Vanhugsaður útflutningsskattur 15. ágúst 2011 06:00 Lilja Mósesdóttir alþingismaður hefur lagt til að lagður verði 10 prósenta skattur á allar útflutningstekjur sökum veikrar stöðu íslensku krónunnar undanfarin misseri. Telur Lilja eðlilegt að ætla að krónan muni styrkjast um 10 prósent þegar fram í sækir og því séu útflutningsfyrirtæki að fá 10 prósenta „meðgjöf“ við núverandi gengi. Áætlar Lilja að þessi skattur muni skila ríkissjóði árlega 80 milljörðum króna. Það sem Lilja gleymir hins vegar er að allar útflutningsgreinar hafa einnig umtalsverð útgjöld í erlendri mynt. Útflutningsfyrirtæki flytja inn ýmiss konar aðföng, fjárfesta í vélum og búnaði, auk þess sem ýmsir innlendir útgjaldaliðir eru ýmist greiddir í eða tengdir erlendri mynt. Þetta á jafnt við um allar útflutningsgreinar, hvort sem horft er til stóriðju, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Þá er kostnaðarverð vara hér á landi mjög háð gengi og hefur því hækkað verulega með fallandi gengi. Síðast en ekki síst fjármagna flest útflutningsfyrirtæki sig í erlendri mynt eftir föngum til að draga úr rekstraráhættu. Hreinar gjaldeyristekjur útflutningsgreina eru því allt aðrar og lægri en sem nemur útflutningsverðmæti þeirrar vöru eða þjónustu sem þau selja úr landi. Lilja heldur því fram að útflutningsskattur raski ekki rekstrargrundvelli útflutningsfyrirtækja né samkeppnishæfni þeirra. Sú fullyrðing stenst enga skoðun. Ef litið er til áliðnaðar námu útflutningstekjur iðnaðarins 225 milljörðum á síðasta ári. Árleg skattbyrði samkvæmt hugmyndum Lilju yrði því liðlega 22 milljarðar. Hreinar gjaldeyristekjur áliðnaðar, námu hins vegar 100 milljörðum króna á síðasta ári. Þar af greiddi iðnaðurinn um 80 milljarða króna í innlendan rekstrarkostnað þ.m.t. til raforkukaupa. Þá er ótalinn fjármagnskostnaður og afskriftir. Útflutningsskattur Lilju myndi því þurrka út rekstrarhagnað greinarinnar og gott betur. Svipað væri á komið með flestum öðrum útflutningsgreinum. 80 milljarða skattheimta á útflutningsgreinar myndi þó ekki aðeins kippa rekstrargrundvelli undan þorra þessara fyrirtækja. Slík skattheimta myndi koma í veg fyrir frekari fjárfestingu og vöxt í útflutningsgreinum, sem er það sem íslenska hagkerfið þarf einna helst á að halda nú. Frekari skattheimta er ekki lausnarorðið í fjárhagsvanda ríkissjóðs nú heldur verðum við að taka höndum saman og auka útflutning og örva þar með hagkerfið. Hugmyndir af þessu tagi stuðla ekki að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Sjá meira
Lilja Mósesdóttir alþingismaður hefur lagt til að lagður verði 10 prósenta skattur á allar útflutningstekjur sökum veikrar stöðu íslensku krónunnar undanfarin misseri. Telur Lilja eðlilegt að ætla að krónan muni styrkjast um 10 prósent þegar fram í sækir og því séu útflutningsfyrirtæki að fá 10 prósenta „meðgjöf“ við núverandi gengi. Áætlar Lilja að þessi skattur muni skila ríkissjóði árlega 80 milljörðum króna. Það sem Lilja gleymir hins vegar er að allar útflutningsgreinar hafa einnig umtalsverð útgjöld í erlendri mynt. Útflutningsfyrirtæki flytja inn ýmiss konar aðföng, fjárfesta í vélum og búnaði, auk þess sem ýmsir innlendir útgjaldaliðir eru ýmist greiddir í eða tengdir erlendri mynt. Þetta á jafnt við um allar útflutningsgreinar, hvort sem horft er til stóriðju, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Þá er kostnaðarverð vara hér á landi mjög háð gengi og hefur því hækkað verulega með fallandi gengi. Síðast en ekki síst fjármagna flest útflutningsfyrirtæki sig í erlendri mynt eftir föngum til að draga úr rekstraráhættu. Hreinar gjaldeyristekjur útflutningsgreina eru því allt aðrar og lægri en sem nemur útflutningsverðmæti þeirrar vöru eða þjónustu sem þau selja úr landi. Lilja heldur því fram að útflutningsskattur raski ekki rekstrargrundvelli útflutningsfyrirtækja né samkeppnishæfni þeirra. Sú fullyrðing stenst enga skoðun. Ef litið er til áliðnaðar námu útflutningstekjur iðnaðarins 225 milljörðum á síðasta ári. Árleg skattbyrði samkvæmt hugmyndum Lilju yrði því liðlega 22 milljarðar. Hreinar gjaldeyristekjur áliðnaðar, námu hins vegar 100 milljörðum króna á síðasta ári. Þar af greiddi iðnaðurinn um 80 milljarða króna í innlendan rekstrarkostnað þ.m.t. til raforkukaupa. Þá er ótalinn fjármagnskostnaður og afskriftir. Útflutningsskattur Lilju myndi því þurrka út rekstrarhagnað greinarinnar og gott betur. Svipað væri á komið með flestum öðrum útflutningsgreinum. 80 milljarða skattheimta á útflutningsgreinar myndi þó ekki aðeins kippa rekstrargrundvelli undan þorra þessara fyrirtækja. Slík skattheimta myndi koma í veg fyrir frekari fjárfestingu og vöxt í útflutningsgreinum, sem er það sem íslenska hagkerfið þarf einna helst á að halda nú. Frekari skattheimta er ekki lausnarorðið í fjárhagsvanda ríkissjóðs nú heldur verðum við að taka höndum saman og auka útflutning og örva þar með hagkerfið. Hugmyndir af þessu tagi stuðla ekki að því.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun