Landsbankaleiðin var skynsamleg leið 8. september 2011 06:00 Nú þegar fyrir liggur að Landsbankinn á væntanlega fyrir kröfunum vegna Icesave-málsins er mikilvægt að hafa það í huga hvernig það kom til að eignir Landsbankans eru teknar upp í Icesave. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafði gert samning við Hollendinga um að Icesave-kröfurnar yrðu greiddar beint af ríkissjóði á 10 árum með 6,7 % vöxtum. Þessi samningur var gerður án þess að Bretar hefðu fallist á að taka Ísland af lista yfir hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórnin reyndi jafnframt að fá Breta til að taka eignir Landsbankans upp í Icesave kröfurnar. Því höfnuðu Bretar. Þannig stóðu mál þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við í ársbyrjun 2009. Hún gerði samning sem byggðist á þessu: a. Að Bretar tækju Ísland tafarlaust af hryðjuverkalistanum. b. Að kröfurnar yrðu endurgreiddar með eignum Landsbankans. c. Að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta stæði ábyrgur gagnvart Bretum og Hollendingum. d. Að upphæðirnar yrðu greiddar á 15 árum, og að ekkert yrði greitt nema vextirnir á 7 ára tímabili og að íslenska hagkerfinu yrði þannig komið í skjól. e. Að vextir yrðu 5,5 % eða mikið lægri en skuldatryggingarálagið á Ísland á þeim tíma gerði ráð fyrir. Þessum samningi var svo eins og alltaf var gert ráð fyrir breytt nokkuð í meðförum Alþingis, það er umgjörð samningsins breyttist, en Alþingi samþykkti hann í lok ársins 2009. Nýr samningur var svo gerður. Þeim samningi var hafnað eins og fyrri samningnum. Þegar þessir samningar eru bornir saman kemur í ljós að þeir eru svipaðir að núvirði. Í öðrum var gert ráð fyrir að borga ekkert fyrr en eftir sjö ár nema það sem kæmi út úr þrotabúi Landsbankans og að vextir væru 5,7 %. Í hinum átti að byrja að borga strax en með lægri vöxtum. Jafnframt áttu Bretar og Hollendingar að fá aukinn hlut í aukinni endurheimtu úr búi Landsbankans ef endurheimtur yrðu umfram 86%. Það er Þórólfur Matthíasson prófessor sem hefur metið báða samningana svipaða að núvirði. En þjóðin hafnaði báðum samningunum og þar stöndum við. Reyndar hafnaði meirihluti þjóðarinnar því að borga – en samt verður borgað. En það ánægjulega er að eignir Landsbankans eru að skila sér og það sýnir að sú ákvörðun að tengja saman þrotabú Landsbankans og samningsniðurstöðuna var skynsamleg leið. Forseti Íslands reynir nú sem jafnan fyrr að þakka sér allt sem vel er gert hér á landi. Það kemur ekki á óvart; hann þakkaði sér fyrir útrásina fram að hruni. En það verða menn samt – einnig hann – að hafa í huga að Icesave málinu er því miður ekki alveg lokið. Sá dráttur sem hann stuðlaði að hefur skaðað þjóðina. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að lágmarka skaðann. Vonandi verður hann ekki meiri en bjartsýnustu menn spá. En við verðum enn að búa okkur undir það besta og það versta líka eins og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður hefur bent á. En hvað sem því líður: Landsbankaleiðin sem var knúin fram með samningunum vorið 2009 var skynsamleg. Forsetinn mætti gjarnan velta því fyrir sér hvort það er skynsamlegt að velja jafnan stríð fremur en sátt þegar ófriðarblikur eru á lofti með þjóðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar fyrir liggur að Landsbankinn á væntanlega fyrir kröfunum vegna Icesave-málsins er mikilvægt að hafa það í huga hvernig það kom til að eignir Landsbankans eru teknar upp í Icesave. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafði gert samning við Hollendinga um að Icesave-kröfurnar yrðu greiddar beint af ríkissjóði á 10 árum með 6,7 % vöxtum. Þessi samningur var gerður án þess að Bretar hefðu fallist á að taka Ísland af lista yfir hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórnin reyndi jafnframt að fá Breta til að taka eignir Landsbankans upp í Icesave kröfurnar. Því höfnuðu Bretar. Þannig stóðu mál þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við í ársbyrjun 2009. Hún gerði samning sem byggðist á þessu: a. Að Bretar tækju Ísland tafarlaust af hryðjuverkalistanum. b. Að kröfurnar yrðu endurgreiddar með eignum Landsbankans. c. Að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta stæði ábyrgur gagnvart Bretum og Hollendingum. d. Að upphæðirnar yrðu greiddar á 15 árum, og að ekkert yrði greitt nema vextirnir á 7 ára tímabili og að íslenska hagkerfinu yrði þannig komið í skjól. e. Að vextir yrðu 5,5 % eða mikið lægri en skuldatryggingarálagið á Ísland á þeim tíma gerði ráð fyrir. Þessum samningi var svo eins og alltaf var gert ráð fyrir breytt nokkuð í meðförum Alþingis, það er umgjörð samningsins breyttist, en Alþingi samþykkti hann í lok ársins 2009. Nýr samningur var svo gerður. Þeim samningi var hafnað eins og fyrri samningnum. Þegar þessir samningar eru bornir saman kemur í ljós að þeir eru svipaðir að núvirði. Í öðrum var gert ráð fyrir að borga ekkert fyrr en eftir sjö ár nema það sem kæmi út úr þrotabúi Landsbankans og að vextir væru 5,7 %. Í hinum átti að byrja að borga strax en með lægri vöxtum. Jafnframt áttu Bretar og Hollendingar að fá aukinn hlut í aukinni endurheimtu úr búi Landsbankans ef endurheimtur yrðu umfram 86%. Það er Þórólfur Matthíasson prófessor sem hefur metið báða samningana svipaða að núvirði. En þjóðin hafnaði báðum samningunum og þar stöndum við. Reyndar hafnaði meirihluti þjóðarinnar því að borga – en samt verður borgað. En það ánægjulega er að eignir Landsbankans eru að skila sér og það sýnir að sú ákvörðun að tengja saman þrotabú Landsbankans og samningsniðurstöðuna var skynsamleg leið. Forseti Íslands reynir nú sem jafnan fyrr að þakka sér allt sem vel er gert hér á landi. Það kemur ekki á óvart; hann þakkaði sér fyrir útrásina fram að hruni. En það verða menn samt – einnig hann – að hafa í huga að Icesave málinu er því miður ekki alveg lokið. Sá dráttur sem hann stuðlaði að hefur skaðað þjóðina. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að lágmarka skaðann. Vonandi verður hann ekki meiri en bjartsýnustu menn spá. En við verðum enn að búa okkur undir það besta og það versta líka eins og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður hefur bent á. En hvað sem því líður: Landsbankaleiðin sem var knúin fram með samningunum vorið 2009 var skynsamleg. Forsetinn mætti gjarnan velta því fyrir sér hvort það er skynsamlegt að velja jafnan stríð fremur en sátt þegar ófriðarblikur eru á lofti með þjóðinni.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar