Noregur og Ísland vinna saman á norðurslóðum 29. september 2011 06:00 Ísland og Noregur eru sannar vinaþjóðir, norðurskautsríki með sameiginlega sögu og menningu. Löng hefð er fyrir samstarfi ríkjanna tveggja, á vettvangi norrænnar og evrópskrar samvinnu og meðal Atlantshafsríkja. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að þróun mála á norðurslóðum – okkar heimaslóð. Það verður meginefnið á fundi okkar á Akureyri í dag. Áhugi heimsins á norðurslóðum hefur stóraukist á síðustu árum. Í lok kalda stríðsins dró mjög úr hernaðarlegu mikilvægi svæðisins fyrir stórveldin og norðurslóðum var ýtt til hliðar í heimsumræðunni. Síðustu ár hafa orðið róttækar breytingar á því og ástæðurnar eru margar og ólíkar. Loftslagsbreytingar eru ein þeirra. Á norðurslóðum eru þær augljósar og afleiðingarnar gætu orðið miklar. Þess vegna er þekking á norðurheimskautinu lykill að því að skilja þessar breytingar. Á sama tíma skapa loftslagsbreytingarnar ný tækifæri: svo sem bætt aðgengi að auðlindum og nýjar siglingaleiðir. Sterkara NorðurskautsráðSamstarfið á norðurslóðum fer fram innan fjölda stofnana sem saman mynda öflugt net: Norðurskautsráðsins, þar sem norðurskautsríkin átta vinna saman, Barentsráðsins, Eystrasaltsráðsins, innan norðlægu víddar Evrópusambandsins sem Noregur, Ísland og Rússland taka þátt í, og í norrænni samvinnu. Starf Norðurskautsráðsins hefur eflst mikið á síðustu árum. Noregur og Ísland hafa unnið sameiginlega að því þróa og styrkja ráðið enn frekar sem aðalvettvang fyrir samstarf á norðurslóðum. Á ráðherrafundinum í Nuuk í maí voru teknar stefnumarkandi ákvarðanir sem munu styrkja ráðið: við undirrituðum lagalega bindandi samkomulag um leit og björgun í norðurhöfum, sammæltumst um að vinna að samkomulagi um viðbrögð við olíuvá. Þetta skiptir sköpum um að auka öryggi þeirra sem fara um norðurslóðir, mæta þeirri umhverfisvá sem aukin efnahagsumsvif kunna að hafa í för með sér. Þá náðist samkomulag um stofnun fastaskrifstofu Norðurskautráðsins í Tromsö. Um árabil stóð það Norðurskautsráðinu fyrir þrifum hversu fáir þekktu til starfsins. Nú má segja að þessu sé öfugt farið og að ráðið þurfi nú að mæta stórauknum áhuga utan frá s.s. frá Kína, Japan, S-Kóreu, Ítalíu og Evrópusambandinu. Það sem gerist á norðurslóðum vekur áhuga víða. Þessi utanaðkomandi áhugi á norðurheimskautssvæðinu er eðlilegur og jákvæður. Allnokkur lönd utan norðurslóða hafa óskað eftir áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Nokkur aðildarríkjanna hafa haft ákveðnar efasemdir um slíkt en nú hafa þau náð samkomulagi um viðmiðunarreglur fyrir nýja umsækjendur, sem er ánægjulegt. Við teljum að aukinn áhugi á ráðinu sé af hinu góða og til marks um aukið vægi þess. Mörg viðfangefni á norðurslóðum eiga sér rætur eða krefjast lausna sem ná út fyrir mörk svæðisins. Við viljum að Norðurskautsráðið verði áfram leiðandi vettvangur umræðu um norðurslóðir en mengun á svæðinu á sér oft rætur í öðrum heimshlutum og þess vegna verðum við að vinna með fleiri ríkjum til að leysa vandann. Prófessorsstaða á AkureyriGott samstarf er á milli Noregs og Íslands um fjölmörg mál er snerta sameiginlega hagsmuni okkar á norðurslóðum. Tengslin liggja víða og á margvíslegum sviðum – á milli fagstofnana og innan fræðasamfélagsins. Í framhaldi af þeim mikilvægu ákvörðunum sem teknar voru í Nuuk höfum við einnig rætt möguleikana á því að styrkja samstarf landanna tveggja. Við viljum efla rannsóknir á sviði norðurslóðafræða enn frekar. Í dag munum við undirrita samkomulag til þriggja ára sem stuðlar að því að íslenskir og norskir vísindamenn og nemendur geti í enn meiri mæli deilt þekkingu á sameiginlegum hugðarefnum sem skipta máli fyrir framtíðarþróun á norðurslóðum. Einn þáttur samkomulagsins felur í sér að komið verður á fót sameiginlegri gistiprófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri, sem nefnd verður eftir Friðþjófi Nansen – einum mesta heimskautakönnuði Norðmanna, fræðimanni og mannvini en í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Með því að standa saman að því að auka skilning á þeim breytingum sem nú eiga sér stað og afleiðingum erum við betur í stakk búin til að mæta áskorunum og nýjum tækifærum á okkar heimaslóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Ísland og Noregur eru sannar vinaþjóðir, norðurskautsríki með sameiginlega sögu og menningu. Löng hefð er fyrir samstarfi ríkjanna tveggja, á vettvangi norrænnar og evrópskrar samvinnu og meðal Atlantshafsríkja. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að þróun mála á norðurslóðum – okkar heimaslóð. Það verður meginefnið á fundi okkar á Akureyri í dag. Áhugi heimsins á norðurslóðum hefur stóraukist á síðustu árum. Í lok kalda stríðsins dró mjög úr hernaðarlegu mikilvægi svæðisins fyrir stórveldin og norðurslóðum var ýtt til hliðar í heimsumræðunni. Síðustu ár hafa orðið róttækar breytingar á því og ástæðurnar eru margar og ólíkar. Loftslagsbreytingar eru ein þeirra. Á norðurslóðum eru þær augljósar og afleiðingarnar gætu orðið miklar. Þess vegna er þekking á norðurheimskautinu lykill að því að skilja þessar breytingar. Á sama tíma skapa loftslagsbreytingarnar ný tækifæri: svo sem bætt aðgengi að auðlindum og nýjar siglingaleiðir. Sterkara NorðurskautsráðSamstarfið á norðurslóðum fer fram innan fjölda stofnana sem saman mynda öflugt net: Norðurskautsráðsins, þar sem norðurskautsríkin átta vinna saman, Barentsráðsins, Eystrasaltsráðsins, innan norðlægu víddar Evrópusambandsins sem Noregur, Ísland og Rússland taka þátt í, og í norrænni samvinnu. Starf Norðurskautsráðsins hefur eflst mikið á síðustu árum. Noregur og Ísland hafa unnið sameiginlega að því þróa og styrkja ráðið enn frekar sem aðalvettvang fyrir samstarf á norðurslóðum. Á ráðherrafundinum í Nuuk í maí voru teknar stefnumarkandi ákvarðanir sem munu styrkja ráðið: við undirrituðum lagalega bindandi samkomulag um leit og björgun í norðurhöfum, sammæltumst um að vinna að samkomulagi um viðbrögð við olíuvá. Þetta skiptir sköpum um að auka öryggi þeirra sem fara um norðurslóðir, mæta þeirri umhverfisvá sem aukin efnahagsumsvif kunna að hafa í för með sér. Þá náðist samkomulag um stofnun fastaskrifstofu Norðurskautráðsins í Tromsö. Um árabil stóð það Norðurskautsráðinu fyrir þrifum hversu fáir þekktu til starfsins. Nú má segja að þessu sé öfugt farið og að ráðið þurfi nú að mæta stórauknum áhuga utan frá s.s. frá Kína, Japan, S-Kóreu, Ítalíu og Evrópusambandinu. Það sem gerist á norðurslóðum vekur áhuga víða. Þessi utanaðkomandi áhugi á norðurheimskautssvæðinu er eðlilegur og jákvæður. Allnokkur lönd utan norðurslóða hafa óskað eftir áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Nokkur aðildarríkjanna hafa haft ákveðnar efasemdir um slíkt en nú hafa þau náð samkomulagi um viðmiðunarreglur fyrir nýja umsækjendur, sem er ánægjulegt. Við teljum að aukinn áhugi á ráðinu sé af hinu góða og til marks um aukið vægi þess. Mörg viðfangefni á norðurslóðum eiga sér rætur eða krefjast lausna sem ná út fyrir mörk svæðisins. Við viljum að Norðurskautsráðið verði áfram leiðandi vettvangur umræðu um norðurslóðir en mengun á svæðinu á sér oft rætur í öðrum heimshlutum og þess vegna verðum við að vinna með fleiri ríkjum til að leysa vandann. Prófessorsstaða á AkureyriGott samstarf er á milli Noregs og Íslands um fjölmörg mál er snerta sameiginlega hagsmuni okkar á norðurslóðum. Tengslin liggja víða og á margvíslegum sviðum – á milli fagstofnana og innan fræðasamfélagsins. Í framhaldi af þeim mikilvægu ákvörðunum sem teknar voru í Nuuk höfum við einnig rætt möguleikana á því að styrkja samstarf landanna tveggja. Við viljum efla rannsóknir á sviði norðurslóðafræða enn frekar. Í dag munum við undirrita samkomulag til þriggja ára sem stuðlar að því að íslenskir og norskir vísindamenn og nemendur geti í enn meiri mæli deilt þekkingu á sameiginlegum hugðarefnum sem skipta máli fyrir framtíðarþróun á norðurslóðum. Einn þáttur samkomulagsins felur í sér að komið verður á fót sameiginlegri gistiprófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri, sem nefnd verður eftir Friðþjófi Nansen – einum mesta heimskautakönnuði Norðmanna, fræðimanni og mannvini en í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Með því að standa saman að því að auka skilning á þeim breytingum sem nú eiga sér stað og afleiðingum erum við betur í stakk búin til að mæta áskorunum og nýjum tækifærum á okkar heimaslóð.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun