Ósanngjarn niðurskurður 30. nóvember 2011 06:00 Í skýrslu Capacent, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um niðurskurð til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki (HS), kemur eftirfarandi fram: 1. Á verðlagi ársins 2012 er lækkun fjárveitinga frá 2008 34,1%. 2. Hagvöxtur hefur verið neikvæður í Skagafirði m.a. á góðæristímanum og íbúum hefur fækkað. Lækkun fjárveitinga til HS þykir líkleg til að veikja samfélagið. 3. Aldraðir eru hlutfallslega yfir landsmeðaltali og slakari grunnþjónusta mun fæla frá ungt fólk og hlutfall aldraðra hækka. 4. Þjónusta verður óhagkvæmari og faglega verr stödd við frekari hagræðingu, fagfólki mun fækka. 5. HS hefur verið látin bera meiri samdrátt en aðrar stofnanir án þess að greining á aðstæðum liggi fyrir. Um árabil hafa Skagfirðingar keyrt sitt samfélag áfram á vinnusemi og bjartsýni. Landsmenn þekkja ekki háværar raddir úr Skagafirði þar sem settar eru fram kröfur um eitt eða annað. Unnið hefur verið með stjórnvöldum og reynt að mæta þeim breytingum sem stjórnvöld boða með því að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Um árabil hafa sveitarfélögin og atvinnulífið sett mikla fjármuni í að standa af sér storminn í efnahags- og atvinnumálum en nú er þrekið tekið að þverra. Þrátt fyrir margar skýrslur sem sýna alltaf það sama að hagvöxtur sé neikvæður og opinber störf lífsnauðsynleg þá ætlar ríkisvaldið að gera í engu það sem barist hefur verið fyrir. Mælingar sýna að á eftir atvinnu þá eru það heilbrigðismálin sem mestu skipta þegar búseta er valin. Fólk vill öryggi. Gert er ráð fyrir að í Skagafirði muni íbúum fækka um 90 á þessu ári og stefnir í að íbúafjöldinn fari undir 4.000 íbúa í fyrsta sinn með tilheyrandi samfélagsáhrifum. Í Skagafirði er næg vinna og eftirspurn hefur verið eftir húsnæði og þjónusta sveitarfélaga til fyrirmyndar. Nú er svo komið að enginn skilur hvað stjórnvöldum gengur til. Hvers vegna er ekki hlustað? Hvað höfum við gert? Getur það verið að fækkun starfsmanna HS um u.þ.b. 30 á átta árum sé til þess að réttlæta og fjármagna nýjan Landspítala? Hvernig er hægt að rökstyðja skerðingu á þjónustu þannig að sjúklingar þurfi að sækja þjónustu annað um leið og hætt er að styðja við flug til Sauðárkróks þannig að það mun einnig leggjast af? Þenslan kom ekki við í Skagafirði fremur en á flestum stöðum á landsbyggðinni. Það var neikvæður hagvöxtur í þenslu í Skagafirði. Kreppan nær hins vegar til alls landsins. Er það virkilega þannig að svelta á landsbyggðina til Reykjavíkur? Áður en ég tók sæti á Alþingi sat ég í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þá voru velferðarráðuneytinu (hét þá heilbrigðisráðuneyti) skrifuð bréf þar sem óskað var eftir viðræðum við stjórnvöld um að yfirtaka rekstur HS. Þær viðræður fóru aldrei fram þar sem beiðnin var ekki virt viðlits. Aðför stjórnvalda að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er til skammar enda engin rök verið sett fram er styðja framferði stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í skýrslu Capacent, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um niðurskurð til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki (HS), kemur eftirfarandi fram: 1. Á verðlagi ársins 2012 er lækkun fjárveitinga frá 2008 34,1%. 2. Hagvöxtur hefur verið neikvæður í Skagafirði m.a. á góðæristímanum og íbúum hefur fækkað. Lækkun fjárveitinga til HS þykir líkleg til að veikja samfélagið. 3. Aldraðir eru hlutfallslega yfir landsmeðaltali og slakari grunnþjónusta mun fæla frá ungt fólk og hlutfall aldraðra hækka. 4. Þjónusta verður óhagkvæmari og faglega verr stödd við frekari hagræðingu, fagfólki mun fækka. 5. HS hefur verið látin bera meiri samdrátt en aðrar stofnanir án þess að greining á aðstæðum liggi fyrir. Um árabil hafa Skagfirðingar keyrt sitt samfélag áfram á vinnusemi og bjartsýni. Landsmenn þekkja ekki háværar raddir úr Skagafirði þar sem settar eru fram kröfur um eitt eða annað. Unnið hefur verið með stjórnvöldum og reynt að mæta þeim breytingum sem stjórnvöld boða með því að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Um árabil hafa sveitarfélögin og atvinnulífið sett mikla fjármuni í að standa af sér storminn í efnahags- og atvinnumálum en nú er þrekið tekið að þverra. Þrátt fyrir margar skýrslur sem sýna alltaf það sama að hagvöxtur sé neikvæður og opinber störf lífsnauðsynleg þá ætlar ríkisvaldið að gera í engu það sem barist hefur verið fyrir. Mælingar sýna að á eftir atvinnu þá eru það heilbrigðismálin sem mestu skipta þegar búseta er valin. Fólk vill öryggi. Gert er ráð fyrir að í Skagafirði muni íbúum fækka um 90 á þessu ári og stefnir í að íbúafjöldinn fari undir 4.000 íbúa í fyrsta sinn með tilheyrandi samfélagsáhrifum. Í Skagafirði er næg vinna og eftirspurn hefur verið eftir húsnæði og þjónusta sveitarfélaga til fyrirmyndar. Nú er svo komið að enginn skilur hvað stjórnvöldum gengur til. Hvers vegna er ekki hlustað? Hvað höfum við gert? Getur það verið að fækkun starfsmanna HS um u.þ.b. 30 á átta árum sé til þess að réttlæta og fjármagna nýjan Landspítala? Hvernig er hægt að rökstyðja skerðingu á þjónustu þannig að sjúklingar þurfi að sækja þjónustu annað um leið og hætt er að styðja við flug til Sauðárkróks þannig að það mun einnig leggjast af? Þenslan kom ekki við í Skagafirði fremur en á flestum stöðum á landsbyggðinni. Það var neikvæður hagvöxtur í þenslu í Skagafirði. Kreppan nær hins vegar til alls landsins. Er það virkilega þannig að svelta á landsbyggðina til Reykjavíkur? Áður en ég tók sæti á Alþingi sat ég í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þá voru velferðarráðuneytinu (hét þá heilbrigðisráðuneyti) skrifuð bréf þar sem óskað var eftir viðræðum við stjórnvöld um að yfirtaka rekstur HS. Þær viðræður fóru aldrei fram þar sem beiðnin var ekki virt viðlits. Aðför stjórnvalda að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er til skammar enda engin rök verið sett fram er styðja framferði stjórnvalda.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar