Hlutverk RÚV og ESB-málið 17. maí 2011 09:30 Í lok júní hefjast hinar eiginlegu aðildarviðræður Íslands og ESB. Þá er lokið svokallaðri rýnivinnu, en í henni felst að löggjöf Íslands og ESB er borin saman á öllum sviðum. Því má segja að þá hefjist í raun nýr kafli í þessu ferli, sem hófst með umsókn Íslands að ESB í júlí árið 2009. Mikilvægi upplýsingar og opinnar umræðu um ESB má ekki vanmeta. Ísland er upplýsingasamfélag og fjölmiðlaumhverfið hefur breyst mjög mikið á undanförnum tveimur áratugum. Með almennri notkun á internetinu og þeim upplýsingum sem þar finnast, verður myndin enn margbreytilegri. Sá fjölmiðill sem hinsvegar hefur það hlutverk samkvæmt lögum að vera ,,fjölmiðill í þágu almennings“ (enska: public service), er Ríkisútvarpið. Í öðrum kafla laganna um RÚV eru 13 greinar og fjalla þær um hlutverk þess og skyldur: Þar segir meðal annars í greinum fjögur og fimm: ,,Að veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag. Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.“ Nú er hægt að slá því föstu að ESB-málið er mál sem snertir ,,málefni lands og þjóðar sérstaklega“ og ásamt EES-samningnum árið 1995 og aðild Íslands að NATO árið 1949, er þetta eitt mikilvægasta málið sem er á ,,dagskrá“ hjá þjóðinni. Vald fjölmiðla til að setja mál á dagskrá er óumdeilt. Almenningur talar um þau mál sem komast í fjölmiðla og eru þar til umfjöllunar. Þessvegna er hlutverk RÚV í ESB-málinu gríðarlega mikilvægt. Að upplýsa almenning um kosti og galla aðildar, framleiða efni um ESB og þess háttar hlýtur því að falla undir hlutverk RÚV sem almannafjölmiðils, fjölmiðils fyrir alla íslensku þjóðina. Það er okkar von, sem ritum þessa grein að RÚV rækti skyldur sínar við landsmenn í þessu mikilvæga máli og geri það á þann hátt að almenningur geti myndað sér skoðun út frá bestu mögulegu forsendum. Opin, málefnaleg og hreinskilin umræða hlýtur að teljast vera eitt af helstu einkennum lýðræðisins. ESB-málið verður svo að lokum lagt í dóm þjóðarinnar, þegar aðildarsamningur er tilbúinn. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem þá liggja fyrir mun íslenska þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu segja annaðhvort JÁ eða NEI. ESB-málið er mikil áskorun fyrir RÚV, hvort stofnunin nái að rækja skyldur sínar samkvæmt þeim lögum sem um hana gilda. Hvetjum við forsvarsmenn RÚV til þess að sjá til þess að svo verði, íslensku lýðræði til framdráttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Andrés Pétursson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í lok júní hefjast hinar eiginlegu aðildarviðræður Íslands og ESB. Þá er lokið svokallaðri rýnivinnu, en í henni felst að löggjöf Íslands og ESB er borin saman á öllum sviðum. Því má segja að þá hefjist í raun nýr kafli í þessu ferli, sem hófst með umsókn Íslands að ESB í júlí árið 2009. Mikilvægi upplýsingar og opinnar umræðu um ESB má ekki vanmeta. Ísland er upplýsingasamfélag og fjölmiðlaumhverfið hefur breyst mjög mikið á undanförnum tveimur áratugum. Með almennri notkun á internetinu og þeim upplýsingum sem þar finnast, verður myndin enn margbreytilegri. Sá fjölmiðill sem hinsvegar hefur það hlutverk samkvæmt lögum að vera ,,fjölmiðill í þágu almennings“ (enska: public service), er Ríkisútvarpið. Í öðrum kafla laganna um RÚV eru 13 greinar og fjalla þær um hlutverk þess og skyldur: Þar segir meðal annars í greinum fjögur og fimm: ,,Að veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag. Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.“ Nú er hægt að slá því föstu að ESB-málið er mál sem snertir ,,málefni lands og þjóðar sérstaklega“ og ásamt EES-samningnum árið 1995 og aðild Íslands að NATO árið 1949, er þetta eitt mikilvægasta málið sem er á ,,dagskrá“ hjá þjóðinni. Vald fjölmiðla til að setja mál á dagskrá er óumdeilt. Almenningur talar um þau mál sem komast í fjölmiðla og eru þar til umfjöllunar. Þessvegna er hlutverk RÚV í ESB-málinu gríðarlega mikilvægt. Að upplýsa almenning um kosti og galla aðildar, framleiða efni um ESB og þess háttar hlýtur því að falla undir hlutverk RÚV sem almannafjölmiðils, fjölmiðils fyrir alla íslensku þjóðina. Það er okkar von, sem ritum þessa grein að RÚV rækti skyldur sínar við landsmenn í þessu mikilvæga máli og geri það á þann hátt að almenningur geti myndað sér skoðun út frá bestu mögulegu forsendum. Opin, málefnaleg og hreinskilin umræða hlýtur að teljast vera eitt af helstu einkennum lýðræðisins. ESB-málið verður svo að lokum lagt í dóm þjóðarinnar, þegar aðildarsamningur er tilbúinn. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem þá liggja fyrir mun íslenska þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu segja annaðhvort JÁ eða NEI. ESB-málið er mikil áskorun fyrir RÚV, hvort stofnunin nái að rækja skyldur sínar samkvæmt þeim lögum sem um hana gilda. Hvetjum við forsvarsmenn RÚV til þess að sjá til þess að svo verði, íslensku lýðræði til framdráttar.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun