Gætu konur á Íslandi lagt mér lið? Auður Guðjónsdóttir skrifar 18. ágúst 2011 09:00 Á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í nóvember nk. verður tekin til lokaafgreiðslu tillaga um mænuskaða, sem lögð var fram af Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2010. Í stórum dráttum er efni tillögunnar að Norðurlandaráð setji á stofn starfshóp lækna og vísindamanna sem hafi það hlutverk að skoða norrænar og aðrar rannsóknir og meðferðir á mænuskaða og gera tillögur um úrbætur. Tillagan lætur ekki mikið yfir sér en hljóti hún samþykki og verði henni komið í framkvæmd mun verða lagður grunnur að hnitmiðaðri leit að lækningu á mænuskaða. Ástæða þess að Íslandsdeildin lagði tillöguna fram er sú að mjög erfiðlega gengur að þróa lækningameðferð við mænuskaða í samanburði við ýmis önnur vísindasvið. Um 1.000 einstaklingar hljóta árlega skaða á mænu vegna slysa á Norðurlöndum og er aðalmeðferð þess fólks endurhæfing til sjálfsbjargar í hjólastól. Mænuskaði er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Hann skilur eftir sig innri og ytri lömun s.s. á skrokki og útlimum, lungum, þvagblöðru, ristli og kynfærum með tilheyrandi lífstíðarvandamálum. Hjólastóllinn er minnsta málið. Hjálp til læknavísindanna er hjálp til alls mannkynsEins og ýmsum er kunnugt þá lenti ein dætra minna í bílslysi og lamaðist. Síðan þá hef ég fylgst afar vel með því hvað gert er á alþjóðlegu vísindasviði mænuskaðans. Þess vegna er það trú mín að sú grunnþekking sem þarf til að breyta meðferð á mænuskaða í átt til lækningar, gæti nú þegar verið til staðar. Mikið vannýtt hugvit og mikil vannýtt vísindaþekking er þarna úti. Vitið og þekkingin liggur um víða veröld og því þarf að safna saman á einn stað svo mögulegt verði að skoða heildarmyndina af þess til bæru fólki. Einmitt það, að skoða heildarmyndina og að velta fyrir sér hvort mögulegt sé að móta lækningastefnu fyrir mænuskaða sem byggir á þeirri þekkingu sem nú þegar er til staðar, er hugsað sem hlutverk norræna starfshópsins, komist hann á legg. Slík skoðun myndi ekki einungis leiða til framfara í meðferð við mænuskaða heldur einnig í öllu taugakerfinu. Undanfarin ár hefur Mænuskaðastofnun Íslands safnað upplýsingum um hvers konar tilraunameðferðir eru gerðar á fólki sem hlotið hefur mænuskaða, hvar og af hverjum. Þær upplýsingar munu verða lagðar fram gangi allt eftir. Samtakamáttur kvenna á ÍslandiEins og dæmin sanna hafa konur á Íslandi löngum nýtt samtakamátt sinn til góðra verka. Þess vegna leyfi ég mér nú að leita til ykkar konur og bið ykkur að fylgja mér í lokaleiðangur minn við að reyna að hreyfa við heiminum fyrir mænuskaðann. Ég er orðin vegamóð og þarfnast allrar hjálpar sem mögulegt er svo takast megi að gera veröldinni þann greiða sem hún þarf svo sárlega á að halda. Því bið ég ykkur að setja nöfn ykkar og kennitölur á undirskriftalista á heimasíðunni http://is.isci.is og hvetja aðrar konur 16 ára og eldri til hins sama. Samtakamáttinn á að nota til að vekja athygli norrænna fjölmiðla, almennings og ráðamanna á Norðurlöndum á mænuskaðatillögunni og á nauðsyn þess að hún verði samþykkt og henni komið í framkvæmd. Allt er þetta í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar Íslands sem samþykkti á vordögum að Ísland skyldi ýta úr vör alþjóðlegri vitundarvakningu á mænuskaða. Í öllum löndum heims býr fólk sem hlotið hefur skaða á mænu og lamast. Í dag búa á Íslandi 123.712 konur 16 ára og eldri. Með nöfnum okkar og samtakamætti getum við lagt lið milljónum manna um allan heim, um alla framtíð, mannkyni til heilla og skrifað í leiðinni nafn lands okkar og þjóðar á spjöld sögunnar af góðum verkum. audur@isci.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í nóvember nk. verður tekin til lokaafgreiðslu tillaga um mænuskaða, sem lögð var fram af Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2010. Í stórum dráttum er efni tillögunnar að Norðurlandaráð setji á stofn starfshóp lækna og vísindamanna sem hafi það hlutverk að skoða norrænar og aðrar rannsóknir og meðferðir á mænuskaða og gera tillögur um úrbætur. Tillagan lætur ekki mikið yfir sér en hljóti hún samþykki og verði henni komið í framkvæmd mun verða lagður grunnur að hnitmiðaðri leit að lækningu á mænuskaða. Ástæða þess að Íslandsdeildin lagði tillöguna fram er sú að mjög erfiðlega gengur að þróa lækningameðferð við mænuskaða í samanburði við ýmis önnur vísindasvið. Um 1.000 einstaklingar hljóta árlega skaða á mænu vegna slysa á Norðurlöndum og er aðalmeðferð þess fólks endurhæfing til sjálfsbjargar í hjólastól. Mænuskaði er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Hann skilur eftir sig innri og ytri lömun s.s. á skrokki og útlimum, lungum, þvagblöðru, ristli og kynfærum með tilheyrandi lífstíðarvandamálum. Hjólastóllinn er minnsta málið. Hjálp til læknavísindanna er hjálp til alls mannkynsEins og ýmsum er kunnugt þá lenti ein dætra minna í bílslysi og lamaðist. Síðan þá hef ég fylgst afar vel með því hvað gert er á alþjóðlegu vísindasviði mænuskaðans. Þess vegna er það trú mín að sú grunnþekking sem þarf til að breyta meðferð á mænuskaða í átt til lækningar, gæti nú þegar verið til staðar. Mikið vannýtt hugvit og mikil vannýtt vísindaþekking er þarna úti. Vitið og þekkingin liggur um víða veröld og því þarf að safna saman á einn stað svo mögulegt verði að skoða heildarmyndina af þess til bæru fólki. Einmitt það, að skoða heildarmyndina og að velta fyrir sér hvort mögulegt sé að móta lækningastefnu fyrir mænuskaða sem byggir á þeirri þekkingu sem nú þegar er til staðar, er hugsað sem hlutverk norræna starfshópsins, komist hann á legg. Slík skoðun myndi ekki einungis leiða til framfara í meðferð við mænuskaða heldur einnig í öllu taugakerfinu. Undanfarin ár hefur Mænuskaðastofnun Íslands safnað upplýsingum um hvers konar tilraunameðferðir eru gerðar á fólki sem hlotið hefur mænuskaða, hvar og af hverjum. Þær upplýsingar munu verða lagðar fram gangi allt eftir. Samtakamáttur kvenna á ÍslandiEins og dæmin sanna hafa konur á Íslandi löngum nýtt samtakamátt sinn til góðra verka. Þess vegna leyfi ég mér nú að leita til ykkar konur og bið ykkur að fylgja mér í lokaleiðangur minn við að reyna að hreyfa við heiminum fyrir mænuskaðann. Ég er orðin vegamóð og þarfnast allrar hjálpar sem mögulegt er svo takast megi að gera veröldinni þann greiða sem hún þarf svo sárlega á að halda. Því bið ég ykkur að setja nöfn ykkar og kennitölur á undirskriftalista á heimasíðunni http://is.isci.is og hvetja aðrar konur 16 ára og eldri til hins sama. Samtakamáttinn á að nota til að vekja athygli norrænna fjölmiðla, almennings og ráðamanna á Norðurlöndum á mænuskaðatillögunni og á nauðsyn þess að hún verði samþykkt og henni komið í framkvæmd. Allt er þetta í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar Íslands sem samþykkti á vordögum að Ísland skyldi ýta úr vör alþjóðlegri vitundarvakningu á mænuskaða. Í öllum löndum heims býr fólk sem hlotið hefur skaða á mænu og lamast. Í dag búa á Íslandi 123.712 konur 16 ára og eldri. Með nöfnum okkar og samtakamætti getum við lagt lið milljónum manna um allan heim, um alla framtíð, mannkyni til heilla og skrifað í leiðinni nafn lands okkar og þjóðar á spjöld sögunnar af góðum verkum. audur@isci.is
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun