Jafnrétti er lífsgæði Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 24. október 2011 06:00 Kynbundið ofbeldi og launamunur kynjanna eru þau svið jafnréttismála þar sem hvað mest er að vinna. Vissulega hefur grettistaki verið lyft. Með lögum hafa nektardansstaðir verið bannaðir, vændiskaup gerð refsiverð og úrræðum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Ísland var eitt 11 ríkja sem í upphafi árs undirrituðu nýjan samning Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi er í smíðum. Meirihluti aðgerða í áætlun gegn mansali hefur komið til framkvæmda. Í fyrsta skipti í sögu okkar er starfandi sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynja. Á dögunum samþykkti hún að skipa framkvæmdanefnd um launamun kynja sem á að skila heildstæðri fjögurra ára áætlun um aðgerðir gegn kynbundnum launamun fyrir áramót. Hún er til marks um vilja ríkisstjórnarinnar til stóraukinnar sóknar gegn kynbundnum launamun. Tímaritið Newsweek greindi nýverið frá því að hvergi væri betra að vera kona en á Íslandi. Fjöldamargar mælingar á stöðu jafnréttis í heiminum sýna sömu niðurstöðu. Þekktust er árleg skýrsla Alþjóða efnahagsráðsins sem hefur skipað Íslandi í efsta sæti tvö ár í röð. Ráðið framkvæmir mælinguna í fullvissu um að staða jafnréttismála sé ein besta vísbendingin sem völ er á um almenn lífsgæði, þroska lýðræðis og samkeppnishæfni þjóða. Í rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið voru leiddar líkur að því að fámennisklíkur karla í viðskiptum og stjórnmálum hefðu ýtt undir og magnað hrunið. Samtímis sýna rannsóknir að kynjajafnvægi við stjórn fyrirtækja leiðir til betri stjórnunar. Því hefur Alþingi samþykkt að gera fyrirtækjum og lífeyrissjóðum skylt að ekki minna en 40% stjórna þeirra verði skipuð konum í september 2013. Þá sýnir nýleg samantekt Jafnréttisstofu að Stjórnarráðið hefur náð markmiði jafnréttislaga um að konur skipi a.m.k. 40% sæta í nefndum og ráðum á þess vegum. Allt frá 1975 hefur 24. október verið íslenskum konum dagur samstöðu og linnulausrar baráttu fyrir jafnrétti kynja. Með því hafa þær fært þjóðinni þróttmeira samfélag, sterkara lýðræði og aukin lífsgæði. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi og launamunur kynjanna eru þau svið jafnréttismála þar sem hvað mest er að vinna. Vissulega hefur grettistaki verið lyft. Með lögum hafa nektardansstaðir verið bannaðir, vændiskaup gerð refsiverð og úrræðum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Ísland var eitt 11 ríkja sem í upphafi árs undirrituðu nýjan samning Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi er í smíðum. Meirihluti aðgerða í áætlun gegn mansali hefur komið til framkvæmda. Í fyrsta skipti í sögu okkar er starfandi sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynja. Á dögunum samþykkti hún að skipa framkvæmdanefnd um launamun kynja sem á að skila heildstæðri fjögurra ára áætlun um aðgerðir gegn kynbundnum launamun fyrir áramót. Hún er til marks um vilja ríkisstjórnarinnar til stóraukinnar sóknar gegn kynbundnum launamun. Tímaritið Newsweek greindi nýverið frá því að hvergi væri betra að vera kona en á Íslandi. Fjöldamargar mælingar á stöðu jafnréttis í heiminum sýna sömu niðurstöðu. Þekktust er árleg skýrsla Alþjóða efnahagsráðsins sem hefur skipað Íslandi í efsta sæti tvö ár í röð. Ráðið framkvæmir mælinguna í fullvissu um að staða jafnréttismála sé ein besta vísbendingin sem völ er á um almenn lífsgæði, þroska lýðræðis og samkeppnishæfni þjóða. Í rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið voru leiddar líkur að því að fámennisklíkur karla í viðskiptum og stjórnmálum hefðu ýtt undir og magnað hrunið. Samtímis sýna rannsóknir að kynjajafnvægi við stjórn fyrirtækja leiðir til betri stjórnunar. Því hefur Alþingi samþykkt að gera fyrirtækjum og lífeyrissjóðum skylt að ekki minna en 40% stjórna þeirra verði skipuð konum í september 2013. Þá sýnir nýleg samantekt Jafnréttisstofu að Stjórnarráðið hefur náð markmiði jafnréttislaga um að konur skipi a.m.k. 40% sæta í nefndum og ráðum á þess vegum. Allt frá 1975 hefur 24. október verið íslenskum konum dagur samstöðu og linnulausrar baráttu fyrir jafnrétti kynja. Með því hafa þær fært þjóðinni þróttmeira samfélag, sterkara lýðræði og aukin lífsgæði. Til hamingju með daginn!
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar