Gunnar Rúnar var haldinn amor insanus 1. mars 2011 11:26 Gunnar Rúnar Sigurþórsson. Dómurinn yfir Gunnari er hrollvekjandi lesning. Þar er lýsir hann því hvernig hann fór inn á heimili Hannesar og stakk hann til bana. Alls veitti hann Hannesi 20 mismunandi sár, líklegast með hnífi, sem fannst nokkrum vikum síðar. Dánarorsök Hannesar var blóðmissir vegna alvarlegra áverka á hjarta, lunga og hægra nýra. Sjálfsvíg föður yfirþyrmandi áfall Í matsgerð sálfræðinga kemur fram að sjálfsvíg föður hans, í viðurvist hans og ættingja, hafi verið yfirþyrmandi áfall fyrir Gunnar, sem þá var níu ára gamall. Þeir voru afar nánir og því hafi hið sálræna sár orðið dýpra en ella. Áfallið varð til þess að þess að hugsana- og tilfinningalíf hans hefði fests á veikbyggðu og vanþroskuðu bernskustigi. Gunnar varð félagslega einangraður í kjölfarið, en sú einangrun var rofin þegar hann kynntist unnustu Hannesar. Gunnar varð sjúklega ástfanginn af henni sem leiddi til þess að hann fór að íhuga að ryðja Hannesi frá. Í einni matsgerð sálfræðinganna kemur fram að Gunnar hafi látið undan hinum sjúka persónuleika sínum með því að safna hlutum í skottið á bílnum sínum, svo sem hanska, hníf og fleira. Með þessu tókst honum að róa niður þessa þjáningafullu baráttu með því að „heimila" hinum sjúka persónuleikaþætti vissar undirbúningsaðgerðir. Í viðtali við einn geðlækninn lýsir Gunnar því að hann hafi brosað rétt áður en hann fór inn á heimili Hannesar til þess að myrða hann. Gunnar hafi upplifað sælu og kvöl á sama tíma. Kyssti unnustuna eftir morðið Svo lýsir hann sjálfur hvernig hann bar sig að þegar hann var kominn inn í íbúðina hans Hannesar. Við vörum við lýsingunum en þær eru ekki fyrir viðkvæma: „Ég stóð þar í smá stund, ég held að ég hafi staðið þarna í nokkrar mínútur og svo og svo stakk ég hann beint í bringuna. Ég stakk hann tvisvar og svo rauk hann upp, byrjaði að hlaupa út um hurðina og svo ég stakk hann í hálsinn og hann datt fram fyrir sig og ég stakk hann síðan í bakið." Gunnar kvaðst hafa hlaupið út um bílskúrinn og aftur að ljósastaur, þar sem hann hefði tekið af sér húfu og poka af fótunum. Einn pokann hefði hann notað til að setja dótið sitt í. Svo gekk hann aftur að bíl sínum, setti úlpuna og pokann í skottið og keyrði í burtu. Hann hefði svo farið að bryggjunni í Hafnarfirði og hent pokanum og úlpunni undir bryggjuna. Gunnar sagði að hann hefði verið hágrenjandi, ráfað um bryggjuna og svo keyrt heim til sín. Þegar þangað var komið hafi hann náð í poka, sett buxur sínar í hann og úlpuna. Hann hefði því næst farið út og gengið að Eyrarholti og hent pokanum í ruslatunnu. Hann hefði svo farið heim til sín þar sem Hildur [unnusta Hannesar] lá sofandi. Hann kvaðst hafa kysst hana á munninn og svo farið fram og lagst í sófa. Gunnar sagði að hann hefði grátið og grátið og ekkert getað sofið. Gunnar var tvívegis handtekinn vegna málsins. Í seinna skiptið, um tveimur vikum eftir verknaðinn, var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Skömmu síðar játaði hann morðið. Gunnari er gert að greiða foreldrum Hannesar 1800 þúsund krónur. Unnustunni skal hann greiða 1200 þúsund krónur en hann hafnaði bótakröfu hennar upphaflega. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Dómurinn yfir Gunnari er hrollvekjandi lesning. Þar er lýsir hann því hvernig hann fór inn á heimili Hannesar og stakk hann til bana. Alls veitti hann Hannesi 20 mismunandi sár, líklegast með hnífi, sem fannst nokkrum vikum síðar. Dánarorsök Hannesar var blóðmissir vegna alvarlegra áverka á hjarta, lunga og hægra nýra. Sjálfsvíg föður yfirþyrmandi áfall Í matsgerð sálfræðinga kemur fram að sjálfsvíg föður hans, í viðurvist hans og ættingja, hafi verið yfirþyrmandi áfall fyrir Gunnar, sem þá var níu ára gamall. Þeir voru afar nánir og því hafi hið sálræna sár orðið dýpra en ella. Áfallið varð til þess að þess að hugsana- og tilfinningalíf hans hefði fests á veikbyggðu og vanþroskuðu bernskustigi. Gunnar varð félagslega einangraður í kjölfarið, en sú einangrun var rofin þegar hann kynntist unnustu Hannesar. Gunnar varð sjúklega ástfanginn af henni sem leiddi til þess að hann fór að íhuga að ryðja Hannesi frá. Í einni matsgerð sálfræðinganna kemur fram að Gunnar hafi látið undan hinum sjúka persónuleika sínum með því að safna hlutum í skottið á bílnum sínum, svo sem hanska, hníf og fleira. Með þessu tókst honum að róa niður þessa þjáningafullu baráttu með því að „heimila" hinum sjúka persónuleikaþætti vissar undirbúningsaðgerðir. Í viðtali við einn geðlækninn lýsir Gunnar því að hann hafi brosað rétt áður en hann fór inn á heimili Hannesar til þess að myrða hann. Gunnar hafi upplifað sælu og kvöl á sama tíma. Kyssti unnustuna eftir morðið Svo lýsir hann sjálfur hvernig hann bar sig að þegar hann var kominn inn í íbúðina hans Hannesar. Við vörum við lýsingunum en þær eru ekki fyrir viðkvæma: „Ég stóð þar í smá stund, ég held að ég hafi staðið þarna í nokkrar mínútur og svo og svo stakk ég hann beint í bringuna. Ég stakk hann tvisvar og svo rauk hann upp, byrjaði að hlaupa út um hurðina og svo ég stakk hann í hálsinn og hann datt fram fyrir sig og ég stakk hann síðan í bakið." Gunnar kvaðst hafa hlaupið út um bílskúrinn og aftur að ljósastaur, þar sem hann hefði tekið af sér húfu og poka af fótunum. Einn pokann hefði hann notað til að setja dótið sitt í. Svo gekk hann aftur að bíl sínum, setti úlpuna og pokann í skottið og keyrði í burtu. Hann hefði svo farið að bryggjunni í Hafnarfirði og hent pokanum og úlpunni undir bryggjuna. Gunnar sagði að hann hefði verið hágrenjandi, ráfað um bryggjuna og svo keyrt heim til sín. Þegar þangað var komið hafi hann náð í poka, sett buxur sínar í hann og úlpuna. Hann hefði því næst farið út og gengið að Eyrarholti og hent pokanum í ruslatunnu. Hann hefði svo farið heim til sín þar sem Hildur [unnusta Hannesar] lá sofandi. Hann kvaðst hafa kysst hana á munninn og svo farið fram og lagst í sófa. Gunnar sagði að hann hefði grátið og grátið og ekkert getað sofið. Gunnar var tvívegis handtekinn vegna málsins. Í seinna skiptið, um tveimur vikum eftir verknaðinn, var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Skömmu síðar játaði hann morðið. Gunnari er gert að greiða foreldrum Hannesar 1800 þúsund krónur. Unnustunni skal hann greiða 1200 þúsund krónur en hann hafnaði bótakröfu hennar upphaflega.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira