Plan B: Amma borgar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 21. október 2011 17:00 Ritari Framsóknarflokksins heldur því fram í aðsendri grein í Fréttablaðinu að verðtryggingu hafi verið komið á til þess að steypa fólki í skuldir með hjálp verðtryggingarinnar. Þarna er staðreyndum snúið á haus. Verðtryggingu var komið á til þess að koma í veg fyrir að skuldarar, meðal annars þeir sem reistu sér hurðarás um öxl, gætu fyrir tilstilli verðbólgunnar komið sér undan því að greiða skuldina. Fyrir daga verðtryggingarinnar var reikningurinn sendur til gamla fólksins, til ömmu, sem þá eins og nú, átti peningana sem bankarnir voru að lána. Undir forystu formanns Framsóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar, var verðtrygging lögfest árið 1979, enda var allur sparnaður, undirstaða lánsviðskipta, að hrynja í landinu. Verðtryggingin býr ekki til neinar skuldir, en tryggir að lántakandinn endurgreiði þau verðmæti sem hann fékk að láni. Það er hægt að lána fé án verðtryggingar, en skuldararnir greiða alltaf svipaða upphæð að lokum, vextirnir heita bara öðrum nöfnum. Þess vegna munu óverðtryggð kjör ekki lækka skuld eða vaxtakostnað. Það er blekking sem haldið er að fólki um þessar mundir að óverðtryggð kjör þýði kjarabót fyrir skuldara. Hið gagnstæða er líklegra, vextir hafa hingað til verið hærri af óverðtryggðum lánum. Frá janúar 2000 til 2008 hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 169%, en verðtrygging skulda var á sama tíma aðeins 45%, aðeins fjórðungur af eignahækkuninni. Frá janúar 2008 hefur dæmið snúist við, fasteignir hafa lækkað um 10% en verðbólgan hefur verið 35%. Engu að síður er hækkun eigna yfir allt tímabilið 142% og verðbólgan 96%. Skuldirnar þyrftu að hækka til þess að haldast í hendur við verðhækkun eignanna. Hver er vandinn við verðtryggingu lánsfjár? Það fer hins vegar ekki á milli mála að Eygló Harðardóttir boðar að afnám verðtryggingar eigi að lækka skuldir. Það verður þá einhver að borga reikninginn. Þar horfir ritari Framsóknarflokksins til sparifjáreigenda og eigenda lífeyrisréttinda. Reikningurinn verður ekki sendur þeim sem högnuðust á gífurlegri verðhækkun fasteigna heldur til ömmu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ritari Framsóknarflokksins heldur því fram í aðsendri grein í Fréttablaðinu að verðtryggingu hafi verið komið á til þess að steypa fólki í skuldir með hjálp verðtryggingarinnar. Þarna er staðreyndum snúið á haus. Verðtryggingu var komið á til þess að koma í veg fyrir að skuldarar, meðal annars þeir sem reistu sér hurðarás um öxl, gætu fyrir tilstilli verðbólgunnar komið sér undan því að greiða skuldina. Fyrir daga verðtryggingarinnar var reikningurinn sendur til gamla fólksins, til ömmu, sem þá eins og nú, átti peningana sem bankarnir voru að lána. Undir forystu formanns Framsóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar, var verðtrygging lögfest árið 1979, enda var allur sparnaður, undirstaða lánsviðskipta, að hrynja í landinu. Verðtryggingin býr ekki til neinar skuldir, en tryggir að lántakandinn endurgreiði þau verðmæti sem hann fékk að láni. Það er hægt að lána fé án verðtryggingar, en skuldararnir greiða alltaf svipaða upphæð að lokum, vextirnir heita bara öðrum nöfnum. Þess vegna munu óverðtryggð kjör ekki lækka skuld eða vaxtakostnað. Það er blekking sem haldið er að fólki um þessar mundir að óverðtryggð kjör þýði kjarabót fyrir skuldara. Hið gagnstæða er líklegra, vextir hafa hingað til verið hærri af óverðtryggðum lánum. Frá janúar 2000 til 2008 hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 169%, en verðtrygging skulda var á sama tíma aðeins 45%, aðeins fjórðungur af eignahækkuninni. Frá janúar 2008 hefur dæmið snúist við, fasteignir hafa lækkað um 10% en verðbólgan hefur verið 35%. Engu að síður er hækkun eigna yfir allt tímabilið 142% og verðbólgan 96%. Skuldirnar þyrftu að hækka til þess að haldast í hendur við verðhækkun eignanna. Hver er vandinn við verðtryggingu lánsfjár? Það fer hins vegar ekki á milli mála að Eygló Harðardóttir boðar að afnám verðtryggingar eigi að lækka skuldir. Það verður þá einhver að borga reikninginn. Þar horfir ritari Framsóknarflokksins til sparifjáreigenda og eigenda lífeyrisréttinda. Reikningurinn verður ekki sendur þeim sem högnuðust á gífurlegri verðhækkun fasteigna heldur til ömmu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun