
Frelsi fylgir ábyrgð – II
Skráningarskylda fjölmiðlaSá misskilningur hefur komið upp að nýju fjölmiðlalögin geri bloggsíður og almennar vefsíður skráningarskyldar. Hið rétta er að aðeins þær vefsíður teljast til fjölmiðla sem hafa sérstaka ritstjórn skv. skilgreiningu laganna og afar umfangsmiklum skýringum í greinargerð. Þær byggjast að nokkru leyti á skilgreiningum og túlkunum á tilskipun ESB sem innleidd er í fjölmiðlalögunum.
Skilgreiningar á ritstjórn ná einnig til prentmiðla og fjölmiðla á netinu. Gert er ráð fyrir að hugtakið ritstjórn sé túlkað þröngt því starfsemi einstaklings sem rekur vefsíðu getur aðeins í undantekningartilvikum talist fjölmiðill miðað við þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi, t.d. hvort viðkomandi hafi það að atvinnu að miðla og bera ábyrgð á ritstjórnarlegri skipan efnis og hvort megintilgangur viðkomandi fyrirtækis eða einstaklings sé að miðla fjölmiðlaefni. Af þessu leiðir að mikill meirihluti alls þess efnis sem miðlað er á vefnum fellur ekki undir hugtakið fjölmiðil. Þó verður að líta svo á að með breyttri fjölmiðlanotkun almennings verði að fella vefsíður, sem sannarlega geta talist fjölmiðlar, undir hugtakið þannig að þeir hljóti sömu réttindi og hafi sömu skyldur og prent- og ljósvakamiðlar.
Fjölmiðlanefnd og hlutverk hennarFyrir bankahrunið var sú skoðun almenn að fjármálafyrirtæki væru ekki frábrugðin öðrum fyrirtækjum og því væri sérstakt eftirlit með starfsemi þeirra ónauðsynlegt, jafnvel óæskilegt. Þessi afstaða er nú á undanhaldi enda flestum ljóst að fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í gangverki efnahagslífs hvers samfélags. Með sama hætti gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræðisríkjum eins og hér hefur verið lýst. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er m.a. vikið að stöðu fjölmiðla og umfjöllun þeirra um fjármálamarkaðinn árin fyrir hrunið. Þar er mælt með að komið verði á „faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni“.
Samkvæmt fjölmiðlalögum er fjölmiðlanefnd ætlað að sjá um þetta eftirlit auk þess að framfylgja markmiðum laganna, þ.á m. um gagnsæi eignarhalds og að fjölmiðlar fari að lögum, t.d. um efni sem getur verið skaðlegt börnum eða um aðgreiningu auglýsinga og ritstjórnarefnis.
Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og er því ekki hægt að kæra ákvarðanir hennar til ráðherra. Þetta fyrirkomulag er haft til að tryggja sjálfstæði hennar gagnvart framkvæmdavaldinu. Hér er því engin breyting frá því fyrirkomulagi sem verið hefur með útvarpsréttarnefnd, sem hefur eftirlitshlutverki að gegna gagnvart ljósvakamiðlum. Ákvörðunum hennar hefur ekki verið hægt að áfrýja til annars stjórnvalds. Breytingin felst hins vegar í því að fjölmiðlanefndin er fjölmennari auk þess sem hún mun hafa starfsfólk og er því fyrirkomulagi m.a. ætlað að auka sjálfstæði nefndarinnar. Útvarpsréttarnefndin heyrði beint undir ráðherra og öll stjórnsýsla hennar hefur farið fram í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þó að ekki sé hægt að skjóta úrskurðum fjölmiðlanefndar til annars stjórnvalds er ávallt hægt að fara með þá fyrir dómstóla. Nefndin verður skipuð fimm fulltrúum, tveimur tilnefndum af Hæstarétti, einum tilnefndum af Blaðamannafélagi Íslands, einum tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins og einum tilnefndum af mennta- og menningarmálaráðherra. Er þetta fyrirkomulag viðhaft til að tryggja sjálfstæði fjölmiðlanefndar með sem bestum hætti gagnvart pólitískum áhrifum.
Ég vek sérstaka athygli á því að mörg ákvæði í frumvarpinu eru beinlínis sett í þeim tilgangi að tryggja virkt tjáningarfrelsi og þar með opna umræðu og skoðanaskipti. Hafa verður í huga að flest þessara ákvæða hafa verið í lögum um árabil, án þess að þeim hafi verið framfylgt á virkan hátt. Er það æskilegt? Andstætt því sem margir virðast halda sýnir reynsla annarra ríkja að virkt eftirlit með starfsemi fjölmiðla tryggir betur tjáningarfrelsi og er til þess fallið að auka traust almennings á fjölmiðlum.
Skoðun

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar