Þar sem ábyrgðin liggur Hildur Sverrisdóttir skrifar 6. ágúst 2011 06:00 Tilkynnt hefur verið um óvenju margar nauðganir eftir síðustu verslunarmannahelgi. Það er viðbúið að þegar viðbjóðslegir glæpir eiga sér stað verði fólki umhugað um hvernig megi koma í veg fyrir þá. Umræðan síðustu daga hefur því einkennst af vangaveltum um hvort gæsla og aðbúnaður á útihátíðum sé nægileg og hvort þjónusta við þolendur sé góð. Það er skiljanlegt og sjálfsagt að velta við öllum steinum í svo mikilvægri umræðu til að reyna að gera betur. Hins vegar er hættulegt að ætla að leggja of mikið traust og ábyrgð á utanaðkomandi aðstæður, þegar staðreyndin er sú að það eru gerendur hverju sinni sem eru þeir einu sem bera ábyrgð á því ofbeldi sem þeir beita. Það er því hættulegt að ætla að treysta á reglusetningu með einhverjum fyrirfram ákveðnum viðmiðum um hvað sé nægilegur aðbúnaður. Slíkar reglusetningar leysa aldrei grunnvandann og varpa í raun ábyrgðinni frá ofbeldismanninum. Það er synd að í umræðunni undanfarna daga hefur farið of mikil orka í að benda á alla aðra en ofbeldismennina. Það gerir málaflokknum engan greiða að umræðan endi í skotgröfum um tæknileg atriði. Það er ekki hægt að ákveða í fundarherbergjum stjórnsýslunnar með hvaða hætti gæsla er nægileg til að ekkert kynferðisbrot eigi sér stað. Hver er fullkominn fjöldi gæslumanna? 42? Það er ekki lausnin að flóðlýsa Dalinn og girða af skúmaskot. Það er ekki heldur lausnin að gleyma sér í orðræðu um hver veitir nauðsynlega aðstoð fyrir þolendur kynferðisbrota, þar sem það sem skiptir mestu er að það sé gert. Viðbjóðslegir glæpir hafa áhrif á okkur og það er mannlegt að vilja finna hinn gullna ramma sem kemur í veg fyrir þá. En það er vert að minna á að heimurinn horfir með aðdáun til Noregs um hvernig þeir vinna úr sínum harmleik, og það er með meiri upplýsingu, opinni umræðu, virðingu og kærleika. Í stóra samhenginu er gæslan og sálgæslan í Eyjum góð, Stígamót eru góð, Neyðarmóttaka nauðgana er góð, forvarnahópar eru góðir og útihátíðir eru góðar. Hins vegar eru það ömurlegir ofbeldismenn sem eru ekki góðir. Til að sporna við nauðgunum þurfum við að muna það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um óvenju margar nauðganir eftir síðustu verslunarmannahelgi. Það er viðbúið að þegar viðbjóðslegir glæpir eiga sér stað verði fólki umhugað um hvernig megi koma í veg fyrir þá. Umræðan síðustu daga hefur því einkennst af vangaveltum um hvort gæsla og aðbúnaður á útihátíðum sé nægileg og hvort þjónusta við þolendur sé góð. Það er skiljanlegt og sjálfsagt að velta við öllum steinum í svo mikilvægri umræðu til að reyna að gera betur. Hins vegar er hættulegt að ætla að leggja of mikið traust og ábyrgð á utanaðkomandi aðstæður, þegar staðreyndin er sú að það eru gerendur hverju sinni sem eru þeir einu sem bera ábyrgð á því ofbeldi sem þeir beita. Það er því hættulegt að ætla að treysta á reglusetningu með einhverjum fyrirfram ákveðnum viðmiðum um hvað sé nægilegur aðbúnaður. Slíkar reglusetningar leysa aldrei grunnvandann og varpa í raun ábyrgðinni frá ofbeldismanninum. Það er synd að í umræðunni undanfarna daga hefur farið of mikil orka í að benda á alla aðra en ofbeldismennina. Það gerir málaflokknum engan greiða að umræðan endi í skotgröfum um tæknileg atriði. Það er ekki hægt að ákveða í fundarherbergjum stjórnsýslunnar með hvaða hætti gæsla er nægileg til að ekkert kynferðisbrot eigi sér stað. Hver er fullkominn fjöldi gæslumanna? 42? Það er ekki lausnin að flóðlýsa Dalinn og girða af skúmaskot. Það er ekki heldur lausnin að gleyma sér í orðræðu um hver veitir nauðsynlega aðstoð fyrir þolendur kynferðisbrota, þar sem það sem skiptir mestu er að það sé gert. Viðbjóðslegir glæpir hafa áhrif á okkur og það er mannlegt að vilja finna hinn gullna ramma sem kemur í veg fyrir þá. En það er vert að minna á að heimurinn horfir með aðdáun til Noregs um hvernig þeir vinna úr sínum harmleik, og það er með meiri upplýsingu, opinni umræðu, virðingu og kærleika. Í stóra samhenginu er gæslan og sálgæslan í Eyjum góð, Stígamót eru góð, Neyðarmóttaka nauðgana er góð, forvarnahópar eru góðir og útihátíðir eru góðar. Hins vegar eru það ömurlegir ofbeldismenn sem eru ekki góðir. Til að sporna við nauðgunum þurfum við að muna það.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun