Innrásin frá Mars Ásgeir H. Ingólfsson skrifar 24. janúar 2011 06:00 Að útrýma launamisrétti og tryggja að báðum kynjum standi sömu tækifæri til boða - þetta myndu sumir kalla sjálfsögð mannréttindi. Einstaka afturhaldsseggir andmæla þessum rétti en ég hef meiri áhyggjur af stærri og hættulegri hóp: fólki sem á einhvern furðulegan hátt túlkar þessi markmið þannig að með þeim verði allir steyptir í sama mót, gott ef brjóstin verði ekki skorin af konunum og skorið undan körlunum. Það er merkilegt viðhorf að manneskjan sé svo mótuð af efnahag sínum að hún missi persónueinkenni sín við það að missa forréttindi sín eða kúgun sína - en það ískyggilega er að barátta þeirra gegn jafnrétti gengur fjandi vel. Biblía þessa hóps heitir Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus - því kynjamunurinn var ekki lengur nóg, nú þurfti helst að breyta hinu kyninu í torkennilega geimveru. Testamentin eru svo fjölmörg, Hellisbúinn, ýmsir gamanþættir þar sem gullfalleg og bráðskörp kona hangir með feitum og heimskum eiginmanni hvað sem á gengur, bleikt.is og væntanlegur bróðurvefur þess - og það heimskulegasta af þessu öllu, stelpukvöld og strákakvöld sem Stöð 2 hefur staðið fyrir - þar sem markaðsdeild stöðvarinnar eyðir peningum í að fæla hluta mögulegra áhorfenda frá stöðinni eitt kvöld í viku. Yfirlýst markmið þessara bóka, leikrita og vefrita eru ekki alltaf slæm, ef einhver eru. En miðað við innihaldið er hið raunverulega markmið þó þetta: að ýkja allan þann mun sem finna má á kynjunum út í hið gróteska, helst þangað til brjóst kvenna springa af sílikoni og vöðvar / bumba karlanna springur af fitu / sterum (það er merkilegt að karlarnir fá þó tvær stereótýpur í þessari einfölduðu heimsmynd en konur bara eina). Þetta er aðferð Rómverjanna, að deila og drottna, og það er eins og það sé einhver iðnaður sem þráir ekkert heitar en að halda öllum samskiptum kynjanna á steinaldarstiginu. Því í þessum steinaldarhugsunarhætti er kynjamisréttið sjálft falið, þar liggur kjarni þess og ef ó-jafnréttissinnar ná að vernda þennan kjarna þá dugar okkur skammt að vinna nokkrar orrustur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að útrýma launamisrétti og tryggja að báðum kynjum standi sömu tækifæri til boða - þetta myndu sumir kalla sjálfsögð mannréttindi. Einstaka afturhaldsseggir andmæla þessum rétti en ég hef meiri áhyggjur af stærri og hættulegri hóp: fólki sem á einhvern furðulegan hátt túlkar þessi markmið þannig að með þeim verði allir steyptir í sama mót, gott ef brjóstin verði ekki skorin af konunum og skorið undan körlunum. Það er merkilegt viðhorf að manneskjan sé svo mótuð af efnahag sínum að hún missi persónueinkenni sín við það að missa forréttindi sín eða kúgun sína - en það ískyggilega er að barátta þeirra gegn jafnrétti gengur fjandi vel. Biblía þessa hóps heitir Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus - því kynjamunurinn var ekki lengur nóg, nú þurfti helst að breyta hinu kyninu í torkennilega geimveru. Testamentin eru svo fjölmörg, Hellisbúinn, ýmsir gamanþættir þar sem gullfalleg og bráðskörp kona hangir með feitum og heimskum eiginmanni hvað sem á gengur, bleikt.is og væntanlegur bróðurvefur þess - og það heimskulegasta af þessu öllu, stelpukvöld og strákakvöld sem Stöð 2 hefur staðið fyrir - þar sem markaðsdeild stöðvarinnar eyðir peningum í að fæla hluta mögulegra áhorfenda frá stöðinni eitt kvöld í viku. Yfirlýst markmið þessara bóka, leikrita og vefrita eru ekki alltaf slæm, ef einhver eru. En miðað við innihaldið er hið raunverulega markmið þó þetta: að ýkja allan þann mun sem finna má á kynjunum út í hið gróteska, helst þangað til brjóst kvenna springa af sílikoni og vöðvar / bumba karlanna springur af fitu / sterum (það er merkilegt að karlarnir fá þó tvær stereótýpur í þessari einfölduðu heimsmynd en konur bara eina). Þetta er aðferð Rómverjanna, að deila og drottna, og það er eins og það sé einhver iðnaður sem þráir ekkert heitar en að halda öllum samskiptum kynjanna á steinaldarstiginu. Því í þessum steinaldarhugsunarhætti er kynjamisréttið sjálft falið, þar liggur kjarni þess og ef ó-jafnréttissinnar ná að vernda þennan kjarna þá dugar okkur skammt að vinna nokkrar orrustur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar