Kolbeinn Proppé og Landspítalinn Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Kolbeinn Óttarsson Proppé, núverandi blaðamaður og fyrrverandi varaborgarfulltrúi R-listans og oddviti VG í Suðurkjördæmi, skrifar um mig í Fréttablaðinu sl. fimmtudag. Ég kemst ekki hjá því að leiðrétta rangfærslur í grein hans. Kolbeinn segir: „Í þriggja ára ráðherratíð Guðlaugs fór spítalinn 5,1 milljarð fram úr fjárlögum.“ Nú er skemmst frá því að segja að ég var ráðherra frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Það gerir 20 mánuði. Hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu að hallinn hafi verið 5,1 milljarður er mér hulin ráðgata. Því síður skil ég af hverju hann er að skamma mig fyrir rekstur Landspítalans. Kolbeinn veit að ég tók á rekstri Landspítalans þegar ég var ráðherra. Þá hafði verið gríðarlegur halli á spítalanum í mörg ár. Ég greip til aðgerða og setti m.a. af stað nefnd sem þáverandi forstjóri kallaði tilsjónarnefnd. Í framhaldinu kom ég á faglegri stjórn á spítalanum og nýr forstjóri var ráðinn eftir auglýsingu, en það hafði ekki verið gert áður. Árangurinn skilaði sér ekki eingöngu í betri rekstri heldur einnig í meiri afköstum á spítalanum. Styttri biðlistum, meiri þjónustu o.s.frv. Á forsíðu Fréttablaðsins hinn 29. ágúst 2008 er frétt um bættan rekstur spítalans og þar kemur fram að hallinn eftir sex mánuði var 0,8% miðað við 5,5% á sama tíma árið á undan. Niðurstaðan var 0,6% halli á rekstri en vegna falls krónunnar var heildarhallinn meiri. Landspítalinn hefur þá sérstöðu á meðal ríkisstofnana að rekstur hans er að nokkrum hluta háður gengi krónunnar, aðallega vegna lyfjakaupa. Það hefur enginn mér vitanlega haldið því fram að stjórnendur spítalans eða ráðherra heilbrigðismála geti haft stjórn á gengi krónunnar. Það má nefna fleiri dæmi um það hvernig ég tók á rekstrarvanda stofnana og hvernig ég vann að sparnaði og bættri þjónustu. Ég fór óhræddur í þau verk og ég fagna því ef fjölmiðlar sýna því áhuga og skoða verk mín og árangur. Það að taka á rekstrarvanda opinberra stofnana fyrir hrun var vanþakklátt og einmanalegt starf. Ég var gagnrýndur harðlega og þá sérstaklega af félögum Kolbeins í VG. Gagnrýnin var oft á tíðum persónuleg og rætin. Það sem mér finnst verst við skrif Kolbeins er að hann veit betur. Ég gaf honum líka tækifæri til að leiðrétta rangfærslurnar en hann kaus að gera það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, núverandi blaðamaður og fyrrverandi varaborgarfulltrúi R-listans og oddviti VG í Suðurkjördæmi, skrifar um mig í Fréttablaðinu sl. fimmtudag. Ég kemst ekki hjá því að leiðrétta rangfærslur í grein hans. Kolbeinn segir: „Í þriggja ára ráðherratíð Guðlaugs fór spítalinn 5,1 milljarð fram úr fjárlögum.“ Nú er skemmst frá því að segja að ég var ráðherra frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Það gerir 20 mánuði. Hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu að hallinn hafi verið 5,1 milljarður er mér hulin ráðgata. Því síður skil ég af hverju hann er að skamma mig fyrir rekstur Landspítalans. Kolbeinn veit að ég tók á rekstri Landspítalans þegar ég var ráðherra. Þá hafði verið gríðarlegur halli á spítalanum í mörg ár. Ég greip til aðgerða og setti m.a. af stað nefnd sem þáverandi forstjóri kallaði tilsjónarnefnd. Í framhaldinu kom ég á faglegri stjórn á spítalanum og nýr forstjóri var ráðinn eftir auglýsingu, en það hafði ekki verið gert áður. Árangurinn skilaði sér ekki eingöngu í betri rekstri heldur einnig í meiri afköstum á spítalanum. Styttri biðlistum, meiri þjónustu o.s.frv. Á forsíðu Fréttablaðsins hinn 29. ágúst 2008 er frétt um bættan rekstur spítalans og þar kemur fram að hallinn eftir sex mánuði var 0,8% miðað við 5,5% á sama tíma árið á undan. Niðurstaðan var 0,6% halli á rekstri en vegna falls krónunnar var heildarhallinn meiri. Landspítalinn hefur þá sérstöðu á meðal ríkisstofnana að rekstur hans er að nokkrum hluta háður gengi krónunnar, aðallega vegna lyfjakaupa. Það hefur enginn mér vitanlega haldið því fram að stjórnendur spítalans eða ráðherra heilbrigðismála geti haft stjórn á gengi krónunnar. Það má nefna fleiri dæmi um það hvernig ég tók á rekstrarvanda stofnana og hvernig ég vann að sparnaði og bættri þjónustu. Ég fór óhræddur í þau verk og ég fagna því ef fjölmiðlar sýna því áhuga og skoða verk mín og árangur. Það að taka á rekstrarvanda opinberra stofnana fyrir hrun var vanþakklátt og einmanalegt starf. Ég var gagnrýndur harðlega og þá sérstaklega af félögum Kolbeins í VG. Gagnrýnin var oft á tíðum persónuleg og rætin. Það sem mér finnst verst við skrif Kolbeins er að hann veit betur. Ég gaf honum líka tækifæri til að leiðrétta rangfærslurnar en hann kaus að gera það ekki.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar