Á barnið mitt að borga Icesave III? Þôrhallur Hákonarson skrifar 28. mars 2011 08:58 Ég eignaðist mitt annað barn fyrir nokkrum dögum. Fimm dögum síðar fór ég með barnið í skoðun á Landspítalanum. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi á þessum síðum nema vegna þess að á meðan barnalæknirinn er að skoðaði barnið og upplýsa stolta foreldrana um að barnið sé alheilbrigt og á allan hátt til fyrirmyndar, þá spyr hann okkur, hvort við ætlum að láta þetta barn axla byrðarnar af Icesave. Aldrei þessu vant varð ég kjaftstopp, ég hafði bara ekki gert ráð fyrir þessu umræðuefni við þessar kringumstæður. Að venju varð frúin sneggri til og svaraði því til að við værum að hugsa um að kjósa með Icesave í þetta skiptið. Læknirinn sagði þá (eins og hann væri að tala við barnið) að foreldrarnir ætluðu að láta hana borga. Ég er ekki lögfræðingur og get því litlu bætt við um hvort okkur beri skylda til að greiða Icesave-reikningana frá lagalegu sjónarmiði. Ég veit þó af reynslu af fyrri störfum mínum að ef mögulegt er að semja á viðunandi hátt þá er það besta lausnin því maður skal aldrei gefa sér niðurstöðu dómstóla fyrirfram. Ég var á móti Icesave I og II. Ég taldi þá samninga vonda. Það var sama hvað Þórólfur Matthíasson og félagar reyndu að sannfæra almenning um að þessir samningar væru góðir og vextirnir sanngjarnir; það var ekki möguleiki að þá samninga myndi ég samþykkja. Kostnaðurinn var einfaldlega of hár og áhættan of mikil til að vega upp ábatann. Öðru máli gegnir um Icesave III. Þegar ég skoða hagsmunina sem eru í húfi er matið einfalt. Hvað kostar það íslenskt þjóðarbú að halda áfram með málið í hugsanlega 3-4 ár fyrir dómstólum með tilheyrandi stöðnun og/eða samdrætti á meðan, þótt málið vinnist á endanum? Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur. Ávinningurinn af því að samþykkja samninginn á móti áhættunni og kostnaðinum af því að bíða eftir niðurstöðu er slíkur að ég kýs með Icesave III með hagsmuni barnanna minna í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég eignaðist mitt annað barn fyrir nokkrum dögum. Fimm dögum síðar fór ég með barnið í skoðun á Landspítalanum. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi á þessum síðum nema vegna þess að á meðan barnalæknirinn er að skoðaði barnið og upplýsa stolta foreldrana um að barnið sé alheilbrigt og á allan hátt til fyrirmyndar, þá spyr hann okkur, hvort við ætlum að láta þetta barn axla byrðarnar af Icesave. Aldrei þessu vant varð ég kjaftstopp, ég hafði bara ekki gert ráð fyrir þessu umræðuefni við þessar kringumstæður. Að venju varð frúin sneggri til og svaraði því til að við værum að hugsa um að kjósa með Icesave í þetta skiptið. Læknirinn sagði þá (eins og hann væri að tala við barnið) að foreldrarnir ætluðu að láta hana borga. Ég er ekki lögfræðingur og get því litlu bætt við um hvort okkur beri skylda til að greiða Icesave-reikningana frá lagalegu sjónarmiði. Ég veit þó af reynslu af fyrri störfum mínum að ef mögulegt er að semja á viðunandi hátt þá er það besta lausnin því maður skal aldrei gefa sér niðurstöðu dómstóla fyrirfram. Ég var á móti Icesave I og II. Ég taldi þá samninga vonda. Það var sama hvað Þórólfur Matthíasson og félagar reyndu að sannfæra almenning um að þessir samningar væru góðir og vextirnir sanngjarnir; það var ekki möguleiki að þá samninga myndi ég samþykkja. Kostnaðurinn var einfaldlega of hár og áhættan of mikil til að vega upp ábatann. Öðru máli gegnir um Icesave III. Þegar ég skoða hagsmunina sem eru í húfi er matið einfalt. Hvað kostar það íslenskt þjóðarbú að halda áfram með málið í hugsanlega 3-4 ár fyrir dómstólum með tilheyrandi stöðnun og/eða samdrætti á meðan, þótt málið vinnist á endanum? Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur. Ávinningurinn af því að samþykkja samninginn á móti áhættunni og kostnaðinum af því að bíða eftir niðurstöðu er slíkur að ég kýs með Icesave III með hagsmuni barnanna minna í huga.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun