Villandi umræða um upplýsingalög Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 23. apríl 2011 06:00 Þegar ný ríkisstjórn tók við völdum 1. febrúar 2009 einsetti hún sér að auka aðgengi almennings að upplýsingum í stjórnsýslunni. Gagnsæ vinnubrögð eru enda besta leiðin til að endurreisa það traust til stjórnvalda sem hrundi ásamt bönkunum. Sjálf beitti ég mér fyrir því að svigrúm gildandi upplýsingalaga yrði nýtt til hins ítrasta, t.d. veitti forsætisráðuneytið fjölmiðlum aðgang að gögnum um einkavæðingu bankanna, sem þráfaldlega hafði verið synjað um aðgang að í tíð fyrri ríkisstjórna. Jafnramt fól ég nefnd sérfræðinga að endurskoða upplýsingalögin með það fyrir augum að auka upplýsingarétt almennings. Sérfræðinganefndin, undir forystu Trausta Fannars Valssonar fór yfir reynsluna af núgildandi upplýsingalögum, átti samráð við fjölda hagsmunaaðila, kynnti sér löggjöf í nágrannaríkjum og lagði fram frumvarpsdrög að nýjum upplýsingalögum haustið 2010. Barst fjöldi athugasemda sem tekið var tillit til áður en frumvarpið var afgreitt í ríkisstjórn. Ríkisfyrirtæki upplýsingaskyldHelstu nýjungar í frumvarpinu eru þessar: a) Gildissvið laganna er víkkað út þannig að þau ná til fyrirtækja sem eru í eigu hins opinbera að 75% hluta eða meira. Verði frumvarpið að lögum munu orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur því þurfa að veita almenningi aðgang að gögnum í sínum fórum. b) Kröfur um framsetningu upplýsingabeiðna eru einfaldaðar með það að markmiði að auðvelda almenningi að óska upplýsinga. c) Gert er ráð fyrir því að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í rannsóknarskyni með ákveðnum skilmálum enda þótt gögnin séu undanþegin upplýsingarétti. Bylting í rafrænu aðgengid) Forsætisráðherra er falið með reglugerð að mæla fyrir um birtingu ganga og upplýsinga stjórnvalda á vefsíðum þeirra. Þar með er lagður grunnur að því að stjórnvöld birti málaskrár sínar á vefsíðum sínum sem mun valda byltingu í aðgengi að upplýsingum. e) Gerð er sú krafa að þó fyrir hendi sé heimild til handa stjórnvaldi að synja um aðgang að gögnum skuli stjórnvaldið taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er. f) Undantekningarákvæði um vinnuskjöl eru umorðuð til þess að endurspegla vinnulag hjá stjórnvöldum. Samkvæmt núgildandi lögum hættir skjal að vera vinnuskjal um leið og það fer frá einu stjórnvaldi til annars, t.d. ef það er sent í tölvupósti milli ráðuneyta. Ekki er þannig tekið tillit til þess að ólík stjórnvöld vinna í vaxandi mæli sameiginlega að málum í formi alls kyns vinnuhópa og þverfaglegra teyma. g) Almenningi er tryggður skýlaus réttur til upplýsinga um föst launakjör ríkisstarfsmanna. Frjáls aðgangur meginreglaÞau ákvæði frumvarpsins sem takmarka rétt til óhefts aðgangs að gögnum eru að miklu leyti óbreytt frá gildandi lögum. Staðreyndin er sú að öll ríki sem tryggja upplýsingarétt gera líka ráð fyrir að hann geti sætt takmörkunum. Taka þarf tillit til upplýsinga um einkamálefni einstaklinga, sem njóta stjórnarskrárverndar, eins og t.d. viðkvæmar heilsufarsupplýsingar. Eins þarf að vera unnt að undanþiggja upplýsingar vegna trausts í samskiptum ríkja, svo fátt eitt sé nefnt. Aðalatriðið er að frjáls aðgangur sé meginreglan og rökstyðja þurfi sérstaklega beitingu undantekningarheimilda. Fram fari hagsmunamat þar sem aðgangi er ekki synjað nema ótvírætt sé að hagsmunir sem stríða gegn aðgangi almennings vegi þyngra. Frumvarpið leggur ekki til neina breytingu á fyrirkomulagi úrskurðarnefnar um upplýsingamál enda nýtur nefndin virðingar fyrir sjálfstæði sitt og má kalla hana brjóstvörn upplýsingaréttar almennings. Því til viðbótar munu dómstólar hér eftir sem hingað til geta dæmt um aðgang að upplýsingum. Stormur í vatnsglasi – 110 ár í stað 80Í vikunni var talsvert fjallað um ákvæði frumvarpsins sem heimilar þjóðskjalaverði að synja um aðgang að gögnum í 110 ár, einkum með tilliti til einstaklinga, sem enn eru á lífi. Þarna geta fallið undir viðkvæmar heilsufarsupplýsingar en samkvæmt núgildandi lögum er þetta heimilt í 80 ár, sem er órökrétt því sumir lifa blessunarlegalengur en svo. Þessi tillaga á rætur að rekja til nefndar sem vann að endurskoðun laga um þjóðskjalasafn undir formennsku Páls Hreinssonar hæstaréttardómara. Að danskri fyrirmynd er lagt til að auk einkalífshagsmuna megi þegar sérstaklega stendur á byggja synjun um aðgang á gögnum sem eru yngri en 110 ár á almannahagsmunum. Þjóðskjalavörður yrði ekki einráður í þessum efnum enda yrði möguleg synjun hans kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál auk þess sem hægt væri að bera hana undir dómstóla. Þar með ætti að vera tryggt að ekki kæmi til 110 ára nema í algerum undantekningartilvikum. Hér er því um algeran storm í vatnsglasi að ræða, en ef nota á þessa einu breytingu til að gera annars gott framfaramál tortryggilegt með villandi málflutningi, þá er það mér algerlega að meinalausu að falla fá breytingunni og færa ákvæðið til fyrra horfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þegar ný ríkisstjórn tók við völdum 1. febrúar 2009 einsetti hún sér að auka aðgengi almennings að upplýsingum í stjórnsýslunni. Gagnsæ vinnubrögð eru enda besta leiðin til að endurreisa það traust til stjórnvalda sem hrundi ásamt bönkunum. Sjálf beitti ég mér fyrir því að svigrúm gildandi upplýsingalaga yrði nýtt til hins ítrasta, t.d. veitti forsætisráðuneytið fjölmiðlum aðgang að gögnum um einkavæðingu bankanna, sem þráfaldlega hafði verið synjað um aðgang að í tíð fyrri ríkisstjórna. Jafnramt fól ég nefnd sérfræðinga að endurskoða upplýsingalögin með það fyrir augum að auka upplýsingarétt almennings. Sérfræðinganefndin, undir forystu Trausta Fannars Valssonar fór yfir reynsluna af núgildandi upplýsingalögum, átti samráð við fjölda hagsmunaaðila, kynnti sér löggjöf í nágrannaríkjum og lagði fram frumvarpsdrög að nýjum upplýsingalögum haustið 2010. Barst fjöldi athugasemda sem tekið var tillit til áður en frumvarpið var afgreitt í ríkisstjórn. Ríkisfyrirtæki upplýsingaskyldHelstu nýjungar í frumvarpinu eru þessar: a) Gildissvið laganna er víkkað út þannig að þau ná til fyrirtækja sem eru í eigu hins opinbera að 75% hluta eða meira. Verði frumvarpið að lögum munu orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur því þurfa að veita almenningi aðgang að gögnum í sínum fórum. b) Kröfur um framsetningu upplýsingabeiðna eru einfaldaðar með það að markmiði að auðvelda almenningi að óska upplýsinga. c) Gert er ráð fyrir því að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í rannsóknarskyni með ákveðnum skilmálum enda þótt gögnin séu undanþegin upplýsingarétti. Bylting í rafrænu aðgengid) Forsætisráðherra er falið með reglugerð að mæla fyrir um birtingu ganga og upplýsinga stjórnvalda á vefsíðum þeirra. Þar með er lagður grunnur að því að stjórnvöld birti málaskrár sínar á vefsíðum sínum sem mun valda byltingu í aðgengi að upplýsingum. e) Gerð er sú krafa að þó fyrir hendi sé heimild til handa stjórnvaldi að synja um aðgang að gögnum skuli stjórnvaldið taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er. f) Undantekningarákvæði um vinnuskjöl eru umorðuð til þess að endurspegla vinnulag hjá stjórnvöldum. Samkvæmt núgildandi lögum hættir skjal að vera vinnuskjal um leið og það fer frá einu stjórnvaldi til annars, t.d. ef það er sent í tölvupósti milli ráðuneyta. Ekki er þannig tekið tillit til þess að ólík stjórnvöld vinna í vaxandi mæli sameiginlega að málum í formi alls kyns vinnuhópa og þverfaglegra teyma. g) Almenningi er tryggður skýlaus réttur til upplýsinga um föst launakjör ríkisstarfsmanna. Frjáls aðgangur meginreglaÞau ákvæði frumvarpsins sem takmarka rétt til óhefts aðgangs að gögnum eru að miklu leyti óbreytt frá gildandi lögum. Staðreyndin er sú að öll ríki sem tryggja upplýsingarétt gera líka ráð fyrir að hann geti sætt takmörkunum. Taka þarf tillit til upplýsinga um einkamálefni einstaklinga, sem njóta stjórnarskrárverndar, eins og t.d. viðkvæmar heilsufarsupplýsingar. Eins þarf að vera unnt að undanþiggja upplýsingar vegna trausts í samskiptum ríkja, svo fátt eitt sé nefnt. Aðalatriðið er að frjáls aðgangur sé meginreglan og rökstyðja þurfi sérstaklega beitingu undantekningarheimilda. Fram fari hagsmunamat þar sem aðgangi er ekki synjað nema ótvírætt sé að hagsmunir sem stríða gegn aðgangi almennings vegi þyngra. Frumvarpið leggur ekki til neina breytingu á fyrirkomulagi úrskurðarnefnar um upplýsingamál enda nýtur nefndin virðingar fyrir sjálfstæði sitt og má kalla hana brjóstvörn upplýsingaréttar almennings. Því til viðbótar munu dómstólar hér eftir sem hingað til geta dæmt um aðgang að upplýsingum. Stormur í vatnsglasi – 110 ár í stað 80Í vikunni var talsvert fjallað um ákvæði frumvarpsins sem heimilar þjóðskjalaverði að synja um aðgang að gögnum í 110 ár, einkum með tilliti til einstaklinga, sem enn eru á lífi. Þarna geta fallið undir viðkvæmar heilsufarsupplýsingar en samkvæmt núgildandi lögum er þetta heimilt í 80 ár, sem er órökrétt því sumir lifa blessunarlegalengur en svo. Þessi tillaga á rætur að rekja til nefndar sem vann að endurskoðun laga um þjóðskjalasafn undir formennsku Páls Hreinssonar hæstaréttardómara. Að danskri fyrirmynd er lagt til að auk einkalífshagsmuna megi þegar sérstaklega stendur á byggja synjun um aðgang á gögnum sem eru yngri en 110 ár á almannahagsmunum. Þjóðskjalavörður yrði ekki einráður í þessum efnum enda yrði möguleg synjun hans kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál auk þess sem hægt væri að bera hana undir dómstóla. Þar með ætti að vera tryggt að ekki kæmi til 110 ára nema í algerum undantekningartilvikum. Hér er því um algeran storm í vatnsglasi að ræða, en ef nota á þessa einu breytingu til að gera annars gott framfaramál tortryggilegt með villandi málflutningi, þá er það mér algerlega að meinalausu að falla fá breytingunni og færa ákvæðið til fyrra horfs.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun