Ofbeldi á alþingi? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 6. október 2011 06:00 Ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar hefur tekist eitt ágætlega og það er að draga alþingi í svaðið með sér þegar kemur að umræðunni um óstjórn og vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Þessir aðilar bera meiri ábyrgð en margir aðrir á því hvernig umræðan og álit almennings er á alþingi. Því er gjarnan haldið fram af þessum aðilum að stjórnarandstaðan blaðri og þvaðri út í eitt til þess eins að taka mál „í gíslingu“. Sumir ættu reyndar að eyða meiri tíma í þinginu því það yrði mjög upplýsandi fyrir viðkomandi. Í áranna rás hafa ákveðin mál orðið til þess að stjórnarandstaðan hefur beitt lýðræðislegum rétti sínum til að tala mikið og lengi til að fá málum breytt. Frá fyrri tíð má nefna umdeild fjölmiðlalög og breytingar á ríkisútvarpinu en nýleg dæmi eru lög um stjórnarráðið og Icesave. Þingsköp gera ráð fyrir að við aðra umræðu lagafrumvarpa sé hægt að tala aftur og aftur, þó í takmarkaðan tíma í senn. Þegar núverandi forsætisráðherra setti Íslandsmet, talaði í a.m.k. 10 klukkustundir, var þetta öðruvísi því þá mátti tala samfellt meðan viðkomandi stóð uppi. Það gerði Jóhanna Sigurðardóttir 1998 í umræðu um húsnæðismál. Það er hins vegar afar fátítt að þingmál séu mikið rædd, því í langflestum tilfellum er búið að ná samstöðu um málið. Þeir sem gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir umræðuna um stjórnarráðið og Icesave eru flestir þeirrar skoðunar að samþykkja ætti hvoru tveggja. Nýverið voru þingmenn að ræða þessi mál í útvarpsþætti á Bylgjunni og var talað um „ofbeldi“ af hálfu 20 þingmanna. Ekki veit ég hvort ég er einn af þessum ofbeldisþingmönnum en ég er afar stoltur af hverri ræðu er ég flutti í Icesave-málinu þar sem okkur „ofbeldisþingmönnunum“ tókst að koma í veg fyrir að þjóðin yrði dæmd til þrældóms í þágu erlendra kröfuhafa. Stjórnarráðsmálið var aðför að alþingi en um þingið eiga þingmenn að standa vörð. Margir muna eftir aðferðum forsætisráðherra þegar tryggja þurfti meirihluta fyrir umsókninni að Evrópusambandinu, þegar þingmenn voru teknir á „eintal“. Það er reyndar ótrúleg fylgni milli þeirra sem tala um „ofbeldi“ stjórnarandstöðunnar og þeirra sem tala um lýðræði og frjálslyndi og vilja ganga í Evrópusambandið. Það mætti halda að þetta þrennt sé óaðskiljanlegt. Er það virkilega þannig að skilyrði fyrir því að vera frjálslyndur lýðræðissinni sé að vilja ganga í Evrópusambandið og samþykkja allt sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur dettur í hug? Nú er ég einn af þeim sem vildu og vil enn leyfa þjóðinni að kjósa um hvort hefja ætti viðræður við Evrópusambandið. Ég vildi líka og vil enn að þjóðin hafi síðasta orðið ef eitthvað kemur út úr viðræðum. Hinir sjálfskipuðu frjálslyndu lýðræðissinnar hafa hins vegar ekki svarað því hvers vegna þjóðin var ekki spurð í upphafi. Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar á þingi hafa brugðist og eiga þeir að axla ábyrgð án þess að draga alþingi með sér í svaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar hefur tekist eitt ágætlega og það er að draga alþingi í svaðið með sér þegar kemur að umræðunni um óstjórn og vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Þessir aðilar bera meiri ábyrgð en margir aðrir á því hvernig umræðan og álit almennings er á alþingi. Því er gjarnan haldið fram af þessum aðilum að stjórnarandstaðan blaðri og þvaðri út í eitt til þess eins að taka mál „í gíslingu“. Sumir ættu reyndar að eyða meiri tíma í þinginu því það yrði mjög upplýsandi fyrir viðkomandi. Í áranna rás hafa ákveðin mál orðið til þess að stjórnarandstaðan hefur beitt lýðræðislegum rétti sínum til að tala mikið og lengi til að fá málum breytt. Frá fyrri tíð má nefna umdeild fjölmiðlalög og breytingar á ríkisútvarpinu en nýleg dæmi eru lög um stjórnarráðið og Icesave. Þingsköp gera ráð fyrir að við aðra umræðu lagafrumvarpa sé hægt að tala aftur og aftur, þó í takmarkaðan tíma í senn. Þegar núverandi forsætisráðherra setti Íslandsmet, talaði í a.m.k. 10 klukkustundir, var þetta öðruvísi því þá mátti tala samfellt meðan viðkomandi stóð uppi. Það gerði Jóhanna Sigurðardóttir 1998 í umræðu um húsnæðismál. Það er hins vegar afar fátítt að þingmál séu mikið rædd, því í langflestum tilfellum er búið að ná samstöðu um málið. Þeir sem gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir umræðuna um stjórnarráðið og Icesave eru flestir þeirrar skoðunar að samþykkja ætti hvoru tveggja. Nýverið voru þingmenn að ræða þessi mál í útvarpsþætti á Bylgjunni og var talað um „ofbeldi“ af hálfu 20 þingmanna. Ekki veit ég hvort ég er einn af þessum ofbeldisþingmönnum en ég er afar stoltur af hverri ræðu er ég flutti í Icesave-málinu þar sem okkur „ofbeldisþingmönnunum“ tókst að koma í veg fyrir að þjóðin yrði dæmd til þrældóms í þágu erlendra kröfuhafa. Stjórnarráðsmálið var aðför að alþingi en um þingið eiga þingmenn að standa vörð. Margir muna eftir aðferðum forsætisráðherra þegar tryggja þurfti meirihluta fyrir umsókninni að Evrópusambandinu, þegar þingmenn voru teknir á „eintal“. Það er reyndar ótrúleg fylgni milli þeirra sem tala um „ofbeldi“ stjórnarandstöðunnar og þeirra sem tala um lýðræði og frjálslyndi og vilja ganga í Evrópusambandið. Það mætti halda að þetta þrennt sé óaðskiljanlegt. Er það virkilega þannig að skilyrði fyrir því að vera frjálslyndur lýðræðissinni sé að vilja ganga í Evrópusambandið og samþykkja allt sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur dettur í hug? Nú er ég einn af þeim sem vildu og vil enn leyfa þjóðinni að kjósa um hvort hefja ætti viðræður við Evrópusambandið. Ég vildi líka og vil enn að þjóðin hafi síðasta orðið ef eitthvað kemur út úr viðræðum. Hinir sjálfskipuðu frjálslyndu lýðræðissinnar hafa hins vegar ekki svarað því hvers vegna þjóðin var ekki spurð í upphafi. Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar á þingi hafa brugðist og eiga þeir að axla ábyrgð án þess að draga alþingi með sér í svaðið.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun