Skúli 300! Ófeigur Sigurðsson skrifar 15. desember 2011 06:00 Í dag, 12ta desember, þegar þetta er skrifað, er 300 ára afmæli Skúla Magnússonar landfógeta. Það var undarleg reynsla sem endranær að fletta í gegnum Fréttablaðið í morgun og sjá að hvergi er á þessi tímamót minnst. Þar kemur fram að það markverðasta sem gerst hefur 12ta desember í íslenskri sögu er að þá fékk háhyrningurinn Keikó lungnasjúkdóm. Þá er auglýsing frá Viðeyjarstofu, heimili Skúla og fyrsta steinhúsi landsins, sem þá var höll, og á meðan bygging þess stóð yfir á árunum 1752-1755 bjó Skúli í tjaldi úti í Viðey frekar en að deila Bessastöðum með dönsku yfirvaldi, honum Pingel stiftamtmanni; í auglýsingunni frá Viðeyjarstofu í Fréttablaðinu í dag er boðið upp á lifandi flutning jólalaga á píanó yfir jólahlaðborði. Þó ekki í dag, því í dag er húsið laust, tómt, þar er ekkert að gerast. 200 ára afmæli Jóns forseta tók sitt pláss á árinu, þó ekki svo mikið. En Skúli er 300! Hann er faðir Reykjavíkur. Í mínum huga eru þeir Jón og Skúli báðir miklar sjálfstæðishetjur sem vildu landi og þjóð gott til framtíðar, og í ár var gullið tækifæri að flétta saman minningu þeirra og ærið fyrir þjóð í kröggum. Jón forseti var maður skriffinnskunnar en Skúli fógeti maður framkvæmda; Jón var skrifari en Skúli aðgerðarsinni, Jón er inni, Skúli úti. Allir stjórnmálaflokkar frá upphafi hafa eignað sér Jón Sigurðsson og gert hann að sínum en allir hafa verið hræddir við Skúla. Auk þess sem Skúli fógeti skrifaði gagnleg rit vann hann að því í meira en hálfa öld að leysa Íslendinga undan kúgun kaupmanna og braskara sem mergsugu auðlindir Íslands og rændu landið gæðum sínum. Skúli barðist jafnt í ræðu og riti og með hnúum og hnefum fyrir nýsköpun og það sem í dag er kallað sjálfbærni, hann þoldi ekki ójöfnuðinn og óréttlætið að Íslendingar fengju ekki tækifæri til þess að fullvinna sínar afurðir sjálfir. Lífsstarfi Skúla Magnússonar landfógeta í þágu landsins hefur vart verið sýndur nokkur sómi síðan Jón Jónsson gaf út ævisögu hans mánuði fyrir 200 ára afmæli hans árið 1911. Nema þá er ævisaga Skúla, skráð af honum sjálfum, prentuð í öðru bindi Merkra Íslendinga árið 1947. Megas söng svo á Loftmynd 1987 hvort einhver myndi „ekki eftir honum Skúla sem að skaut skelk í bringu danskra kaupahéðna“. Og í dag verður svo opnuð sýning í fógetahúsi við Aðalstræti á munum frá 18du öld. Helsta birtingarmynd niðurlægingarskeiða er svona söguleysi, máttleysi og minnisleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 12ta desember, þegar þetta er skrifað, er 300 ára afmæli Skúla Magnússonar landfógeta. Það var undarleg reynsla sem endranær að fletta í gegnum Fréttablaðið í morgun og sjá að hvergi er á þessi tímamót minnst. Þar kemur fram að það markverðasta sem gerst hefur 12ta desember í íslenskri sögu er að þá fékk háhyrningurinn Keikó lungnasjúkdóm. Þá er auglýsing frá Viðeyjarstofu, heimili Skúla og fyrsta steinhúsi landsins, sem þá var höll, og á meðan bygging þess stóð yfir á árunum 1752-1755 bjó Skúli í tjaldi úti í Viðey frekar en að deila Bessastöðum með dönsku yfirvaldi, honum Pingel stiftamtmanni; í auglýsingunni frá Viðeyjarstofu í Fréttablaðinu í dag er boðið upp á lifandi flutning jólalaga á píanó yfir jólahlaðborði. Þó ekki í dag, því í dag er húsið laust, tómt, þar er ekkert að gerast. 200 ára afmæli Jóns forseta tók sitt pláss á árinu, þó ekki svo mikið. En Skúli er 300! Hann er faðir Reykjavíkur. Í mínum huga eru þeir Jón og Skúli báðir miklar sjálfstæðishetjur sem vildu landi og þjóð gott til framtíðar, og í ár var gullið tækifæri að flétta saman minningu þeirra og ærið fyrir þjóð í kröggum. Jón forseti var maður skriffinnskunnar en Skúli fógeti maður framkvæmda; Jón var skrifari en Skúli aðgerðarsinni, Jón er inni, Skúli úti. Allir stjórnmálaflokkar frá upphafi hafa eignað sér Jón Sigurðsson og gert hann að sínum en allir hafa verið hræddir við Skúla. Auk þess sem Skúli fógeti skrifaði gagnleg rit vann hann að því í meira en hálfa öld að leysa Íslendinga undan kúgun kaupmanna og braskara sem mergsugu auðlindir Íslands og rændu landið gæðum sínum. Skúli barðist jafnt í ræðu og riti og með hnúum og hnefum fyrir nýsköpun og það sem í dag er kallað sjálfbærni, hann þoldi ekki ójöfnuðinn og óréttlætið að Íslendingar fengju ekki tækifæri til þess að fullvinna sínar afurðir sjálfir. Lífsstarfi Skúla Magnússonar landfógeta í þágu landsins hefur vart verið sýndur nokkur sómi síðan Jón Jónsson gaf út ævisögu hans mánuði fyrir 200 ára afmæli hans árið 1911. Nema þá er ævisaga Skúla, skráð af honum sjálfum, prentuð í öðru bindi Merkra Íslendinga árið 1947. Megas söng svo á Loftmynd 1987 hvort einhver myndi „ekki eftir honum Skúla sem að skaut skelk í bringu danskra kaupahéðna“. Og í dag verður svo opnuð sýning í fógetahúsi við Aðalstræti á munum frá 18du öld. Helsta birtingarmynd niðurlægingarskeiða er svona söguleysi, máttleysi og minnisleysi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun