Ósanngjarn niðurskurður 30. nóvember 2011 06:00 Í skýrslu Capacent, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um niðurskurð til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki (HS), kemur eftirfarandi fram: 1. Á verðlagi ársins 2012 er lækkun fjárveitinga frá 2008 34,1%. 2. Hagvöxtur hefur verið neikvæður í Skagafirði m.a. á góðæristímanum og íbúum hefur fækkað. Lækkun fjárveitinga til HS þykir líkleg til að veikja samfélagið. 3. Aldraðir eru hlutfallslega yfir landsmeðaltali og slakari grunnþjónusta mun fæla frá ungt fólk og hlutfall aldraðra hækka. 4. Þjónusta verður óhagkvæmari og faglega verr stödd við frekari hagræðingu, fagfólki mun fækka. 5. HS hefur verið látin bera meiri samdrátt en aðrar stofnanir án þess að greining á aðstæðum liggi fyrir. Um árabil hafa Skagfirðingar keyrt sitt samfélag áfram á vinnusemi og bjartsýni. Landsmenn þekkja ekki háværar raddir úr Skagafirði þar sem settar eru fram kröfur um eitt eða annað. Unnið hefur verið með stjórnvöldum og reynt að mæta þeim breytingum sem stjórnvöld boða með því að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Um árabil hafa sveitarfélögin og atvinnulífið sett mikla fjármuni í að standa af sér storminn í efnahags- og atvinnumálum en nú er þrekið tekið að þverra. Þrátt fyrir margar skýrslur sem sýna alltaf það sama að hagvöxtur sé neikvæður og opinber störf lífsnauðsynleg þá ætlar ríkisvaldið að gera í engu það sem barist hefur verið fyrir. Mælingar sýna að á eftir atvinnu þá eru það heilbrigðismálin sem mestu skipta þegar búseta er valin. Fólk vill öryggi. Gert er ráð fyrir að í Skagafirði muni íbúum fækka um 90 á þessu ári og stefnir í að íbúafjöldinn fari undir 4.000 íbúa í fyrsta sinn með tilheyrandi samfélagsáhrifum. Í Skagafirði er næg vinna og eftirspurn hefur verið eftir húsnæði og þjónusta sveitarfélaga til fyrirmyndar. Nú er svo komið að enginn skilur hvað stjórnvöldum gengur til. Hvers vegna er ekki hlustað? Hvað höfum við gert? Getur það verið að fækkun starfsmanna HS um u.þ.b. 30 á átta árum sé til þess að réttlæta og fjármagna nýjan Landspítala? Hvernig er hægt að rökstyðja skerðingu á þjónustu þannig að sjúklingar þurfi að sækja þjónustu annað um leið og hætt er að styðja við flug til Sauðárkróks þannig að það mun einnig leggjast af? Þenslan kom ekki við í Skagafirði fremur en á flestum stöðum á landsbyggðinni. Það var neikvæður hagvöxtur í þenslu í Skagafirði. Kreppan nær hins vegar til alls landsins. Er það virkilega þannig að svelta á landsbyggðina til Reykjavíkur? Áður en ég tók sæti á Alþingi sat ég í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þá voru velferðarráðuneytinu (hét þá heilbrigðisráðuneyti) skrifuð bréf þar sem óskað var eftir viðræðum við stjórnvöld um að yfirtaka rekstur HS. Þær viðræður fóru aldrei fram þar sem beiðnin var ekki virt viðlits. Aðför stjórnvalda að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er til skammar enda engin rök verið sett fram er styðja framferði stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í skýrslu Capacent, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um niðurskurð til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki (HS), kemur eftirfarandi fram: 1. Á verðlagi ársins 2012 er lækkun fjárveitinga frá 2008 34,1%. 2. Hagvöxtur hefur verið neikvæður í Skagafirði m.a. á góðæristímanum og íbúum hefur fækkað. Lækkun fjárveitinga til HS þykir líkleg til að veikja samfélagið. 3. Aldraðir eru hlutfallslega yfir landsmeðaltali og slakari grunnþjónusta mun fæla frá ungt fólk og hlutfall aldraðra hækka. 4. Þjónusta verður óhagkvæmari og faglega verr stödd við frekari hagræðingu, fagfólki mun fækka. 5. HS hefur verið látin bera meiri samdrátt en aðrar stofnanir án þess að greining á aðstæðum liggi fyrir. Um árabil hafa Skagfirðingar keyrt sitt samfélag áfram á vinnusemi og bjartsýni. Landsmenn þekkja ekki háværar raddir úr Skagafirði þar sem settar eru fram kröfur um eitt eða annað. Unnið hefur verið með stjórnvöldum og reynt að mæta þeim breytingum sem stjórnvöld boða með því að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Um árabil hafa sveitarfélögin og atvinnulífið sett mikla fjármuni í að standa af sér storminn í efnahags- og atvinnumálum en nú er þrekið tekið að þverra. Þrátt fyrir margar skýrslur sem sýna alltaf það sama að hagvöxtur sé neikvæður og opinber störf lífsnauðsynleg þá ætlar ríkisvaldið að gera í engu það sem barist hefur verið fyrir. Mælingar sýna að á eftir atvinnu þá eru það heilbrigðismálin sem mestu skipta þegar búseta er valin. Fólk vill öryggi. Gert er ráð fyrir að í Skagafirði muni íbúum fækka um 90 á þessu ári og stefnir í að íbúafjöldinn fari undir 4.000 íbúa í fyrsta sinn með tilheyrandi samfélagsáhrifum. Í Skagafirði er næg vinna og eftirspurn hefur verið eftir húsnæði og þjónusta sveitarfélaga til fyrirmyndar. Nú er svo komið að enginn skilur hvað stjórnvöldum gengur til. Hvers vegna er ekki hlustað? Hvað höfum við gert? Getur það verið að fækkun starfsmanna HS um u.þ.b. 30 á átta árum sé til þess að réttlæta og fjármagna nýjan Landspítala? Hvernig er hægt að rökstyðja skerðingu á þjónustu þannig að sjúklingar þurfi að sækja þjónustu annað um leið og hætt er að styðja við flug til Sauðárkróks þannig að það mun einnig leggjast af? Þenslan kom ekki við í Skagafirði fremur en á flestum stöðum á landsbyggðinni. Það var neikvæður hagvöxtur í þenslu í Skagafirði. Kreppan nær hins vegar til alls landsins. Er það virkilega þannig að svelta á landsbyggðina til Reykjavíkur? Áður en ég tók sæti á Alþingi sat ég í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þá voru velferðarráðuneytinu (hét þá heilbrigðisráðuneyti) skrifuð bréf þar sem óskað var eftir viðræðum við stjórnvöld um að yfirtaka rekstur HS. Þær viðræður fóru aldrei fram þar sem beiðnin var ekki virt viðlits. Aðför stjórnvalda að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er til skammar enda engin rök verið sett fram er styðja framferði stjórnvalda.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun