Veruleiki ungs fólks á Íslandi Árni Beinteinn Árnason skrifar 10. febrúar 2011 06:00 Ég er nýorðinn 16 ára. Ég þekki daglegt líf unglinga á Íslandi enda er ég í innsta hring. Mér líður eins og nokkurs konar njósnara með því að uppljóstra hvernig við rúllum! (slangur sem þýðir ; högum okkur í daglegu lífi). Stundum finnst mér fullorðið fólk dæma yngri kynslóðina. Það er margt sem ýtir undir það. Nýleg könnun leiddi til dæmis í ljós sláandi niðurstöður. 40% stráka á aldrinum 16-19 ára finnst sjálfsagt að karlmenn séu ríkjandi kyn. Þegar þið lesið þetta er ykkur vonandi stórlega brugðið. Enda er það ekki skrýtið. En það sem þið skiljið ekki er að strákunum sem svöruðu könnuninni gekk ekkert illt til. Fræðslan og umræðan um þessi málefni er einfaldlega ekki á þeim stað sem hún þyrfti að vera. Okkar heimur er gjörólíkur því sem þið þekktuð á okkar aldri. Við erum ný kynslóð. Við lifum í rafrænum heimi. Internet einelti og grófar netsíður eru daglegt líf margra á mínum aldri. Það er staðreynd sem þarf að horfast í augu við. Þeirri hugmynd er snemma komið inn hjá strákum að karlmennirnir eigi að ráða. Það er ekki okkur að kenna. Þá hugmynd má rekja til kvikmynda, fjölmiðla, bókmennta og allrar umræðu. Öllum þessum þáttum er stjórnað af fullorðnum. Eiginleg fræðsla hefur ekki tilskilin áhrif þegar samfélagsandinn segir okkur annað. Það þurfa allir að taka þátt og sameinast í því að breyta hugarfarinu. Börn byrja snemma að stjórnast af staðalímyndum. Ef hugmyndir fyrirmyndanna okkar eru á þann veg að karlmennirnir eigi að hafa meiri réttindi og ráða meiru þá getur enginn sagt okkur annað. Þegar ungir menn eru settir út í kuldann við það að láta í ljós aðrar skoðanir á þessum málefnum er þjóðfélagið á rangri braut. Meðan andrúmsloftið er slíkt er ekki skrýtið að fólk og þá sérstaklega yngri kynslóðin láti sig vanta í umræðuna um kynbundinn mismun. Gillz er fyrirmyndin mín, ég elska að lesa fréttir um Ásdísi Rán og rappið hans Erps er á Ipod-num mínum allan daginn. Ég þarf að uppfylla staðalútlitskröfur og vera með í umræðunni í mínum samfélagshópi. Allir aðrir eru í sömu sporum og ég og þess vegna þarf að sýna okkur umburðarlyndi og fullorðið fólk þarf að setja sig í okkar spor. En það getur hver og einn tekið af skarið. Þó ekki sé nema að breyta sinni eigin afstöðu. Þá myndast samstaða og ef allir leggjast á eitt, hlusta á hver annan, opna umræðuna og láta í sér heyra fara vonandi fleiri að láta sig málin varða. Það þarf að breyta hugmyndum kyndilbera framtíðarinnar. En ef maður ætlar að breyta heiminum, þarf maður að byrja á sjálfum sér...ég er byrjaður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er nýorðinn 16 ára. Ég þekki daglegt líf unglinga á Íslandi enda er ég í innsta hring. Mér líður eins og nokkurs konar njósnara með því að uppljóstra hvernig við rúllum! (slangur sem þýðir ; högum okkur í daglegu lífi). Stundum finnst mér fullorðið fólk dæma yngri kynslóðina. Það er margt sem ýtir undir það. Nýleg könnun leiddi til dæmis í ljós sláandi niðurstöður. 40% stráka á aldrinum 16-19 ára finnst sjálfsagt að karlmenn séu ríkjandi kyn. Þegar þið lesið þetta er ykkur vonandi stórlega brugðið. Enda er það ekki skrýtið. En það sem þið skiljið ekki er að strákunum sem svöruðu könnuninni gekk ekkert illt til. Fræðslan og umræðan um þessi málefni er einfaldlega ekki á þeim stað sem hún þyrfti að vera. Okkar heimur er gjörólíkur því sem þið þekktuð á okkar aldri. Við erum ný kynslóð. Við lifum í rafrænum heimi. Internet einelti og grófar netsíður eru daglegt líf margra á mínum aldri. Það er staðreynd sem þarf að horfast í augu við. Þeirri hugmynd er snemma komið inn hjá strákum að karlmennirnir eigi að ráða. Það er ekki okkur að kenna. Þá hugmynd má rekja til kvikmynda, fjölmiðla, bókmennta og allrar umræðu. Öllum þessum þáttum er stjórnað af fullorðnum. Eiginleg fræðsla hefur ekki tilskilin áhrif þegar samfélagsandinn segir okkur annað. Það þurfa allir að taka þátt og sameinast í því að breyta hugarfarinu. Börn byrja snemma að stjórnast af staðalímyndum. Ef hugmyndir fyrirmyndanna okkar eru á þann veg að karlmennirnir eigi að hafa meiri réttindi og ráða meiru þá getur enginn sagt okkur annað. Þegar ungir menn eru settir út í kuldann við það að láta í ljós aðrar skoðanir á þessum málefnum er þjóðfélagið á rangri braut. Meðan andrúmsloftið er slíkt er ekki skrýtið að fólk og þá sérstaklega yngri kynslóðin láti sig vanta í umræðuna um kynbundinn mismun. Gillz er fyrirmyndin mín, ég elska að lesa fréttir um Ásdísi Rán og rappið hans Erps er á Ipod-num mínum allan daginn. Ég þarf að uppfylla staðalútlitskröfur og vera með í umræðunni í mínum samfélagshópi. Allir aðrir eru í sömu sporum og ég og þess vegna þarf að sýna okkur umburðarlyndi og fullorðið fólk þarf að setja sig í okkar spor. En það getur hver og einn tekið af skarið. Þó ekki sé nema að breyta sinni eigin afstöðu. Þá myndast samstaða og ef allir leggjast á eitt, hlusta á hver annan, opna umræðuna og láta í sér heyra fara vonandi fleiri að láta sig málin varða. Það þarf að breyta hugmyndum kyndilbera framtíðarinnar. En ef maður ætlar að breyta heiminum, þarf maður að byrja á sjálfum sér...ég er byrjaður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun