Útrýmum mönnum! Illugi Jökulsson skrifar 13. febrúar 2011 06:00 Þegar ég var að byrja að fylgjast með þjóðmálum upp úr 1970 var Rauðsokkahreyfingin að koma undir sig fótunum. Ég segi nú ekki að ég hafi fylgst grannt með hreyfingunni en vitaskuld varð ég var við helstu baráttumál hennar. Og skemmst er frá því að segja að mér fannst þau öll svo sjálfsögð og eðlileg að ég bjóst fastlega við að búið yrði að afgreiða þau öll seinni partinn á morgun, eða í síðasta lagi snemma í næstu viku. Launamisrétti úr sögunni, sjálfsögð og aukin virðing fyrir hlut og framlagi kvenna, þetta lá allt svo í augum uppi að mér fannst varla að það þyrfti að ræða það öllu frekar. Og ég tók svo hátíðlega orðin um að "konur væru líka menn" að ég lagði gjörsamlega á hilluna orðið "menn" ef merkingin var í rauninni "karlmenn". Um þetta tók ég bara meðvitaða ákvörðun - að ég myndi aldrei nokkurn tíma láta standa mig að því að segja til dæmis "menn og konur". Því ég samþykkti fyrirvaralaust að með slíku orðalagi væru karlmenn að eigna sér tegundarheitið "maður" og til þess hefðu þeir engan rétt. Ég var sem sagt afar efnilegur kvenréttindasinni, þó ég segi sjálfur frá. Það var auðvitað ekki af því ég væri eitthvað betur úr garði gerður en aðrir strákar, heldur hefur fordæmi móður minnar sjálfsagt ráðið mestu. Hún sá ein um heimilið af mikilli kostgæfni og það hefði verið beinlínis fáránlegt að láta sér detta í hug að hún, sem kona, ætti að vera einhvers konar eftirbátur karlmanna. Þetta var um miðjan áttunda áratuginn eða þar um bil. Fyrir rúmlega 35 árum. Þá hefði ég svo sannarlega orðið hissa ef mér hefði verið sagt að árið 2011 væru jafnréttismál enn að vefjast fyrir fólki, og algert jafnrétti kvenna og karla hefði reyndar alls ekki náðst ennþá - ekki að fullu. Og núna skil ég hvorki upp né niður í því af hverju jafnréttismál eru ekki lengra á veg komin - ég botna ekki í hvað getur staðið í veginum, því nánast öll hljótum við að viðurkenna að markmið kvennabaráttunnar séu sjálfsögð og eðlileg. Það er einhver tregða, ég veit ekki almennilega hvar, en einn þáttur þeirrar tregðu birtist í því að mér til mikillar undrunar, þá hefur alls ekki dáið út notkun orðsins "maður" í merkingunni "karlmaður". Og það sem hefur komið mér allra mest á óvart er að ég hef iðulega heyrt konur - jafnvel af kynslóð Rauðsokkanna - tala um "menn og konur" þegar átt við "karla og konur". Ég hélt að strax þarna upp úr 1970 hefðu allir orðið sammála um að taka upp nýtt orðalag til merkis um nýja hugsun, en það tókst af einhverjum ástæðum ekki. Og enn heyrir maður þetta vefjast fyrir fólki, og afleiðingin er þá sú að fólk sem talar um "menn" þegar það á við "karlmenn" á við - undir niðri - að karlmenn séu hinir einu sönnu fulltrúar mannkynsins. Og ég hef ekki heyrt neinn benda á þetta í mörg herrans ár. Orrustan um orðin tapaðist, eða að minnsta kosti var látið afskiptalaust að stór hópur fólks talar enn um karlmenn sem "menn", en konur eru þá einhvers konar aukameðlimir í mannkyninu. Það er afar mikilvægt að vinna orrustur um orð þegar málið snýst um að breyta samfélaginu, gera byltingu. Því hvet ég til að við förum aftur að vanda mál okkar og tölum í samræmi við þá trú að "konur séu líka menn". Það mun geta orðið einum litlum dreng umhugsunarefni, eins og það varð mér á sínum tíma, og gæti gert hann að ögn skárri jafnréttissinna en hann hefði kannski annars orðið. Útrýmum mönnum - að minnsta kosti í þessari merkingu. Konur eru líka menn.Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar).Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Jökulsson Öðlingurinn Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var að byrja að fylgjast með þjóðmálum upp úr 1970 var Rauðsokkahreyfingin að koma undir sig fótunum. Ég segi nú ekki að ég hafi fylgst grannt með hreyfingunni en vitaskuld varð ég var við helstu baráttumál hennar. Og skemmst er frá því að segja að mér fannst þau öll svo sjálfsögð og eðlileg að ég bjóst fastlega við að búið yrði að afgreiða þau öll seinni partinn á morgun, eða í síðasta lagi snemma í næstu viku. Launamisrétti úr sögunni, sjálfsögð og aukin virðing fyrir hlut og framlagi kvenna, þetta lá allt svo í augum uppi að mér fannst varla að það þyrfti að ræða það öllu frekar. Og ég tók svo hátíðlega orðin um að "konur væru líka menn" að ég lagði gjörsamlega á hilluna orðið "menn" ef merkingin var í rauninni "karlmenn". Um þetta tók ég bara meðvitaða ákvörðun - að ég myndi aldrei nokkurn tíma láta standa mig að því að segja til dæmis "menn og konur". Því ég samþykkti fyrirvaralaust að með slíku orðalagi væru karlmenn að eigna sér tegundarheitið "maður" og til þess hefðu þeir engan rétt. Ég var sem sagt afar efnilegur kvenréttindasinni, þó ég segi sjálfur frá. Það var auðvitað ekki af því ég væri eitthvað betur úr garði gerður en aðrir strákar, heldur hefur fordæmi móður minnar sjálfsagt ráðið mestu. Hún sá ein um heimilið af mikilli kostgæfni og það hefði verið beinlínis fáránlegt að láta sér detta í hug að hún, sem kona, ætti að vera einhvers konar eftirbátur karlmanna. Þetta var um miðjan áttunda áratuginn eða þar um bil. Fyrir rúmlega 35 árum. Þá hefði ég svo sannarlega orðið hissa ef mér hefði verið sagt að árið 2011 væru jafnréttismál enn að vefjast fyrir fólki, og algert jafnrétti kvenna og karla hefði reyndar alls ekki náðst ennþá - ekki að fullu. Og núna skil ég hvorki upp né niður í því af hverju jafnréttismál eru ekki lengra á veg komin - ég botna ekki í hvað getur staðið í veginum, því nánast öll hljótum við að viðurkenna að markmið kvennabaráttunnar séu sjálfsögð og eðlileg. Það er einhver tregða, ég veit ekki almennilega hvar, en einn þáttur þeirrar tregðu birtist í því að mér til mikillar undrunar, þá hefur alls ekki dáið út notkun orðsins "maður" í merkingunni "karlmaður". Og það sem hefur komið mér allra mest á óvart er að ég hef iðulega heyrt konur - jafnvel af kynslóð Rauðsokkanna - tala um "menn og konur" þegar átt við "karla og konur". Ég hélt að strax þarna upp úr 1970 hefðu allir orðið sammála um að taka upp nýtt orðalag til merkis um nýja hugsun, en það tókst af einhverjum ástæðum ekki. Og enn heyrir maður þetta vefjast fyrir fólki, og afleiðingin er þá sú að fólk sem talar um "menn" þegar það á við "karlmenn" á við - undir niðri - að karlmenn séu hinir einu sönnu fulltrúar mannkynsins. Og ég hef ekki heyrt neinn benda á þetta í mörg herrans ár. Orrustan um orðin tapaðist, eða að minnsta kosti var látið afskiptalaust að stór hópur fólks talar enn um karlmenn sem "menn", en konur eru þá einhvers konar aukameðlimir í mannkyninu. Það er afar mikilvægt að vinna orrustur um orð þegar málið snýst um að breyta samfélaginu, gera byltingu. Því hvet ég til að við förum aftur að vanda mál okkar og tölum í samræmi við þá trú að "konur séu líka menn". Það mun geta orðið einum litlum dreng umhugsunarefni, eins og það varð mér á sínum tíma, og gæti gert hann að ögn skárri jafnréttissinna en hann hefði kannski annars orðið. Útrýmum mönnum - að minnsta kosti í þessari merkingu. Konur eru líka menn.Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar).Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun