Útópía Jens Fjalar Skaptason skrifar 11. febrúar 2011 06:00 Ég á mér hugmynd um fullkominn heim. Ég og John Lennon. Í minni útgáfu af Útópíu væru kynferði, kynhneigð og kynþáttur nákvæmlega enginn faktor í verðleikamati nokkurrar manneskju. Gildi hennar væri gersamlega óháð þessum þáttum. Samfélagið myndi ekki einkennast af gagnkynhneigðu forræði, hörundslitur væri afstæður og kynin stæðu jafnfætis. Það væri nefnilega á engan hallað í minni Útópíu. Það er von mín og trú að flestir Íslendingar deili þessari hugmynd um hinn fullkomna veruleika. Með mér og John Lennon. Við erum að minnsta kosti á réttri leið og lengra komin en meirihluti þjóða heimsins. Fyrir þremur árum síðan var kvenréttindabaráttukonan og stjórnarandstöðuleiðtoginn Benazir Bhutto skotin til bana í Pakistan. Hin afganska Bibi Aishu, sem birtist nýverið á forsíðu tímaritsins The Times, er ein af milljónum kvenna sem þurft hefur að þola gróft ofbeldi af hendi eiginmanns síns. Nauðganir, morð, barsmíðar, kúgun og misnotkun. Baráttan er gríðarlega umfangsmikil og birtingarmyndir kynjamisréttis ótal margar. Eins hrikaleg og óafsakanleg sem staðan í mannréttindamálum er í mörgum löndum þá réttlætir það þó ekki vægari útgáfu af misrétti á Íslandi. Markmiðið hlýtur að vera metnaðarfyllra. Íslendingar eru framarlega á merinni í mannréttindamálum almennt en skipið er þó enn fjarri höfn. Útópía er ekki í augsýn enn. Baráttunni okkar lauk hvorki með kjöri Vigdísar Finnbogadóttur sem fyrsta kvenforseta heims (sem kjörin var í almennum kosningum) né með skipan fyrsta samkynhneigða forsætisráðherra heims, þrátt fyrir að þetta hafa vissulega verið gríðarlega stórir og mikilvægir áfangar fyrir málstaðinn. Hvenær er baráttunni þá raunverulega lokið ? Launamunur kynjanna er enn viðvarandi vandamál sem Íslendingar hafa alla burði til að yfirstíga. Ef við ímyndum okkur árs vinnuframlag konu og karls í sama starfi myndi konan að meðaltali hætta að fá laun í okt/nóv á meðan karlinn fengi laun út árið. Árið sem þessi kona fær laun út 31. desember er hinn raunverulegi sigur í baráttunni gegn launamisrétti kynjanna á Íslandi. Daginn sem kona hefur nákvæmlega sama aðgengi og karlmenn að valdastöðum í sínu landi er raunverulegur sigur. Daginn sem engin kona þarf að þola kynbundið ofbeldi er raunverulegur sigur. Þrátt fyrir að hindanirnar séu margar og sigrarnir stórir eru þeir raunhæfir. Við megum ekki sætta okkur við neitt minna og uppgjöf er ekki í boði. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Öðlingurinn Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég á mér hugmynd um fullkominn heim. Ég og John Lennon. Í minni útgáfu af Útópíu væru kynferði, kynhneigð og kynþáttur nákvæmlega enginn faktor í verðleikamati nokkurrar manneskju. Gildi hennar væri gersamlega óháð þessum þáttum. Samfélagið myndi ekki einkennast af gagnkynhneigðu forræði, hörundslitur væri afstæður og kynin stæðu jafnfætis. Það væri nefnilega á engan hallað í minni Útópíu. Það er von mín og trú að flestir Íslendingar deili þessari hugmynd um hinn fullkomna veruleika. Með mér og John Lennon. Við erum að minnsta kosti á réttri leið og lengra komin en meirihluti þjóða heimsins. Fyrir þremur árum síðan var kvenréttindabaráttukonan og stjórnarandstöðuleiðtoginn Benazir Bhutto skotin til bana í Pakistan. Hin afganska Bibi Aishu, sem birtist nýverið á forsíðu tímaritsins The Times, er ein af milljónum kvenna sem þurft hefur að þola gróft ofbeldi af hendi eiginmanns síns. Nauðganir, morð, barsmíðar, kúgun og misnotkun. Baráttan er gríðarlega umfangsmikil og birtingarmyndir kynjamisréttis ótal margar. Eins hrikaleg og óafsakanleg sem staðan í mannréttindamálum er í mörgum löndum þá réttlætir það þó ekki vægari útgáfu af misrétti á Íslandi. Markmiðið hlýtur að vera metnaðarfyllra. Íslendingar eru framarlega á merinni í mannréttindamálum almennt en skipið er þó enn fjarri höfn. Útópía er ekki í augsýn enn. Baráttunni okkar lauk hvorki með kjöri Vigdísar Finnbogadóttur sem fyrsta kvenforseta heims (sem kjörin var í almennum kosningum) né með skipan fyrsta samkynhneigða forsætisráðherra heims, þrátt fyrir að þetta hafa vissulega verið gríðarlega stórir og mikilvægir áfangar fyrir málstaðinn. Hvenær er baráttunni þá raunverulega lokið ? Launamunur kynjanna er enn viðvarandi vandamál sem Íslendingar hafa alla burði til að yfirstíga. Ef við ímyndum okkur árs vinnuframlag konu og karls í sama starfi myndi konan að meðaltali hætta að fá laun í okt/nóv á meðan karlinn fengi laun út árið. Árið sem þessi kona fær laun út 31. desember er hinn raunverulegi sigur í baráttunni gegn launamisrétti kynjanna á Íslandi. Daginn sem kona hefur nákvæmlega sama aðgengi og karlmenn að valdastöðum í sínu landi er raunverulegur sigur. Daginn sem engin kona þarf að þola kynbundið ofbeldi er raunverulegur sigur. Þrátt fyrir að hindanirnar séu margar og sigrarnir stórir eru þeir raunhæfir. Við megum ekki sætta okkur við neitt minna og uppgjöf er ekki í boði. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun