Clinton, Ísland og norðurslóðir Össur Skarphéðinsson skrifar 20. maí 2011 07:00 Sameiginlegir hagsmunir Íslands og Bandaríkjanna um norðurslóðir eru miklir. Þeir varða jafnt siglingar yfir heimskautið í kjölfar bráðnunar sem og aðgerðir til að tryggja öryggi sæfarenda og þeirra sem munu vinna við nýtingu auðlinda undir hafsbotni á norðurslóðum. Báðum þjóðum er mikilvægt að nýta friðsamlegar leiðir til að greiða úr deilum sem kunna að spretta upp um landamörk á hafsbotni og þar með eignarhald á auðlindum. Íslandi og Bandaríkjunum er svo vitaskuld báðum annt um að efla rannsóknir og eftirlit með viðkvæmu vistkerfi norðursins. Á öllum þessum sviðum náðust mikilvægir áfangar á afar jákvæðum og vinsamlegum fundi mínum og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington á miðvikudag. Í fyrsta lagi sammæltumst við um að hefja þegar í stað vinnu við viljayfirlýsingu um samstarf á vettvangi norðurslóða, ekki síst akademískra rannsókna. Í öðru lagi lýsti Clinton utanríkisráðherra fullum vilja til að vinna að alþjóðlegum samningu um varnir gegn olíuslysum á norðurhöfum. Í þriðja lagi var mikilvægt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna undirstrikaði eindreginn vilja Bandaríkjanna til nota Hafréttarsáttmálann til að setja niður deilur sem upp kunna að koma um landamæri á norðurslóðum. Það eyðir öllu lagalegu tómarúmi ef deilur spretta og dregur þar með úr líkum á spennu í norðurhöfum. Í fjórða lagi var mjög mikilvægt að stefna Íslands um að koma upp alþjóðlegri miðstöð björgunar og leitar á Íslandi, til að tryggja öryggi á því víðfeðma svæði sem Ísland mun bera ábyrgð á þegar nýting norðuslóða eykst, á hljómgrunn hjá Bandaríkjunum. Þó engar skuldbindingar hafi verið gefnar af hálfu Hillary Clinton á frumstigi viðræðna er ljóst að við eigum í henni hauk í horni. Samvinna á norðurslóðum er því að verða nýr burðarás í samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í kjölfar fundar utanríkisráðherra þjóðanna tveggja nú í vikunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sameiginlegir hagsmunir Íslands og Bandaríkjanna um norðurslóðir eru miklir. Þeir varða jafnt siglingar yfir heimskautið í kjölfar bráðnunar sem og aðgerðir til að tryggja öryggi sæfarenda og þeirra sem munu vinna við nýtingu auðlinda undir hafsbotni á norðurslóðum. Báðum þjóðum er mikilvægt að nýta friðsamlegar leiðir til að greiða úr deilum sem kunna að spretta upp um landamörk á hafsbotni og þar með eignarhald á auðlindum. Íslandi og Bandaríkjunum er svo vitaskuld báðum annt um að efla rannsóknir og eftirlit með viðkvæmu vistkerfi norðursins. Á öllum þessum sviðum náðust mikilvægir áfangar á afar jákvæðum og vinsamlegum fundi mínum og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington á miðvikudag. Í fyrsta lagi sammæltumst við um að hefja þegar í stað vinnu við viljayfirlýsingu um samstarf á vettvangi norðurslóða, ekki síst akademískra rannsókna. Í öðru lagi lýsti Clinton utanríkisráðherra fullum vilja til að vinna að alþjóðlegum samningu um varnir gegn olíuslysum á norðurhöfum. Í þriðja lagi var mikilvægt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna undirstrikaði eindreginn vilja Bandaríkjanna til nota Hafréttarsáttmálann til að setja niður deilur sem upp kunna að koma um landamæri á norðurslóðum. Það eyðir öllu lagalegu tómarúmi ef deilur spretta og dregur þar með úr líkum á spennu í norðurhöfum. Í fjórða lagi var mjög mikilvægt að stefna Íslands um að koma upp alþjóðlegri miðstöð björgunar og leitar á Íslandi, til að tryggja öryggi á því víðfeðma svæði sem Ísland mun bera ábyrgð á þegar nýting norðuslóða eykst, á hljómgrunn hjá Bandaríkjunum. Þó engar skuldbindingar hafi verið gefnar af hálfu Hillary Clinton á frumstigi viðræðna er ljóst að við eigum í henni hauk í horni. Samvinna á norðurslóðum er því að verða nýr burðarás í samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í kjölfar fundar utanríkisráðherra þjóðanna tveggja nú í vikunni.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun