Hatur punktur is Svavar Gestsson skrifar 28. febrúar 2011 09:00 Hatursumræðan í íslenskum stjórnmálum er skelfileg. Að einhverju leyti á þetta sér skýringar í hruninu. Þar eru erfiðar ástæður vonbrigða og reiði. En hrunið mega menn samt ekki nota til þess að afsaka ofbeldistóninn í umræðunni. Hatrið einkennir sum blaðaskrif um þessar mundir, jafnvel heilu útvarpsstöðvarnar og sjónvarpsþættina að sögn að ekki sé minnst á bloggskólpið. Þetta er alvarlegt vegna þess að þjóðin þarf að finna farsæla niðurstöðu með samtölum en ekki öskrum. Þetta er brýnna nú eftir hrunið en nokkru sinni fyrr. Málaflokkarnir sem þurfa heiðarlega opna og íhugula umræðu eru hvarvetna. Einn er stjórnskipun landsins sem er í mikilli óvissu um þessar mundir. Vilji er til að sameina hugina til endurbóta, en hverjar eiga endurbæturnar að verða? Til að vita það þarf fólk að tala saman. Það þarf að finna leið sem sameinar hina nýju möguleika lýðræðisins á fésbókunum og internetinu því sem er óhjákvæmilegt til að tryggja skýrar og markvissar niðurstöður umræðunnar. Það þarf að skapa frelsi til þess að tala og gera tillögur en líka frelsi til að komast að niðurstöðum. Samfélag verður aldrei leitt til farsældar öðru vísi en með niðurstöðum eftir eðlileg og opin skoðanaskipti. Annars endar umræðan í tómagangi og vonbrigðum. Nú virðist loksins samstaða um að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur sem við mörg okkar höfum barist fyrir áratugum saman. Þjóðin virðist vilja að þau mál verði ekki í höndunum á einum manni og þessi eini maður segist reyndar vera þreyttur á því að hafa svona ferlega mikla ábyrgð. Annar málaflokkur sem þarf að ræða vel eru atvinnumál. Þar virðast sumir halda að eina lausnin sé fólgin í því að byggja sem flest álver. Þó liggur fyrir að það hentar ekki orkulindum okkar. Þá er að horfast í augu við það. Hatursumræða um einstaklinga skapar ekki atvinnu. Þeir sem þekkja atvinnuleysi sjálfir eða úr fjölskyldum sínum vita að það er alvarlegt og sárt fyrir þá sem því hafa kynnst. Það leysir ekki vanda þeirra að rækta hatrið. Nú vill svo til að umræðan um atvinnumál virðist opnari fyrir samstöðu um þessar mundir en nokkru sinni fyrr. Það eru ekki lengur alvarlegar deilur um einkaeign eða félagslega eign á fyrirtækjunum. Það eru ekki deilur um útlent eða innlent eignarhald. Það er deilt um það hvort þjóðin á að eiga auðlindirnar eða ekki en um það eru reyndar flestir sammála þegar betur er að gáð að þjóðin á að ráða yfir auðlindunum sem eigandi þeirra. Það eru engar alvarlegar deilur um að auðlindanýtingin eigi að vera sjálfbær – eða er það? Það er því engin ástæða til annars en að ætla að samstaða eigi að geta skapast um atvinnustefnuna enda sé auðlindanýtingin sjálfbær. Atvinnuleysið er ljótasta birtingarmynd auðvaldsþjóðfélagsins. Allir eiga rétt á atvinnu. Auk þess birtist í atvinnuleysinu fráleit sóun. Ekki á atvinnuleysisbótum heldur á arðinum af vinnuafli þeirra sem ekki fá vinnu. Þriðji málaflokkurinn sem deilt er um eru umhverfis- og auðlindamál. Svo virðist sem margir séu beinlínis andvígir því að ræða þann málaflokk öðruvísi en með stóryrðum um einstaklinga. Allt tryllist þegar reynt er að fá skorið úr lagaóvissu fyrir Hæstarétti. Ekki má gagnrýna það að stórfyrirtæki í orkuframleiðslu borgi fyrir óviðkomandi verkefni eins og gsm-síma og vegi. Greinilegt er reyndar að þeir sem reiðast eru sumir vanir því að ráða og reiðast af því að þeir ráða ekki lengur. En það er lýðræðisleg niðurstaða og þá er að vinna út frá því. Hatursræktun leysir heldur ekki þeirra vanda. Þeir sem vilja fara vel með umhverfið eru að hugsa um barnabörnin sín. Viljum við það ekki öll? Þannig ber allt að þeim brunni að við eigum að geta náð samstöðu um þau stóru mál sem hér hafa verið nefnd án þess að opna fyrir hatursflóðin. Auðvitað eru ekki allir sammála. Auðvitað eru einhverjir sem vilja rækta hatrið af gömlum vana. En væri þá kannski sterkur leikur að þeir hinir sömu opnuðu sína eigin flóðgátt, eins konar sameiginlegt holræsi, nýjan vef: hatur.is? Því ekki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hatursumræðan í íslenskum stjórnmálum er skelfileg. Að einhverju leyti á þetta sér skýringar í hruninu. Þar eru erfiðar ástæður vonbrigða og reiði. En hrunið mega menn samt ekki nota til þess að afsaka ofbeldistóninn í umræðunni. Hatrið einkennir sum blaðaskrif um þessar mundir, jafnvel heilu útvarpsstöðvarnar og sjónvarpsþættina að sögn að ekki sé minnst á bloggskólpið. Þetta er alvarlegt vegna þess að þjóðin þarf að finna farsæla niðurstöðu með samtölum en ekki öskrum. Þetta er brýnna nú eftir hrunið en nokkru sinni fyrr. Málaflokkarnir sem þurfa heiðarlega opna og íhugula umræðu eru hvarvetna. Einn er stjórnskipun landsins sem er í mikilli óvissu um þessar mundir. Vilji er til að sameina hugina til endurbóta, en hverjar eiga endurbæturnar að verða? Til að vita það þarf fólk að tala saman. Það þarf að finna leið sem sameinar hina nýju möguleika lýðræðisins á fésbókunum og internetinu því sem er óhjákvæmilegt til að tryggja skýrar og markvissar niðurstöður umræðunnar. Það þarf að skapa frelsi til þess að tala og gera tillögur en líka frelsi til að komast að niðurstöðum. Samfélag verður aldrei leitt til farsældar öðru vísi en með niðurstöðum eftir eðlileg og opin skoðanaskipti. Annars endar umræðan í tómagangi og vonbrigðum. Nú virðist loksins samstaða um að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur sem við mörg okkar höfum barist fyrir áratugum saman. Þjóðin virðist vilja að þau mál verði ekki í höndunum á einum manni og þessi eini maður segist reyndar vera þreyttur á því að hafa svona ferlega mikla ábyrgð. Annar málaflokkur sem þarf að ræða vel eru atvinnumál. Þar virðast sumir halda að eina lausnin sé fólgin í því að byggja sem flest álver. Þó liggur fyrir að það hentar ekki orkulindum okkar. Þá er að horfast í augu við það. Hatursumræða um einstaklinga skapar ekki atvinnu. Þeir sem þekkja atvinnuleysi sjálfir eða úr fjölskyldum sínum vita að það er alvarlegt og sárt fyrir þá sem því hafa kynnst. Það leysir ekki vanda þeirra að rækta hatrið. Nú vill svo til að umræðan um atvinnumál virðist opnari fyrir samstöðu um þessar mundir en nokkru sinni fyrr. Það eru ekki lengur alvarlegar deilur um einkaeign eða félagslega eign á fyrirtækjunum. Það eru ekki deilur um útlent eða innlent eignarhald. Það er deilt um það hvort þjóðin á að eiga auðlindirnar eða ekki en um það eru reyndar flestir sammála þegar betur er að gáð að þjóðin á að ráða yfir auðlindunum sem eigandi þeirra. Það eru engar alvarlegar deilur um að auðlindanýtingin eigi að vera sjálfbær – eða er það? Það er því engin ástæða til annars en að ætla að samstaða eigi að geta skapast um atvinnustefnuna enda sé auðlindanýtingin sjálfbær. Atvinnuleysið er ljótasta birtingarmynd auðvaldsþjóðfélagsins. Allir eiga rétt á atvinnu. Auk þess birtist í atvinnuleysinu fráleit sóun. Ekki á atvinnuleysisbótum heldur á arðinum af vinnuafli þeirra sem ekki fá vinnu. Þriðji málaflokkurinn sem deilt er um eru umhverfis- og auðlindamál. Svo virðist sem margir séu beinlínis andvígir því að ræða þann málaflokk öðruvísi en með stóryrðum um einstaklinga. Allt tryllist þegar reynt er að fá skorið úr lagaóvissu fyrir Hæstarétti. Ekki má gagnrýna það að stórfyrirtæki í orkuframleiðslu borgi fyrir óviðkomandi verkefni eins og gsm-síma og vegi. Greinilegt er reyndar að þeir sem reiðast eru sumir vanir því að ráða og reiðast af því að þeir ráða ekki lengur. En það er lýðræðisleg niðurstaða og þá er að vinna út frá því. Hatursræktun leysir heldur ekki þeirra vanda. Þeir sem vilja fara vel með umhverfið eru að hugsa um barnabörnin sín. Viljum við það ekki öll? Þannig ber allt að þeim brunni að við eigum að geta náð samstöðu um þau stóru mál sem hér hafa verið nefnd án þess að opna fyrir hatursflóðin. Auðvitað eru ekki allir sammála. Auðvitað eru einhverjir sem vilja rækta hatrið af gömlum vana. En væri þá kannski sterkur leikur að þeir hinir sömu opnuðu sína eigin flóðgátt, eins konar sameiginlegt holræsi, nýjan vef: hatur.is? Því ekki?
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar