Fastafylgi er ekki til Pawel Bartoszek skrifar 28. október 2011 06:00 Ég tók þátt í síðustu kosningabaráttu gegn Besta flokknum. Þegar hann mældist snemma vors með tvo menn inni í borgarstjórn þótti mér sem öðrum það fremur augljóst að Jón Gnarr væri að „toppa of snemma“. Síðan mældist hann með fjóra, þá hugsuðu menn að nú hlyti þetta að vera algjör toppur. Svo fór hann að mælast með hreinan meirihluta og þá þurfti að fara að gá betur hverjir væru eiginlega á þessum lista. Hugtakið „að toppa of snemma“ er dæmi um það þegar menn reyna að að skapa sögu þar sem engin saga er. Fylgi flokka sveiflast. Það er alltaf betra að hafa meira fylgi en minna. ESB-andstæðingar eru ekki að toppa of snemma, þeir eru að vinna. Ríkisstjórnin er ekki að toppa seint, hún er óvinsæl. Annað hugtak sem maður lærir að nota ef maður vill ræða um stjórnmál í spekingslegum tón er hugtakið „fastafylgi“. Það eiga að vera þeir kjósendur sem kjósa tiltekinn flokk skilyrðislaust. Líklegast er slíkt fólk til en ég hugsa að það sé margfalt minna um það en margir, sérstaklega stjórnmálamenn, vilja ímynda sér. Kannski er svokallað fastafylgi flokka svipað að stærð og landsfundir þeirra, en varla mikið meira. Enda er það svo að sá stjórnmálamaður sem gengur að einhverju atkvæði vísu er fljótur að missa það. Stór hluti hverrar kosningabaráttu gengur einmitt út á að hringja í meinta fastafylgið og hvetja það til að kjósa sig. Svo fast er nú það fylgi. Þegar flokkar hverfaÁ Íslandi hefur flokkakerfið lengst af verið í grunninn fremur stöðugt. Jafnvel hrun heils fjármálakerfis kallaði ekki fram verulegar breytingar. VG komu inn í ríkisstjórn í stað Sjálfstæðisflokksins og Borgarahreyfingin kom inn á þing meðan Frjálslyndir duttu út. Við getum séð það á umræðunni að þeir sem lengst hafa fengist við pólitíska orðræðu hafa stundum ekki hugmyndaflug í annað en að færa kjósendur milli flokkanna fjögurra og velta því svo fyrir sér hvaða áhrif hitt og þetta hafi á mögulegt stjórnarsamstarf einhverra þeirra. En dæmin frá öðrum löndum sýna að mun róttækari uppstokkun er möguleg. Þegar ríkisstjórn hægrimanna féll í kosningum í Póllandi árið 2001 duttu báðir stjórnarflokkarnir út af þingi. Þetta var samt að mörgu leyti ágæt ríkisstjórn. Hún kom á nýju sýsluskipulagi, endurskipulagði menntakerfi barna og unglinga og einfaldaði skattkerfið. En vörumerkin drógu ekki lengur að. Hver á fætur öðrum fundu þingmenn sér aðra flokka og leyfðu þeim gömlu að sökkva til botns. Þetta var, með öðrum orðum, svolítil svona „Gamla Kaupþing, Nýja Kaupþing“ hugsun. Nýir flokkar?Það er vel hægt að hugsa sér fleiri hugmyndafræðilega samstæða flokka inni á íslenska stjórnmálasviðinu. Kannski vantar umhverfisverndarflokk sem er meira grænn en rauður? Kannski ættu frjálshyggjumenn að bjóða fram? Eða hópar tengdir mótmælendum? Ég hefði síðan ekkert á móti Evrópusinnuðum hægriflokki. Sjálfstæðisflokkurinn er vitanlega ekki Evrópusinnaður, hann er líklegast ESB-skeptískari en oft áður. Það er þannig séð ekki útilokað að deila flokki með fólki sem er ósammála manni um ESB. En það þarf tvo til. Sé yfirgnæfandi meirihluti fólks í einhverjum samtökum á því að maður eigi ekki samleið með því, þá á maður líklegast ekki samleið með því. Bara eitthvað annað?Margt bendir til að hinir rótgrónu flokkar geti ekki gengið að atkvæðum fólks vísum. En helsti vandi nýrra framboða á Íslandi hefur verið að þau hafa stundum reynt að höfða til allra og engra í senn í stað þess að hafa skýra stefnu og tala fyrir henni. Sé litið til síðustu kosninga hafa ný framboð fyrst og síðast lagt áherslu á að þau væru einmitt „ný“, „öðruvísi“ eða „ekki eins og hinir“. Einhver hljómgrunnur er alltaf fyrir slíkum boðskap en menn vinna ekki kosningar á því að láta eins og þeir bjóði sig fram í stjórnarandstöðu. Menn eiga að segja: „Þetta viljum við að gera“ og „hér er fólkið sem mun gera það“. Þannig vinna menn til sín fylgi. Jafnvel svokallað fastafylgi einhvers annars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ég tók þátt í síðustu kosningabaráttu gegn Besta flokknum. Þegar hann mældist snemma vors með tvo menn inni í borgarstjórn þótti mér sem öðrum það fremur augljóst að Jón Gnarr væri að „toppa of snemma“. Síðan mældist hann með fjóra, þá hugsuðu menn að nú hlyti þetta að vera algjör toppur. Svo fór hann að mælast með hreinan meirihluta og þá þurfti að fara að gá betur hverjir væru eiginlega á þessum lista. Hugtakið „að toppa of snemma“ er dæmi um það þegar menn reyna að að skapa sögu þar sem engin saga er. Fylgi flokka sveiflast. Það er alltaf betra að hafa meira fylgi en minna. ESB-andstæðingar eru ekki að toppa of snemma, þeir eru að vinna. Ríkisstjórnin er ekki að toppa seint, hún er óvinsæl. Annað hugtak sem maður lærir að nota ef maður vill ræða um stjórnmál í spekingslegum tón er hugtakið „fastafylgi“. Það eiga að vera þeir kjósendur sem kjósa tiltekinn flokk skilyrðislaust. Líklegast er slíkt fólk til en ég hugsa að það sé margfalt minna um það en margir, sérstaklega stjórnmálamenn, vilja ímynda sér. Kannski er svokallað fastafylgi flokka svipað að stærð og landsfundir þeirra, en varla mikið meira. Enda er það svo að sá stjórnmálamaður sem gengur að einhverju atkvæði vísu er fljótur að missa það. Stór hluti hverrar kosningabaráttu gengur einmitt út á að hringja í meinta fastafylgið og hvetja það til að kjósa sig. Svo fast er nú það fylgi. Þegar flokkar hverfaÁ Íslandi hefur flokkakerfið lengst af verið í grunninn fremur stöðugt. Jafnvel hrun heils fjármálakerfis kallaði ekki fram verulegar breytingar. VG komu inn í ríkisstjórn í stað Sjálfstæðisflokksins og Borgarahreyfingin kom inn á þing meðan Frjálslyndir duttu út. Við getum séð það á umræðunni að þeir sem lengst hafa fengist við pólitíska orðræðu hafa stundum ekki hugmyndaflug í annað en að færa kjósendur milli flokkanna fjögurra og velta því svo fyrir sér hvaða áhrif hitt og þetta hafi á mögulegt stjórnarsamstarf einhverra þeirra. En dæmin frá öðrum löndum sýna að mun róttækari uppstokkun er möguleg. Þegar ríkisstjórn hægrimanna féll í kosningum í Póllandi árið 2001 duttu báðir stjórnarflokkarnir út af þingi. Þetta var samt að mörgu leyti ágæt ríkisstjórn. Hún kom á nýju sýsluskipulagi, endurskipulagði menntakerfi barna og unglinga og einfaldaði skattkerfið. En vörumerkin drógu ekki lengur að. Hver á fætur öðrum fundu þingmenn sér aðra flokka og leyfðu þeim gömlu að sökkva til botns. Þetta var, með öðrum orðum, svolítil svona „Gamla Kaupþing, Nýja Kaupþing“ hugsun. Nýir flokkar?Það er vel hægt að hugsa sér fleiri hugmyndafræðilega samstæða flokka inni á íslenska stjórnmálasviðinu. Kannski vantar umhverfisverndarflokk sem er meira grænn en rauður? Kannski ættu frjálshyggjumenn að bjóða fram? Eða hópar tengdir mótmælendum? Ég hefði síðan ekkert á móti Evrópusinnuðum hægriflokki. Sjálfstæðisflokkurinn er vitanlega ekki Evrópusinnaður, hann er líklegast ESB-skeptískari en oft áður. Það er þannig séð ekki útilokað að deila flokki með fólki sem er ósammála manni um ESB. En það þarf tvo til. Sé yfirgnæfandi meirihluti fólks í einhverjum samtökum á því að maður eigi ekki samleið með því, þá á maður líklegast ekki samleið með því. Bara eitthvað annað?Margt bendir til að hinir rótgrónu flokkar geti ekki gengið að atkvæðum fólks vísum. En helsti vandi nýrra framboða á Íslandi hefur verið að þau hafa stundum reynt að höfða til allra og engra í senn í stað þess að hafa skýra stefnu og tala fyrir henni. Sé litið til síðustu kosninga hafa ný framboð fyrst og síðast lagt áherslu á að þau væru einmitt „ný“, „öðruvísi“ eða „ekki eins og hinir“. Einhver hljómgrunnur er alltaf fyrir slíkum boðskap en menn vinna ekki kosningar á því að láta eins og þeir bjóði sig fram í stjórnarandstöðu. Menn eiga að segja: „Þetta viljum við að gera“ og „hér er fólkið sem mun gera það“. Þannig vinna menn til sín fylgi. Jafnvel svokallað fastafylgi einhvers annars.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar