Kostaðar rannsóknir Þórólfur Matthíasson skrifar 4. mars 2011 10:10 Til að stunda fræðilegar rannsóknir þarf sérhæfðan mannafla. Stundum þarf dýran tækjabúnað. Oft þarf að ráðast í kostnaðarsama og umfangsmikla gagnaöflun. Rannsóknarafurðir eru fjölbreyttar, allt frá lyfjum til leikjaforrita, frá tillögum um þýðingu orða á borð við „modem" til tillagna um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Rannsóknarafurðir eru uppspretta fjárhagslegra verðmæta auk þess sem rannsóknir auka þekkingu og minnka vanþekkingu. Mörg fyrirtæki reka fræðilegar rannsóknir fyrir eigin reikning. Önnur kjósa að stofna til samstarfs við sérhæfðar opinberar stofnanir á borð við háskóla, enda búa háskólar vel af þeim sérþjálfaða mannafla sem til þarf. Einkafyrirtækin leggja þá til fé sem gerir háskólanum kleift að auka umsvif sín á rannsóknarsviðinu. Á móti hefur fyrirtækið gjarnan forgang að hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna. Það er þó ekki algilt. Lyfjafyrirtæki kann t.d. að hafa hag af að komast að því að nota megi lyf sem það framleiðir í allt öðrum tilgangi en þeim sem því var upphaflega ætlað. Áhugamannafélag vill vita meira um eðli tiltekins sjúkdóms eða tiltekins náttúrufyrirbæri og vill koma þessari þekkingu sem víðast. Meiri þekking er betri en minni og fjárframlög fyrirtækja og áhugamannafélaga því oft af hinu góða. Kostun getur hins vegar haft áhrif á val rannsóknarviðfangsefna eða aðferða. Bent hefur verið á að miklu fé sé varið í að rannsaka varnir gegn sjúkdómum sem vel stæðir Vesturlandabúar séu líklegir til að fá en litlu fé sé varið til að finna varnir gegn sjúkdómum á borð við malaríu sem er mikill vágestur í fátækari hlutum heims. Kostun kann að hafa áhrif á hvers konar rannsóknarniðurstöður eru birtar. Þannig hafa lífvísindamenn (og aðrir) rekið augun í að fátítt sé að „neikvæðar" niðurstöður séu birtar. Vera kann að rannsakendur veigri sér við að birta niðurstöður sem kynnu að koma kostunaraðila illa með einhverjum hætti. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er kostun fjármálafyrirtækja á háskólarannsóknum á sviði fjármála fyrir hrun gagnrýnd nokkuð. Á bls. 223 í 8. bindi skýrslunnar segir m.a.: „Áhrif kostunar verða fremur óbein en bein og draga leynt og ljóst úr hvatanum til að gagnrýna þá aðila sem fjármagna starfsemina og þar með að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. Að því leyti geta áhrif kostunar verið varasamari en bein afskipti að ofan að erfiðara er að gera sér grein fyrir þeim og vera á varðbergi gagnvart þeim. Þess vegna er brýnt að setja almennar reglur um tilhögun kostunar í því skyni að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra." Innan háskólasamfélagsins er metnaður til að efla og auka rannsóknir. Það krefst meiri fjármuna en ríkissjóður mun aflögufær um á næstu árum. Þess vegna er ekki hægt að leysa „kostunarvandann" með því að hætta að taka við fé frá einkafyrirtækjum, áhugamannafélögum eða hagsmunasamtökum. Háskóla- og rannsóknarsamfélagið hefur og er smám saman að koma sér upp reglum um umgengni við styrktarfé. Þetta verk er mislangt komið á ólíkum fræðasviðum. Hreinskilin upplýsingagjöf er nauðsynleg. Þannig krefjast mörg vísindatímarit þess nú þegar að greinarhöfundar upplýsi bæði um kostun og um fjárhags- og hagsmunatengsl við fyrirtæki og stofnanir sem tengjast viðkomandi rannsókn. Þess er getið ef lyfjafyrirtæki styrkir rannsókn á virkni ákveðinna lyfja. Þess er getið ef aðalhöfundur greinar um gagnsemi sálfræðiprófs er jafnframt aðaleigandi fyrirtækis sem hefur einkarétt á prófunum. Þess ætti að vera getið ef höfundur greinar um gagnsemi ákveðins fyrirkomulags við nýtingu hornsíla þiggur styrk frá hagsmunasamtökum hornsílaveiðimanna. Í nýlegri grein (24. febrúar) í danska blaðinu Berlingske Tidende gagnrýnir Uffe Ellemann-Jensen niðurskurð fjárveitinga til Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn en getur þess jafnframt í lokin – „svo öllu sé til haga haldið" eins og hann tekur fram – að hann hafi setið í stjórn leikhússins frá 2004. Aðrir mættu taka sér þetta til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Til að stunda fræðilegar rannsóknir þarf sérhæfðan mannafla. Stundum þarf dýran tækjabúnað. Oft þarf að ráðast í kostnaðarsama og umfangsmikla gagnaöflun. Rannsóknarafurðir eru fjölbreyttar, allt frá lyfjum til leikjaforrita, frá tillögum um þýðingu orða á borð við „modem" til tillagna um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Rannsóknarafurðir eru uppspretta fjárhagslegra verðmæta auk þess sem rannsóknir auka þekkingu og minnka vanþekkingu. Mörg fyrirtæki reka fræðilegar rannsóknir fyrir eigin reikning. Önnur kjósa að stofna til samstarfs við sérhæfðar opinberar stofnanir á borð við háskóla, enda búa háskólar vel af þeim sérþjálfaða mannafla sem til þarf. Einkafyrirtækin leggja þá til fé sem gerir háskólanum kleift að auka umsvif sín á rannsóknarsviðinu. Á móti hefur fyrirtækið gjarnan forgang að hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna. Það er þó ekki algilt. Lyfjafyrirtæki kann t.d. að hafa hag af að komast að því að nota megi lyf sem það framleiðir í allt öðrum tilgangi en þeim sem því var upphaflega ætlað. Áhugamannafélag vill vita meira um eðli tiltekins sjúkdóms eða tiltekins náttúrufyrirbæri og vill koma þessari þekkingu sem víðast. Meiri þekking er betri en minni og fjárframlög fyrirtækja og áhugamannafélaga því oft af hinu góða. Kostun getur hins vegar haft áhrif á val rannsóknarviðfangsefna eða aðferða. Bent hefur verið á að miklu fé sé varið í að rannsaka varnir gegn sjúkdómum sem vel stæðir Vesturlandabúar séu líklegir til að fá en litlu fé sé varið til að finna varnir gegn sjúkdómum á borð við malaríu sem er mikill vágestur í fátækari hlutum heims. Kostun kann að hafa áhrif á hvers konar rannsóknarniðurstöður eru birtar. Þannig hafa lífvísindamenn (og aðrir) rekið augun í að fátítt sé að „neikvæðar" niðurstöður séu birtar. Vera kann að rannsakendur veigri sér við að birta niðurstöður sem kynnu að koma kostunaraðila illa með einhverjum hætti. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er kostun fjármálafyrirtækja á háskólarannsóknum á sviði fjármála fyrir hrun gagnrýnd nokkuð. Á bls. 223 í 8. bindi skýrslunnar segir m.a.: „Áhrif kostunar verða fremur óbein en bein og draga leynt og ljóst úr hvatanum til að gagnrýna þá aðila sem fjármagna starfsemina og þar með að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. Að því leyti geta áhrif kostunar verið varasamari en bein afskipti að ofan að erfiðara er að gera sér grein fyrir þeim og vera á varðbergi gagnvart þeim. Þess vegna er brýnt að setja almennar reglur um tilhögun kostunar í því skyni að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra." Innan háskólasamfélagsins er metnaður til að efla og auka rannsóknir. Það krefst meiri fjármuna en ríkissjóður mun aflögufær um á næstu árum. Þess vegna er ekki hægt að leysa „kostunarvandann" með því að hætta að taka við fé frá einkafyrirtækjum, áhugamannafélögum eða hagsmunasamtökum. Háskóla- og rannsóknarsamfélagið hefur og er smám saman að koma sér upp reglum um umgengni við styrktarfé. Þetta verk er mislangt komið á ólíkum fræðasviðum. Hreinskilin upplýsingagjöf er nauðsynleg. Þannig krefjast mörg vísindatímarit þess nú þegar að greinarhöfundar upplýsi bæði um kostun og um fjárhags- og hagsmunatengsl við fyrirtæki og stofnanir sem tengjast viðkomandi rannsókn. Þess er getið ef lyfjafyrirtæki styrkir rannsókn á virkni ákveðinna lyfja. Þess er getið ef aðalhöfundur greinar um gagnsemi sálfræðiprófs er jafnframt aðaleigandi fyrirtækis sem hefur einkarétt á prófunum. Þess ætti að vera getið ef höfundur greinar um gagnsemi ákveðins fyrirkomulags við nýtingu hornsíla þiggur styrk frá hagsmunasamtökum hornsílaveiðimanna. Í nýlegri grein (24. febrúar) í danska blaðinu Berlingske Tidende gagnrýnir Uffe Ellemann-Jensen niðurskurð fjárveitinga til Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn en getur þess jafnframt í lokin – „svo öllu sé til haga haldið" eins og hann tekur fram – að hann hafi setið í stjórn leikhússins frá 2004. Aðrir mættu taka sér þetta til fyrirmyndar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun