Jafnrétti er lífsgæði Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 24. október 2011 06:00 Kynbundið ofbeldi og launamunur kynjanna eru þau svið jafnréttismála þar sem hvað mest er að vinna. Vissulega hefur grettistaki verið lyft. Með lögum hafa nektardansstaðir verið bannaðir, vændiskaup gerð refsiverð og úrræðum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Ísland var eitt 11 ríkja sem í upphafi árs undirrituðu nýjan samning Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi er í smíðum. Meirihluti aðgerða í áætlun gegn mansali hefur komið til framkvæmda. Í fyrsta skipti í sögu okkar er starfandi sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynja. Á dögunum samþykkti hún að skipa framkvæmdanefnd um launamun kynja sem á að skila heildstæðri fjögurra ára áætlun um aðgerðir gegn kynbundnum launamun fyrir áramót. Hún er til marks um vilja ríkisstjórnarinnar til stóraukinnar sóknar gegn kynbundnum launamun. Tímaritið Newsweek greindi nýverið frá því að hvergi væri betra að vera kona en á Íslandi. Fjöldamargar mælingar á stöðu jafnréttis í heiminum sýna sömu niðurstöðu. Þekktust er árleg skýrsla Alþjóða efnahagsráðsins sem hefur skipað Íslandi í efsta sæti tvö ár í röð. Ráðið framkvæmir mælinguna í fullvissu um að staða jafnréttismála sé ein besta vísbendingin sem völ er á um almenn lífsgæði, þroska lýðræðis og samkeppnishæfni þjóða. Í rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið voru leiddar líkur að því að fámennisklíkur karla í viðskiptum og stjórnmálum hefðu ýtt undir og magnað hrunið. Samtímis sýna rannsóknir að kynjajafnvægi við stjórn fyrirtækja leiðir til betri stjórnunar. Því hefur Alþingi samþykkt að gera fyrirtækjum og lífeyrissjóðum skylt að ekki minna en 40% stjórna þeirra verði skipuð konum í september 2013. Þá sýnir nýleg samantekt Jafnréttisstofu að Stjórnarráðið hefur náð markmiði jafnréttislaga um að konur skipi a.m.k. 40% sæta í nefndum og ráðum á þess vegum. Allt frá 1975 hefur 24. október verið íslenskum konum dagur samstöðu og linnulausrar baráttu fyrir jafnrétti kynja. Með því hafa þær fært þjóðinni þróttmeira samfélag, sterkara lýðræði og aukin lífsgæði. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi og launamunur kynjanna eru þau svið jafnréttismála þar sem hvað mest er að vinna. Vissulega hefur grettistaki verið lyft. Með lögum hafa nektardansstaðir verið bannaðir, vændiskaup gerð refsiverð og úrræðum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Ísland var eitt 11 ríkja sem í upphafi árs undirrituðu nýjan samning Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi er í smíðum. Meirihluti aðgerða í áætlun gegn mansali hefur komið til framkvæmda. Í fyrsta skipti í sögu okkar er starfandi sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynja. Á dögunum samþykkti hún að skipa framkvæmdanefnd um launamun kynja sem á að skila heildstæðri fjögurra ára áætlun um aðgerðir gegn kynbundnum launamun fyrir áramót. Hún er til marks um vilja ríkisstjórnarinnar til stóraukinnar sóknar gegn kynbundnum launamun. Tímaritið Newsweek greindi nýverið frá því að hvergi væri betra að vera kona en á Íslandi. Fjöldamargar mælingar á stöðu jafnréttis í heiminum sýna sömu niðurstöðu. Þekktust er árleg skýrsla Alþjóða efnahagsráðsins sem hefur skipað Íslandi í efsta sæti tvö ár í röð. Ráðið framkvæmir mælinguna í fullvissu um að staða jafnréttismála sé ein besta vísbendingin sem völ er á um almenn lífsgæði, þroska lýðræðis og samkeppnishæfni þjóða. Í rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið voru leiddar líkur að því að fámennisklíkur karla í viðskiptum og stjórnmálum hefðu ýtt undir og magnað hrunið. Samtímis sýna rannsóknir að kynjajafnvægi við stjórn fyrirtækja leiðir til betri stjórnunar. Því hefur Alþingi samþykkt að gera fyrirtækjum og lífeyrissjóðum skylt að ekki minna en 40% stjórna þeirra verði skipuð konum í september 2013. Þá sýnir nýleg samantekt Jafnréttisstofu að Stjórnarráðið hefur náð markmiði jafnréttislaga um að konur skipi a.m.k. 40% sæta í nefndum og ráðum á þess vegum. Allt frá 1975 hefur 24. október verið íslenskum konum dagur samstöðu og linnulausrar baráttu fyrir jafnrétti kynja. Með því hafa þær fært þjóðinni þróttmeira samfélag, sterkara lýðræði og aukin lífsgæði. Til hamingju með daginn!
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar