Buffett tæki Samherjabréfin fram yfir Real Magnús Halldórsson skrifar 18. október 2011 10:00 Hvort myndi fjárfestir velja að kaupa sér hlutabréf í Real Madrid eða Samherja ef honum stæði það til boða? Það er ekki gott að segja, enda áherslur fjárfesta oft ólíkar og markmið sömuleiðis. Horft er til skamms tíma, langs tíma og allt þar á milli. Ólíkar þarfir og ólíkar stefnur. Ein regla er þó gulls ígildi. Ekkert jafnast á við það að eiga hlutabréf í félögum sem eru með stöðugan og góðan rekstur sem gerir skilvísar arðgreiðslur til eigenda mögulegar. Þetta er meðal þess sem Warren Buffett hefur bak við eyrað í sínum fjárfestingum, að því er kemur fram í bókinni The Warren Buffett Way. Galdurinn er að einblína á viðskiptamódelið, reynslu og sögu, fremur en einstaka rekstrarárangur yfir skamman tíma. Sem gjarnan býr til nýjar tískusveiflur hjá fjárfestum. Verðið í upphafi skiptir vissulega máli, en ef það reynist of hátt, þá getur þolinmæðin unnið á móti því vegna sterks rekstrargrunns. Þannig er góður rekstrargrunnur ekki aðeins helsta ástæða fjárfestingarinnar hjá Buffett. Heldur er hann líka varnagli og áhættudreifing. Verðið skiptir ekki eins miklu í viðskiptunum, ef það er hægt að treysta á góðan rekstur. Efnahagsreikningar þessara tveggja ólíku fyrrnefndu félaga, annars vegar stærsta knattspyrnufélags í heimi og síðan langsamlega stærsta sjávarútvegsfyrirtækisins Íslands, eru um margt forvitnilegir í samanburði. Tvær stærðir gefa ágæta mynd af stöðu mála. Heildartekjur og hagnaður. Tekjur á ársgrundvelli eru á svipuðu bili; um 480 milljónir evra, tæplega 80 milljarðar króna, hjá Real Madrid en um 420 milljónir evra, um 70 milljarðar króna, hjá Samherja. Rekstur Real Madrid gekk framan vonum á síðasta reikningsári félagsins, samkvæmt tilkynningu á vefsíðu félagsins. Rekstrarhagnaður félagsins nam 31,6 milljónum evra, 5,1 milljarði króna. Það nemur um 6,5% af heildartekjum. Rekstur Samherja var betri en hjá Real í fyrra. Hagnaður félagsins nam 48 milljónum evra, tæplega átta milljörðum króna. Hagnaðurinn nam því um 11,4% af heildartekjum, þrátt fyrir að þær hafi verið um 60 milljónum evra minni en hjá Real Það stóð ekkert um arðgreiðslur í fréttatilkynningunni frá Real Madrid. Hjá Samherja fengu eigendur um sex milljónir evra, um milljarð króna, í sinn hlut. Eflaust er skemmtilegt að eiga og reka fótboltalið, kaupa og selja leikmenn og fleira. Dæmin úr ensku úrvalsdeildinni sanna að auðjöfrar virðast njóta þess horfa á lið sín spila. Fiskveiðarnar eru þó meira heillandi sem fjárfesting. Í það minnsta þegar kemur að rekstri Samherja. Ég veðja á að Buffett tæki bréfin í Samherja fram yfir bréfin í Real Madrid og myndi líta á þau sem langtímafjárfestingu. Hann myndi ekki sleppa þeim nema að tilboðið í þau væri of gott til þess að hafna því. „Stundum eru fjárfestar vitlausir og tilbúnir að gefa þér peninga, með því að kaupa eignir of dýrt. Þá er ekkert annað að gera en að selja," var eitt sinn haft eftir Buffett. Líklega myndi hann síðan stíga fram og gagnrýna kaup Real Madrid á leikmönnum. Svona aðeins til þess að strá salti í sárin hjá þeim sem voru að ota bréfunum að honum. Hann á það víst til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Hvort myndi fjárfestir velja að kaupa sér hlutabréf í Real Madrid eða Samherja ef honum stæði það til boða? Það er ekki gott að segja, enda áherslur fjárfesta oft ólíkar og markmið sömuleiðis. Horft er til skamms tíma, langs tíma og allt þar á milli. Ólíkar þarfir og ólíkar stefnur. Ein regla er þó gulls ígildi. Ekkert jafnast á við það að eiga hlutabréf í félögum sem eru með stöðugan og góðan rekstur sem gerir skilvísar arðgreiðslur til eigenda mögulegar. Þetta er meðal þess sem Warren Buffett hefur bak við eyrað í sínum fjárfestingum, að því er kemur fram í bókinni The Warren Buffett Way. Galdurinn er að einblína á viðskiptamódelið, reynslu og sögu, fremur en einstaka rekstrarárangur yfir skamman tíma. Sem gjarnan býr til nýjar tískusveiflur hjá fjárfestum. Verðið í upphafi skiptir vissulega máli, en ef það reynist of hátt, þá getur þolinmæðin unnið á móti því vegna sterks rekstrargrunns. Þannig er góður rekstrargrunnur ekki aðeins helsta ástæða fjárfestingarinnar hjá Buffett. Heldur er hann líka varnagli og áhættudreifing. Verðið skiptir ekki eins miklu í viðskiptunum, ef það er hægt að treysta á góðan rekstur. Efnahagsreikningar þessara tveggja ólíku fyrrnefndu félaga, annars vegar stærsta knattspyrnufélags í heimi og síðan langsamlega stærsta sjávarútvegsfyrirtækisins Íslands, eru um margt forvitnilegir í samanburði. Tvær stærðir gefa ágæta mynd af stöðu mála. Heildartekjur og hagnaður. Tekjur á ársgrundvelli eru á svipuðu bili; um 480 milljónir evra, tæplega 80 milljarðar króna, hjá Real Madrid en um 420 milljónir evra, um 70 milljarðar króna, hjá Samherja. Rekstur Real Madrid gekk framan vonum á síðasta reikningsári félagsins, samkvæmt tilkynningu á vefsíðu félagsins. Rekstrarhagnaður félagsins nam 31,6 milljónum evra, 5,1 milljarði króna. Það nemur um 6,5% af heildartekjum. Rekstur Samherja var betri en hjá Real í fyrra. Hagnaður félagsins nam 48 milljónum evra, tæplega átta milljörðum króna. Hagnaðurinn nam því um 11,4% af heildartekjum, þrátt fyrir að þær hafi verið um 60 milljónum evra minni en hjá Real Það stóð ekkert um arðgreiðslur í fréttatilkynningunni frá Real Madrid. Hjá Samherja fengu eigendur um sex milljónir evra, um milljarð króna, í sinn hlut. Eflaust er skemmtilegt að eiga og reka fótboltalið, kaupa og selja leikmenn og fleira. Dæmin úr ensku úrvalsdeildinni sanna að auðjöfrar virðast njóta þess horfa á lið sín spila. Fiskveiðarnar eru þó meira heillandi sem fjárfesting. Í það minnsta þegar kemur að rekstri Samherja. Ég veðja á að Buffett tæki bréfin í Samherja fram yfir bréfin í Real Madrid og myndi líta á þau sem langtímafjárfestingu. Hann myndi ekki sleppa þeim nema að tilboðið í þau væri of gott til þess að hafna því. „Stundum eru fjárfestar vitlausir og tilbúnir að gefa þér peninga, með því að kaupa eignir of dýrt. Þá er ekkert annað að gera en að selja," var eitt sinn haft eftir Buffett. Líklega myndi hann síðan stíga fram og gagnrýna kaup Real Madrid á leikmönnum. Svona aðeins til þess að strá salti í sárin hjá þeim sem voru að ota bréfunum að honum. Hann á það víst til.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun