15 milljarða króna gjöf ríkisins Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Fréttablaðið birti á forsíðu sinni frétt um mikil uppgrip í uppsjávarveiðum. Veiðar á makríl, síld og loðnu munu væntanlega skila um 75 milljörðum kr. í þjóðarbúið. Það eru góðar fréttir fyrir marga, en sérstaklega fyrir útgerðina sem græðir á tá og fingri um þessar mundir. Það gæti líka verið sérstaklega góðar fréttir fyrir ríkissjóð, en eru það ekki. Ríkissjóður hefði getað fengið um 16 milljarða króna í sinn hlut fyrir úthlutun veiðileyfisins, ef stuðst er við verð sem útvegsmenn sjálfir hafa verið reiðubúnir að greiða og forsendur Alþingis við viðbótarúthlutun á skötusel. Það var látið ógert og ríkissjóður tekur sér aðeins um 730 milljónir króna. Mismunurinn er um 15 milljarðar króna. Minna má nú gagn gera útvegsmönnum til þægðar. Veiðigjald til ríkisins fyrir makríl voru heilir 90 aurar fyrir hvert kg, 71 eyrir fyrir kg af síld og verða 95 aurar fyrir loðnuna á veiðunum í vetur. Færeyingar héldu uppboð á makrílkvóta í sumar og fengu 1,6 milljarða króna fyrir 20.000 tonn eða 80 kr/kg að meðaltali. Samherji keypti kvóta á uppboðinu og greiddi 100 kr fyrir hvert kg. Ríkið hefði getað fengið 9 milljarða króna fyrir makrílveiðarnar í stað 140 milljóna kr. samkvæmt forsendum, sem ég geri frekar grein fyrir á heimasíðu minni kristinn.is. Fyrir síldina og loðnuna má ætla að ríkið geti fengið um 7 milljarða króna í sinn hlut, en mun aðeins fá um 590 milljónir króna. Fyrir mismuninn má reka Landspítalann í hálft ár. Það þyrfti ekki að skera niður starfsemi sjúkrahússins á Húsavík og Ísafirði niður fyrir sársaukamörk. Það þyrfti ekki að loka annarri líknardeild Landspítalans. Það þyrfti ekki að svíða kaupmáttinn af gamla fólkinu og örorkulífeyrisþegum með því að láta bætur ríkisins ekki hækka til jafns við verðlagsbreytingar. Hvers vegna þarf að hlífa útvegsmönnum í myljandi gróðastarfsemi við því að taka sanngjarnan þátt í rekstri ríkissjóðs á erfiðum tímum? Hvers vegna hlífir ríkisstjórnin frekar útvegsmönnum en öldruðum og sjúkum? Svona eiga jafnaðarmenn ekki að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti á forsíðu sinni frétt um mikil uppgrip í uppsjávarveiðum. Veiðar á makríl, síld og loðnu munu væntanlega skila um 75 milljörðum kr. í þjóðarbúið. Það eru góðar fréttir fyrir marga, en sérstaklega fyrir útgerðina sem græðir á tá og fingri um þessar mundir. Það gæti líka verið sérstaklega góðar fréttir fyrir ríkissjóð, en eru það ekki. Ríkissjóður hefði getað fengið um 16 milljarða króna í sinn hlut fyrir úthlutun veiðileyfisins, ef stuðst er við verð sem útvegsmenn sjálfir hafa verið reiðubúnir að greiða og forsendur Alþingis við viðbótarúthlutun á skötusel. Það var látið ógert og ríkissjóður tekur sér aðeins um 730 milljónir króna. Mismunurinn er um 15 milljarðar króna. Minna má nú gagn gera útvegsmönnum til þægðar. Veiðigjald til ríkisins fyrir makríl voru heilir 90 aurar fyrir hvert kg, 71 eyrir fyrir kg af síld og verða 95 aurar fyrir loðnuna á veiðunum í vetur. Færeyingar héldu uppboð á makrílkvóta í sumar og fengu 1,6 milljarða króna fyrir 20.000 tonn eða 80 kr/kg að meðaltali. Samherji keypti kvóta á uppboðinu og greiddi 100 kr fyrir hvert kg. Ríkið hefði getað fengið 9 milljarða króna fyrir makrílveiðarnar í stað 140 milljóna kr. samkvæmt forsendum, sem ég geri frekar grein fyrir á heimasíðu minni kristinn.is. Fyrir síldina og loðnuna má ætla að ríkið geti fengið um 7 milljarða króna í sinn hlut, en mun aðeins fá um 590 milljónir króna. Fyrir mismuninn má reka Landspítalann í hálft ár. Það þyrfti ekki að skera niður starfsemi sjúkrahússins á Húsavík og Ísafirði niður fyrir sársaukamörk. Það þyrfti ekki að loka annarri líknardeild Landspítalans. Það þyrfti ekki að svíða kaupmáttinn af gamla fólkinu og örorkulífeyrisþegum með því að láta bætur ríkisins ekki hækka til jafns við verðlagsbreytingar. Hvers vegna þarf að hlífa útvegsmönnum í myljandi gróðastarfsemi við því að taka sanngjarnan þátt í rekstri ríkissjóðs á erfiðum tímum? Hvers vegna hlífir ríkisstjórnin frekar útvegsmönnum en öldruðum og sjúkum? Svona eiga jafnaðarmenn ekki að gera.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar