þegar hafa þúsundir starfa verið varin og ný sköpuð vegna margháttaðra annarra aðgerða stjórnvalda til að styðja við atvinnulífið og hvetja til dáða, m.a. með átaksverkefnum, lagabreytingum, skattaívilnunum, framkvæmdaverkefnum ýmiss konar og fjárfestingarsamningum.Þúsundir starfa í farvatninu Nýverið var samið um aukna afkastagetu álversins í Straumsvík og framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun eru að fara á fulla ferð. Í vikunni var einnig samið um nýtt kísilver í Helguvík. Samtals eru þetta fjárfestingar fyrir ríflega 100 milljarða króna sem skapa munu 1.500-1.600 ársverk næstu misserin. Góðar horfur eru einnig varðandi verksmiðju í Grindavík sem framleiðir hreinkísil fyrir sólarrafhlöður, áætlanir eru um byggingu verksmiðju á Grundartanga sem framleiða mun natríumklórat og með skömmum fyrirvara væri hægt að ráðast í mjög umfangsmiklar framkvæmdir í samgöngumálum ef sátt næðist um fjármögnun þeirra framkvæmda með veggjöldum. Þessi verkefni öll gætu skapað allt að 2.000 ársverk fljótt og um 500 bein varanleg störf við framtíðarrekstur. Í ársgamalli könnun Viðskiptaráðs á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja kom fram að flest fyrirtæki töldu að óvissa, veiking krónunnar, samdráttur í eftirspurn og hátt vaxtastig ylli mestum erfiðleikum í rekstri. Það er ánægjulegt að sjá að þessi ársgömlu vandamál virðast ekki lengur vefjast mjög fyrir forystumönnum atvinnulífsins í nýjustu könnun Verslunarráðs. Nú tróna þar efst sem helstu vandamálin stjórnvöldin sem hafa haft forystu um þann árangur sem ég hef hér farið yfir og skattaálögur á íslensk fyrirtæki. Þetta segir ansi margt um þann góða árangur sem við höfum náð enda tala staðreyndirnar um stjórnvaldið og skattana sínu máli. Staðreyndin er sú að skattar á fyrirtæki og arð eru hærri í flestum ef ekki öllum okkar helstu samkeppnislöndum og innan OECD eru aðeins 6 lönd með lægri skatta en Ísland. Atvinnulífinu er því ekkert að vanbúnaði að hefjast handa og nýta tækifærin sem blasa við á Íslandi.Sameinumst um uppbyggingu Við verðum að skapa 10 til 15 þúsund ný störf á næstu árum. Við verðum að útrýma langtímaatvinnuleysi og tryggja atvinnuleitendum virkniúrræði sem skila árangri. Við verðum að byggja hér upp spennandi atvinnulíf og menntunarmöguleika þannig að okkar unga fólk geri Ísland að heimavelli sínum til framtíðar. Ríkisstjórnin ætlar sér að ná árangri í þessum efnum og hefur m.a. sett af stað víðtækt samráð við aðila vinnumarkaðarins, alla þingflokka og fleiri öfluga aðila um markvissar aðgerðir til að svo megi verða. Ég heiti á okkur öll að leggjast nú saman á árarnar í þessum efnum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun