Villandi umræða um upplýsingalög Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 23. apríl 2011 06:00 Þegar ný ríkisstjórn tók við völdum 1. febrúar 2009 einsetti hún sér að auka aðgengi almennings að upplýsingum í stjórnsýslunni. Gagnsæ vinnubrögð eru enda besta leiðin til að endurreisa það traust til stjórnvalda sem hrundi ásamt bönkunum. Sjálf beitti ég mér fyrir því að svigrúm gildandi upplýsingalaga yrði nýtt til hins ítrasta, t.d. veitti forsætisráðuneytið fjölmiðlum aðgang að gögnum um einkavæðingu bankanna, sem þráfaldlega hafði verið synjað um aðgang að í tíð fyrri ríkisstjórna. Jafnramt fól ég nefnd sérfræðinga að endurskoða upplýsingalögin með það fyrir augum að auka upplýsingarétt almennings. Sérfræðinganefndin, undir forystu Trausta Fannars Valssonar fór yfir reynsluna af núgildandi upplýsingalögum, átti samráð við fjölda hagsmunaaðila, kynnti sér löggjöf í nágrannaríkjum og lagði fram frumvarpsdrög að nýjum upplýsingalögum haustið 2010. Barst fjöldi athugasemda sem tekið var tillit til áður en frumvarpið var afgreitt í ríkisstjórn. Ríkisfyrirtæki upplýsingaskyldHelstu nýjungar í frumvarpinu eru þessar: a) Gildissvið laganna er víkkað út þannig að þau ná til fyrirtækja sem eru í eigu hins opinbera að 75% hluta eða meira. Verði frumvarpið að lögum munu orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur því þurfa að veita almenningi aðgang að gögnum í sínum fórum. b) Kröfur um framsetningu upplýsingabeiðna eru einfaldaðar með það að markmiði að auðvelda almenningi að óska upplýsinga. c) Gert er ráð fyrir því að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í rannsóknarskyni með ákveðnum skilmálum enda þótt gögnin séu undanþegin upplýsingarétti. Bylting í rafrænu aðgengid) Forsætisráðherra er falið með reglugerð að mæla fyrir um birtingu ganga og upplýsinga stjórnvalda á vefsíðum þeirra. Þar með er lagður grunnur að því að stjórnvöld birti málaskrár sínar á vefsíðum sínum sem mun valda byltingu í aðgengi að upplýsingum. e) Gerð er sú krafa að þó fyrir hendi sé heimild til handa stjórnvaldi að synja um aðgang að gögnum skuli stjórnvaldið taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er. f) Undantekningarákvæði um vinnuskjöl eru umorðuð til þess að endurspegla vinnulag hjá stjórnvöldum. Samkvæmt núgildandi lögum hættir skjal að vera vinnuskjal um leið og það fer frá einu stjórnvaldi til annars, t.d. ef það er sent í tölvupósti milli ráðuneyta. Ekki er þannig tekið tillit til þess að ólík stjórnvöld vinna í vaxandi mæli sameiginlega að málum í formi alls kyns vinnuhópa og þverfaglegra teyma. g) Almenningi er tryggður skýlaus réttur til upplýsinga um föst launakjör ríkisstarfsmanna. Frjáls aðgangur meginreglaÞau ákvæði frumvarpsins sem takmarka rétt til óhefts aðgangs að gögnum eru að miklu leyti óbreytt frá gildandi lögum. Staðreyndin er sú að öll ríki sem tryggja upplýsingarétt gera líka ráð fyrir að hann geti sætt takmörkunum. Taka þarf tillit til upplýsinga um einkamálefni einstaklinga, sem njóta stjórnarskrárverndar, eins og t.d. viðkvæmar heilsufarsupplýsingar. Eins þarf að vera unnt að undanþiggja upplýsingar vegna trausts í samskiptum ríkja, svo fátt eitt sé nefnt. Aðalatriðið er að frjáls aðgangur sé meginreglan og rökstyðja þurfi sérstaklega beitingu undantekningarheimilda. Fram fari hagsmunamat þar sem aðgangi er ekki synjað nema ótvírætt sé að hagsmunir sem stríða gegn aðgangi almennings vegi þyngra. Frumvarpið leggur ekki til neina breytingu á fyrirkomulagi úrskurðarnefnar um upplýsingamál enda nýtur nefndin virðingar fyrir sjálfstæði sitt og má kalla hana brjóstvörn upplýsingaréttar almennings. Því til viðbótar munu dómstólar hér eftir sem hingað til geta dæmt um aðgang að upplýsingum. Stormur í vatnsglasi – 110 ár í stað 80Í vikunni var talsvert fjallað um ákvæði frumvarpsins sem heimilar þjóðskjalaverði að synja um aðgang að gögnum í 110 ár, einkum með tilliti til einstaklinga, sem enn eru á lífi. Þarna geta fallið undir viðkvæmar heilsufarsupplýsingar en samkvæmt núgildandi lögum er þetta heimilt í 80 ár, sem er órökrétt því sumir lifa blessunarlegalengur en svo. Þessi tillaga á rætur að rekja til nefndar sem vann að endurskoðun laga um þjóðskjalasafn undir formennsku Páls Hreinssonar hæstaréttardómara. Að danskri fyrirmynd er lagt til að auk einkalífshagsmuna megi þegar sérstaklega stendur á byggja synjun um aðgang á gögnum sem eru yngri en 110 ár á almannahagsmunum. Þjóðskjalavörður yrði ekki einráður í þessum efnum enda yrði möguleg synjun hans kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál auk þess sem hægt væri að bera hana undir dómstóla. Þar með ætti að vera tryggt að ekki kæmi til 110 ára nema í algerum undantekningartilvikum. Hér er því um algeran storm í vatnsglasi að ræða, en ef nota á þessa einu breytingu til að gera annars gott framfaramál tortryggilegt með villandi málflutningi, þá er það mér algerlega að meinalausu að falla fá breytingunni og færa ákvæðið til fyrra horfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ný ríkisstjórn tók við völdum 1. febrúar 2009 einsetti hún sér að auka aðgengi almennings að upplýsingum í stjórnsýslunni. Gagnsæ vinnubrögð eru enda besta leiðin til að endurreisa það traust til stjórnvalda sem hrundi ásamt bönkunum. Sjálf beitti ég mér fyrir því að svigrúm gildandi upplýsingalaga yrði nýtt til hins ítrasta, t.d. veitti forsætisráðuneytið fjölmiðlum aðgang að gögnum um einkavæðingu bankanna, sem þráfaldlega hafði verið synjað um aðgang að í tíð fyrri ríkisstjórna. Jafnramt fól ég nefnd sérfræðinga að endurskoða upplýsingalögin með það fyrir augum að auka upplýsingarétt almennings. Sérfræðinganefndin, undir forystu Trausta Fannars Valssonar fór yfir reynsluna af núgildandi upplýsingalögum, átti samráð við fjölda hagsmunaaðila, kynnti sér löggjöf í nágrannaríkjum og lagði fram frumvarpsdrög að nýjum upplýsingalögum haustið 2010. Barst fjöldi athugasemda sem tekið var tillit til áður en frumvarpið var afgreitt í ríkisstjórn. Ríkisfyrirtæki upplýsingaskyldHelstu nýjungar í frumvarpinu eru þessar: a) Gildissvið laganna er víkkað út þannig að þau ná til fyrirtækja sem eru í eigu hins opinbera að 75% hluta eða meira. Verði frumvarpið að lögum munu orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur því þurfa að veita almenningi aðgang að gögnum í sínum fórum. b) Kröfur um framsetningu upplýsingabeiðna eru einfaldaðar með það að markmiði að auðvelda almenningi að óska upplýsinga. c) Gert er ráð fyrir því að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í rannsóknarskyni með ákveðnum skilmálum enda þótt gögnin séu undanþegin upplýsingarétti. Bylting í rafrænu aðgengid) Forsætisráðherra er falið með reglugerð að mæla fyrir um birtingu ganga og upplýsinga stjórnvalda á vefsíðum þeirra. Þar með er lagður grunnur að því að stjórnvöld birti málaskrár sínar á vefsíðum sínum sem mun valda byltingu í aðgengi að upplýsingum. e) Gerð er sú krafa að þó fyrir hendi sé heimild til handa stjórnvaldi að synja um aðgang að gögnum skuli stjórnvaldið taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er. f) Undantekningarákvæði um vinnuskjöl eru umorðuð til þess að endurspegla vinnulag hjá stjórnvöldum. Samkvæmt núgildandi lögum hættir skjal að vera vinnuskjal um leið og það fer frá einu stjórnvaldi til annars, t.d. ef það er sent í tölvupósti milli ráðuneyta. Ekki er þannig tekið tillit til þess að ólík stjórnvöld vinna í vaxandi mæli sameiginlega að málum í formi alls kyns vinnuhópa og þverfaglegra teyma. g) Almenningi er tryggður skýlaus réttur til upplýsinga um föst launakjör ríkisstarfsmanna. Frjáls aðgangur meginreglaÞau ákvæði frumvarpsins sem takmarka rétt til óhefts aðgangs að gögnum eru að miklu leyti óbreytt frá gildandi lögum. Staðreyndin er sú að öll ríki sem tryggja upplýsingarétt gera líka ráð fyrir að hann geti sætt takmörkunum. Taka þarf tillit til upplýsinga um einkamálefni einstaklinga, sem njóta stjórnarskrárverndar, eins og t.d. viðkvæmar heilsufarsupplýsingar. Eins þarf að vera unnt að undanþiggja upplýsingar vegna trausts í samskiptum ríkja, svo fátt eitt sé nefnt. Aðalatriðið er að frjáls aðgangur sé meginreglan og rökstyðja þurfi sérstaklega beitingu undantekningarheimilda. Fram fari hagsmunamat þar sem aðgangi er ekki synjað nema ótvírætt sé að hagsmunir sem stríða gegn aðgangi almennings vegi þyngra. Frumvarpið leggur ekki til neina breytingu á fyrirkomulagi úrskurðarnefnar um upplýsingamál enda nýtur nefndin virðingar fyrir sjálfstæði sitt og má kalla hana brjóstvörn upplýsingaréttar almennings. Því til viðbótar munu dómstólar hér eftir sem hingað til geta dæmt um aðgang að upplýsingum. Stormur í vatnsglasi – 110 ár í stað 80Í vikunni var talsvert fjallað um ákvæði frumvarpsins sem heimilar þjóðskjalaverði að synja um aðgang að gögnum í 110 ár, einkum með tilliti til einstaklinga, sem enn eru á lífi. Þarna geta fallið undir viðkvæmar heilsufarsupplýsingar en samkvæmt núgildandi lögum er þetta heimilt í 80 ár, sem er órökrétt því sumir lifa blessunarlegalengur en svo. Þessi tillaga á rætur að rekja til nefndar sem vann að endurskoðun laga um þjóðskjalasafn undir formennsku Páls Hreinssonar hæstaréttardómara. Að danskri fyrirmynd er lagt til að auk einkalífshagsmuna megi þegar sérstaklega stendur á byggja synjun um aðgang á gögnum sem eru yngri en 110 ár á almannahagsmunum. Þjóðskjalavörður yrði ekki einráður í þessum efnum enda yrði möguleg synjun hans kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál auk þess sem hægt væri að bera hana undir dómstóla. Þar með ætti að vera tryggt að ekki kæmi til 110 ára nema í algerum undantekningartilvikum. Hér er því um algeran storm í vatnsglasi að ræða, en ef nota á þessa einu breytingu til að gera annars gott framfaramál tortryggilegt með villandi málflutningi, þá er það mér algerlega að meinalausu að falla fá breytingunni og færa ákvæðið til fyrra horfs.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar