Of rangt til hægri Pawel Bartoszek skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Hafa Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn færst lengra til hægri á undanförnum mánuðum? Það fer dálítið eftir því hvaða skilning menn leggja í hægri. Skilji menn hægri sem dálæti á hinu þekkta og liðna ásamt efasemdum um ágæti þess nýja og óþekkta þá er svarið já. Hliðareinkenni þess konar hægris geta verið fortíðarþrá, þjóðernishyggja og trúarofsi. Hliðarverkanir eru einangrunarhyggja, verndarstefna og stundum útlendingaandúð. Einskis af þessu er þörf í íslensku samfélagi. Þetta er vont hægri. Síðan er það gott hægri. Með góðu hægri er átt við þá markaðshyggju sem gert hefur öll ríki Vesturlanda og fjölmörg önnur að góðum stöðum til að búa á. Góða hægrið byggir á því að gott sé að einstaklingar geti eignast hluti, og geti notað þá í það sem þeim sýnist. Góða hægrið amast ekki við því að sumir græði. Á þessu góða hægri er skortur. Góða hægriðGóða hægrið snýst um markaðsverð í stað niðurgreiðslu, markaðslausnir í stað ríkislausna og niðurskurð í stað skattahækkana. Góða hægrið þarf til dæmis að vera heiðarlegt í því að það muni rukka nemendur í háskólanámi um hærri skólagjöld. Góða hægrið þarf að vera heiðarlegt í því að það muni rukka fólk meira fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem það fær og ekki leggjast gegn því að aðrir en ríkið geti rekið eigin heilbrigðsstofnanir og rukkað þar enn meira. Síðan þarf góða hægrið að innleiða markaðslögmál í vegakerfið, og láta framvegis einkaaðila sjá um rekstur meiriháttar umferðarmannvirkja, sem fjármögnuð yrðu með veggjöldum. Auðvitað er ekki allt af þessu endilega massavinsælt. Auðvitað vilja margir að aðrir borgi fyrir þeirra nám, uppskurði eða vegnotkun. Auðvitað vilja margir það. Góða hægrið getur ekki lofað fólki að bjarga því úr hvers kyns ógöngum sem það lendir í, sama hve gjarnan fólk vill heyra slík loforð. Menn eiga að búa í húsum sem þeir eiga efni á og keyra um í bílum sem þeir geta borgað fyrir. Menn eiga sjálfir að hugsa fyrir eigin atvinnuleysi en ekki að gera ráð fyrir að einhverjir aðrir muni hugsa fyrir því. Ríkið mun ekki alltaf koma til bjargarHægrimenn eiga ekki að lofa því að skapa störf eða byggja nýja og breiðari vegi í því kjördæmi sem þeir kunna að hafa boðið sig fram í. Né heldur að tala fyrir samræmingu húsaleigu- og vaxtabóta heldur aflagningu þeirra. Loks ættu þeir að leiða baráttuna fyrir frjálsri verslun með matvörur en ekki að sitja á bekknum eða styðja við baráttu fyrir hinu þveröfuga. SjálfsþurftarkúrinnAð mati umboðsmanns Alþingis brjóta tollalög stjórnarskrá. Ofurtollastefna Jóns Bjarnasonar er auðvitað fráleit. Það mætti halda að hrun krónunnar og gjaldeyrishindranir væru meira en nægjanleg markaðsvörn fyrir innlenda framleiðslu á krepputímum án þess að tröllatollum væri þar bætt ofan á. Lítið heyrist þó, enn sem komið er, frá hægriflokknum um þessi mál. Þvert á móti er Jón Bjarnason mærður fyrir staðfestu sína í baráttu gegn ESB, en sú staðfesta byggist auðvitað á sömu hugmyndafræði fríverslunarhaturs og áðurnefnd ofurtollastefna. Nóg hefur verið skrifað um þá tilkynningu eins stjórnmálaforingja að hann hyggist einungis borða mat sem íslenskir menn hafa handleikið. Ég skal bjóðast til að umhella Hunt's-tómatsósu fyrir Sigmund Davíð svo hann geti áfram fengið sér eina með öllu. Að gríni slepptu er öllum auðvitað frjálst að ákveða hvað þeir leggja inn fyrir sínar varir. Svo geta menn lofsamað innlenda framleiðslu ef þeir vilja, vitandi það að neytendur fá sjaldan tækifæri til að japla á öðru. En lýsir slíkur hugsanagangur meiri hægristefnu? Ef svo er þá er það allavega ekki gott hægri. Ef hægriskoðun felst í þeirri afstöðu að vilja stuðla að sem mestri sjálfbærni ríkis í framleiðslu nauðsynja þá er Kim Jong-il nefnilega dæmi um últrahægrimann. Últrasjálfbærni hefur verið reynd víða, alls staðar með skelfilegum afleiðingum fyrir viðkomandi þjóð. Eitt sannleikskorn kann þannig að leynast í hugmyndafræði formanns Framsóknarflokksins. Sannarlega eru fáir Norður-Kóreubúar yfir kjörþyngd. Það má því segja að sjálfsþurftarbúskapur sé með þessum sérstaka hætti vissulega ákveðið vopn í baráttu gegn offitu þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Hafa Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn færst lengra til hægri á undanförnum mánuðum? Það fer dálítið eftir því hvaða skilning menn leggja í hægri. Skilji menn hægri sem dálæti á hinu þekkta og liðna ásamt efasemdum um ágæti þess nýja og óþekkta þá er svarið já. Hliðareinkenni þess konar hægris geta verið fortíðarþrá, þjóðernishyggja og trúarofsi. Hliðarverkanir eru einangrunarhyggja, verndarstefna og stundum útlendingaandúð. Einskis af þessu er þörf í íslensku samfélagi. Þetta er vont hægri. Síðan er það gott hægri. Með góðu hægri er átt við þá markaðshyggju sem gert hefur öll ríki Vesturlanda og fjölmörg önnur að góðum stöðum til að búa á. Góða hægrið byggir á því að gott sé að einstaklingar geti eignast hluti, og geti notað þá í það sem þeim sýnist. Góða hægrið amast ekki við því að sumir græði. Á þessu góða hægri er skortur. Góða hægriðGóða hægrið snýst um markaðsverð í stað niðurgreiðslu, markaðslausnir í stað ríkislausna og niðurskurð í stað skattahækkana. Góða hægrið þarf til dæmis að vera heiðarlegt í því að það muni rukka nemendur í háskólanámi um hærri skólagjöld. Góða hægrið þarf að vera heiðarlegt í því að það muni rukka fólk meira fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem það fær og ekki leggjast gegn því að aðrir en ríkið geti rekið eigin heilbrigðsstofnanir og rukkað þar enn meira. Síðan þarf góða hægrið að innleiða markaðslögmál í vegakerfið, og láta framvegis einkaaðila sjá um rekstur meiriháttar umferðarmannvirkja, sem fjármögnuð yrðu með veggjöldum. Auðvitað er ekki allt af þessu endilega massavinsælt. Auðvitað vilja margir að aðrir borgi fyrir þeirra nám, uppskurði eða vegnotkun. Auðvitað vilja margir það. Góða hægrið getur ekki lofað fólki að bjarga því úr hvers kyns ógöngum sem það lendir í, sama hve gjarnan fólk vill heyra slík loforð. Menn eiga að búa í húsum sem þeir eiga efni á og keyra um í bílum sem þeir geta borgað fyrir. Menn eiga sjálfir að hugsa fyrir eigin atvinnuleysi en ekki að gera ráð fyrir að einhverjir aðrir muni hugsa fyrir því. Ríkið mun ekki alltaf koma til bjargarHægrimenn eiga ekki að lofa því að skapa störf eða byggja nýja og breiðari vegi í því kjördæmi sem þeir kunna að hafa boðið sig fram í. Né heldur að tala fyrir samræmingu húsaleigu- og vaxtabóta heldur aflagningu þeirra. Loks ættu þeir að leiða baráttuna fyrir frjálsri verslun með matvörur en ekki að sitja á bekknum eða styðja við baráttu fyrir hinu þveröfuga. SjálfsþurftarkúrinnAð mati umboðsmanns Alþingis brjóta tollalög stjórnarskrá. Ofurtollastefna Jóns Bjarnasonar er auðvitað fráleit. Það mætti halda að hrun krónunnar og gjaldeyrishindranir væru meira en nægjanleg markaðsvörn fyrir innlenda framleiðslu á krepputímum án þess að tröllatollum væri þar bætt ofan á. Lítið heyrist þó, enn sem komið er, frá hægriflokknum um þessi mál. Þvert á móti er Jón Bjarnason mærður fyrir staðfestu sína í baráttu gegn ESB, en sú staðfesta byggist auðvitað á sömu hugmyndafræði fríverslunarhaturs og áðurnefnd ofurtollastefna. Nóg hefur verið skrifað um þá tilkynningu eins stjórnmálaforingja að hann hyggist einungis borða mat sem íslenskir menn hafa handleikið. Ég skal bjóðast til að umhella Hunt's-tómatsósu fyrir Sigmund Davíð svo hann geti áfram fengið sér eina með öllu. Að gríni slepptu er öllum auðvitað frjálst að ákveða hvað þeir leggja inn fyrir sínar varir. Svo geta menn lofsamað innlenda framleiðslu ef þeir vilja, vitandi það að neytendur fá sjaldan tækifæri til að japla á öðru. En lýsir slíkur hugsanagangur meiri hægristefnu? Ef svo er þá er það allavega ekki gott hægri. Ef hægriskoðun felst í þeirri afstöðu að vilja stuðla að sem mestri sjálfbærni ríkis í framleiðslu nauðsynja þá er Kim Jong-il nefnilega dæmi um últrahægrimann. Últrasjálfbærni hefur verið reynd víða, alls staðar með skelfilegum afleiðingum fyrir viðkomandi þjóð. Eitt sannleikskorn kann þannig að leynast í hugmyndafræði formanns Framsóknarflokksins. Sannarlega eru fáir Norður-Kóreubúar yfir kjörþyngd. Það má því segja að sjálfsþurftarbúskapur sé með þessum sérstaka hætti vissulega ákveðið vopn í baráttu gegn offitu þjóða.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar