Skoðun

Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju

Á árabilinu 2001 til 2010 hefur eigið fé Landsvirkjunar í bandaríkjadölum liðlega fjórfaldast. Þar hefur ekki komið til nein hlutafjáraukning af hálfu eigenda fyrirtækisins heldur hefur fyrirtækið þvert á móti greitt 45 milljónir bandaríkjadala í arð til eigenda sinna á sama tíma. Það eru fá íslensk fyrirtæki sem geta státað af viðlíka arðsemi eigin fjár á þessu tímabili.

Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið, komast tveir hagfræðingar að því að arðsemi raforkusölu til stóriðju hafi reynst umtalsvert lakari en arðsemi annarra atvinnuvega en stóriðju, veitustarfsemi og fjármálafyrirtækja. Muni þar 2-3% á árlegri heildararðsemi.

Þar er horft til arðsemi heildarfjármagns til langs tíma, allt frá 1965 er Landsvirkjun var sett á fót. Meginuppbygging Landsvirkjunar hefur hins vegar átt sér stað á liðnum áratug, en á því tímabili hefur raforkusala fyrirtækisins tvöfaldast, fyrst og fremst vegna aukinnar raforkusölu til stóriðju. Árangurinn af þeirri uppbyggingu má m.a. sjá í fjórföldun eigin fjár Landsvirkjunar á sama tíma.

Í skýrslu Sjónarrandar kemur fram að arðsemi Landsvirkjunar af raforkusölu til stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt hærri en arðsemi af raforkusölu til almennings.




Skoðun

Skoðun

Sam­úð

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Skoðun

Reykja­vík er höfuð­borg okkar allra

Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar

Sjá meira


×