Veikleiki karlmanna Sigurður Páll Pálsson skrifar 19. febrúar 2011 06:00 Í dag blasir sú staðreynd við að karlmenn eru líklegri en konur til að fremja sjálfsvíg og ofbeldisverk, verða fíklar eða valda slysum. Þeir sækja sér sjaldnar hjálp eða fá aðstoð. Hinsvegar greinast fleiri konur þunglyndar en karlmenn, og sjálfsvígstilraunir eru algengari meðal kvenna en karla. Konur fá oftar aðstoð og leita sér fremur hjálpar. Sjálfsvígtíðni ungra karla á Íslandi er með því hæsta sem gerist í Evrópu. Á síðustu 28 árum hafa að meðaltali átta karlmenn á aldrinum 16-29 ára framið sjálfsvíg á ári hverju hérlendis. Stundum fjórir á ári en stundum 20. Þróun byrjaði á Íslandi upp úr seinna stríði en heldur áfram. Samfélagið mótast og samfélagið er síbreytilegt. Gott dæmi um það er menntakerfið þar sem konur eru komnar í meirihluta í flestum deildum háskólanna. Tilgáturnar eru margar, að svarið liggi í uppeldinu, að karlmenn séu of miklir töffarar til að viðurkenna þegar þeir eiga í vanda eða kunna hreinlega ekki að leita sér aðstoðar. Að við hin í umhverfinu viljum ekki sjá þetta og missum þannig af vandamálum þeirra sem standa okkur næst. Sumir leita svara í því að karlmenn eru meiri trúleysingjar en konur. Aðrir benda á vondar fyrirmyndir, t.d. eru flestir sem fremja sjálfsvíg í Biblíunni karlmenn. Staðalímyndir á borð við hershöfðingjann (,,ég berst einn þar til yfir lýkur") eða sjálfselskuna (,,heimurinn er minn og ef ég fæ hann ekki þá fer ég"). Einungis fáir geta orðið Bruce Willis, afburða íþróttamenn, leikararar eða hjartaskurðlæknar! En hvernig getur þetta orðið svona mismunandi ef við þykjumst vera að ala bæði kynin upp á sama hátt, staðfesting á sama mynstrinu áfram? Gen og hormón útskýra varla vandann. Lífið snýst ekki um það að vera bestur. Við þurfum að sætta okkur við að lífið er erfitt en við eigum að þakka fyrir það, vera auðmjúk. Að vera fullkominn er það að vera í sátt við sjálfan sig, og það að elska þýðir að virða meðbræður okkar. Eru staðalímyndirnar að gera okkur karlmönnum meiri grikk en konum? Að ráðast á sjálfan sig eða annan einstakling virðist veikleiki karla í vanlíðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag blasir sú staðreynd við að karlmenn eru líklegri en konur til að fremja sjálfsvíg og ofbeldisverk, verða fíklar eða valda slysum. Þeir sækja sér sjaldnar hjálp eða fá aðstoð. Hinsvegar greinast fleiri konur þunglyndar en karlmenn, og sjálfsvígstilraunir eru algengari meðal kvenna en karla. Konur fá oftar aðstoð og leita sér fremur hjálpar. Sjálfsvígtíðni ungra karla á Íslandi er með því hæsta sem gerist í Evrópu. Á síðustu 28 árum hafa að meðaltali átta karlmenn á aldrinum 16-29 ára framið sjálfsvíg á ári hverju hérlendis. Stundum fjórir á ári en stundum 20. Þróun byrjaði á Íslandi upp úr seinna stríði en heldur áfram. Samfélagið mótast og samfélagið er síbreytilegt. Gott dæmi um það er menntakerfið þar sem konur eru komnar í meirihluta í flestum deildum háskólanna. Tilgáturnar eru margar, að svarið liggi í uppeldinu, að karlmenn séu of miklir töffarar til að viðurkenna þegar þeir eiga í vanda eða kunna hreinlega ekki að leita sér aðstoðar. Að við hin í umhverfinu viljum ekki sjá þetta og missum þannig af vandamálum þeirra sem standa okkur næst. Sumir leita svara í því að karlmenn eru meiri trúleysingjar en konur. Aðrir benda á vondar fyrirmyndir, t.d. eru flestir sem fremja sjálfsvíg í Biblíunni karlmenn. Staðalímyndir á borð við hershöfðingjann (,,ég berst einn þar til yfir lýkur") eða sjálfselskuna (,,heimurinn er minn og ef ég fæ hann ekki þá fer ég"). Einungis fáir geta orðið Bruce Willis, afburða íþróttamenn, leikararar eða hjartaskurðlæknar! En hvernig getur þetta orðið svona mismunandi ef við þykjumst vera að ala bæði kynin upp á sama hátt, staðfesting á sama mynstrinu áfram? Gen og hormón útskýra varla vandann. Lífið snýst ekki um það að vera bestur. Við þurfum að sætta okkur við að lífið er erfitt en við eigum að þakka fyrir það, vera auðmjúk. Að vera fullkominn er það að vera í sátt við sjálfan sig, og það að elska þýðir að virða meðbræður okkar. Eru staðalímyndirnar að gera okkur karlmönnum meiri grikk en konum? Að ráðast á sjálfan sig eða annan einstakling virðist veikleiki karla í vanlíðan.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun