Á barnið mitt að borga Icesave III? Þôrhallur Hákonarson skrifar 28. mars 2011 08:58 Ég eignaðist mitt annað barn fyrir nokkrum dögum. Fimm dögum síðar fór ég með barnið í skoðun á Landspítalanum. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi á þessum síðum nema vegna þess að á meðan barnalæknirinn er að skoðaði barnið og upplýsa stolta foreldrana um að barnið sé alheilbrigt og á allan hátt til fyrirmyndar, þá spyr hann okkur, hvort við ætlum að láta þetta barn axla byrðarnar af Icesave. Aldrei þessu vant varð ég kjaftstopp, ég hafði bara ekki gert ráð fyrir þessu umræðuefni við þessar kringumstæður. Að venju varð frúin sneggri til og svaraði því til að við værum að hugsa um að kjósa með Icesave í þetta skiptið. Læknirinn sagði þá (eins og hann væri að tala við barnið) að foreldrarnir ætluðu að láta hana borga. Ég er ekki lögfræðingur og get því litlu bætt við um hvort okkur beri skylda til að greiða Icesave-reikningana frá lagalegu sjónarmiði. Ég veit þó af reynslu af fyrri störfum mínum að ef mögulegt er að semja á viðunandi hátt þá er það besta lausnin því maður skal aldrei gefa sér niðurstöðu dómstóla fyrirfram. Ég var á móti Icesave I og II. Ég taldi þá samninga vonda. Það var sama hvað Þórólfur Matthíasson og félagar reyndu að sannfæra almenning um að þessir samningar væru góðir og vextirnir sanngjarnir; það var ekki möguleiki að þá samninga myndi ég samþykkja. Kostnaðurinn var einfaldlega of hár og áhættan of mikil til að vega upp ábatann. Öðru máli gegnir um Icesave III. Þegar ég skoða hagsmunina sem eru í húfi er matið einfalt. Hvað kostar það íslenskt þjóðarbú að halda áfram með málið í hugsanlega 3-4 ár fyrir dómstólum með tilheyrandi stöðnun og/eða samdrætti á meðan, þótt málið vinnist á endanum? Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur. Ávinningurinn af því að samþykkja samninginn á móti áhættunni og kostnaðinum af því að bíða eftir niðurstöðu er slíkur að ég kýs með Icesave III með hagsmuni barnanna minna í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ég eignaðist mitt annað barn fyrir nokkrum dögum. Fimm dögum síðar fór ég með barnið í skoðun á Landspítalanum. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi á þessum síðum nema vegna þess að á meðan barnalæknirinn er að skoðaði barnið og upplýsa stolta foreldrana um að barnið sé alheilbrigt og á allan hátt til fyrirmyndar, þá spyr hann okkur, hvort við ætlum að láta þetta barn axla byrðarnar af Icesave. Aldrei þessu vant varð ég kjaftstopp, ég hafði bara ekki gert ráð fyrir þessu umræðuefni við þessar kringumstæður. Að venju varð frúin sneggri til og svaraði því til að við værum að hugsa um að kjósa með Icesave í þetta skiptið. Læknirinn sagði þá (eins og hann væri að tala við barnið) að foreldrarnir ætluðu að láta hana borga. Ég er ekki lögfræðingur og get því litlu bætt við um hvort okkur beri skylda til að greiða Icesave-reikningana frá lagalegu sjónarmiði. Ég veit þó af reynslu af fyrri störfum mínum að ef mögulegt er að semja á viðunandi hátt þá er það besta lausnin því maður skal aldrei gefa sér niðurstöðu dómstóla fyrirfram. Ég var á móti Icesave I og II. Ég taldi þá samninga vonda. Það var sama hvað Þórólfur Matthíasson og félagar reyndu að sannfæra almenning um að þessir samningar væru góðir og vextirnir sanngjarnir; það var ekki möguleiki að þá samninga myndi ég samþykkja. Kostnaðurinn var einfaldlega of hár og áhættan of mikil til að vega upp ábatann. Öðru máli gegnir um Icesave III. Þegar ég skoða hagsmunina sem eru í húfi er matið einfalt. Hvað kostar það íslenskt þjóðarbú að halda áfram með málið í hugsanlega 3-4 ár fyrir dómstólum með tilheyrandi stöðnun og/eða samdrætti á meðan, þótt málið vinnist á endanum? Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur. Ávinningurinn af því að samþykkja samninginn á móti áhættunni og kostnaðinum af því að bíða eftir niðurstöðu er slíkur að ég kýs með Icesave III með hagsmuni barnanna minna í huga.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar