Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013.
Þetta kom fram í viðtali við Hermann í nýjasta þættinum af Klinkinu. N1 fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu fyrr á þessu ári eftir að bankarnir tóku félagið yfir. Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu sautján lífeyrissjóða og Landsbankans, keypti vænan hlut í N1 fyrr á þessu ári og verður, ef allt gengur eftir, stærsti hluthafinn í N1 áður en árið er úti.
Hermann segir mikla pappírsvinnu fylgja skráningu félagsins í Kauphöll og því sé ekki útilokað að skráningin muni tefjast. Félagið er þó í þeirri stöðu að ráðast megi í skráninguna eins fljótt og verða má.
Sjá má bút úr viðtalinu þar sem Hermann ræðir skráningu N1 í Kauphöllina hér fyrir ofan. Þá má sjá nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.
N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári
Þorbjörn Þórðarson skrifar
Mest lesið

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent

Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent

Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt
Viðskipti innlent

Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld
Viðskipti innlent

Kristjana til ÍSÍ
Viðskipti innlent

Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon
Viðskipti innlent