Höndla nefndir stórasannleik? Bolli Héðinsson skrifar 17. ágúst 2011 05:00 Þegar umræðum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin lauk á Alþingi í vor lá ljóst fyrir að sumarið yrði notað af LÍÚ til að hræra í ístöðulitlum þingmönnum til að fá þá til fylgis við sig. Af og til hafa síðan borist fréttir um neikvæð áhrif breyttrar fiskveiðistjórnunar á afkomu sjávarútvegsins og stöðu viðskiptabankanna en þær hafa oftar en ekki verið hreinar getsakir án haldbærrar röksemdafærslu. Skýrsla, unnin af nokkrum sérfræðingum, hefur síðan verið talin einhvers konar stóridómur um málið en er í reynd ekki annað en gagnleg samantekt unnin út frá takmörkuðum forsendum. Þannig er t.a.m. um fjárhagsleg áhrif á rekstur fyrirtækja, sem skýrslan metur. Hún byggir á gamalkunnri aðferðafræði þar sem ályktanir eru dregnar út frá meðaltölum. Reynslan hefur kennt okkur að það er afar varasöm leið til að byggja á framtíðarskipan mikilvægustu atvinnugreinar þjóðarinnar. Endurvakið VerðlagsráðVið þekkjum þessi „vísindi“ frá tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins, þegar sömu aðferð var beitt við ákvörðun fiskverðs. En það er sama leið og fylgjendur svokallaðrar samningaleiðar boða nú við ákvörðun veiðigjalds. Þá sátu meintir „hagsmunaaðilar“ á fundum og freistuðu þess að semja sín á milli um fiskverð, út frá meðaltalsafkomu sjávarútvegsins, sem á endanum var svo ákvarðað af oddamanni. Daginn eftir var svo gengi krónunnar fellt og sami leikurinn hófst að nýju þar sem tekist var á um það sem hét þá „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“. Fram að þessu hafa fáir tregað örlög Verðlagsráðs sjávarútvegsins en nú er gælt við að endurvekja það í breyttri mynd til að ákvarða auðlindagjald samkvæmt samningaleið. Samkvæmt samningaleið þurfa einstök fyrirtæki að greiða í auðlindagjald það sem „samist“ hefur um milli ríkisvaldsins og LÍÚ á grundvelli ámóta hæpinna vísinda og „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“ var ákvarðaður á tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins áður. Aftur á móti er útilokað að hin svokallaða tilboðsleið leggi nokkurn tíma of þungar byrðar á sjávarútvegsfyrirtækin í landinu þar sem hvert fyrirtæki gerir aðeins tilboð í kvóta sem það hefur fjárhagslega burði til að greiða. Hæfi einstakra útgerða til að standa í rekstri er mismunandi eins og fyrirtækin eru mörg og því væri það skref aftur á bak fyrir rekstur þeirra ef hverfa á aftur til fyrri tíma þegar rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna var ákvarðaður á grundvelli miðstýrðra ákvarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar umræðum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin lauk á Alþingi í vor lá ljóst fyrir að sumarið yrði notað af LÍÚ til að hræra í ístöðulitlum þingmönnum til að fá þá til fylgis við sig. Af og til hafa síðan borist fréttir um neikvæð áhrif breyttrar fiskveiðistjórnunar á afkomu sjávarútvegsins og stöðu viðskiptabankanna en þær hafa oftar en ekki verið hreinar getsakir án haldbærrar röksemdafærslu. Skýrsla, unnin af nokkrum sérfræðingum, hefur síðan verið talin einhvers konar stóridómur um málið en er í reynd ekki annað en gagnleg samantekt unnin út frá takmörkuðum forsendum. Þannig er t.a.m. um fjárhagsleg áhrif á rekstur fyrirtækja, sem skýrslan metur. Hún byggir á gamalkunnri aðferðafræði þar sem ályktanir eru dregnar út frá meðaltölum. Reynslan hefur kennt okkur að það er afar varasöm leið til að byggja á framtíðarskipan mikilvægustu atvinnugreinar þjóðarinnar. Endurvakið VerðlagsráðVið þekkjum þessi „vísindi“ frá tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins, þegar sömu aðferð var beitt við ákvörðun fiskverðs. En það er sama leið og fylgjendur svokallaðrar samningaleiðar boða nú við ákvörðun veiðigjalds. Þá sátu meintir „hagsmunaaðilar“ á fundum og freistuðu þess að semja sín á milli um fiskverð, út frá meðaltalsafkomu sjávarútvegsins, sem á endanum var svo ákvarðað af oddamanni. Daginn eftir var svo gengi krónunnar fellt og sami leikurinn hófst að nýju þar sem tekist var á um það sem hét þá „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“. Fram að þessu hafa fáir tregað örlög Verðlagsráðs sjávarútvegsins en nú er gælt við að endurvekja það í breyttri mynd til að ákvarða auðlindagjald samkvæmt samningaleið. Samkvæmt samningaleið þurfa einstök fyrirtæki að greiða í auðlindagjald það sem „samist“ hefur um milli ríkisvaldsins og LÍÚ á grundvelli ámóta hæpinna vísinda og „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“ var ákvarðaður á tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins áður. Aftur á móti er útilokað að hin svokallaða tilboðsleið leggi nokkurn tíma of þungar byrðar á sjávarútvegsfyrirtækin í landinu þar sem hvert fyrirtæki gerir aðeins tilboð í kvóta sem það hefur fjárhagslega burði til að greiða. Hæfi einstakra útgerða til að standa í rekstri er mismunandi eins og fyrirtækin eru mörg og því væri það skref aftur á bak fyrir rekstur þeirra ef hverfa á aftur til fyrri tíma þegar rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna var ákvarðaður á grundvelli miðstýrðra ákvarðana.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun