Játning Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 23. janúar 2011 06:00 Eins og góður og gegn plebbi er ég alltaf að leita að einhverju til að vera stoltur af. Það skiptir mig minna máli hvort afrekið sem ég er stoltur af megi á nokkurn hátt rekja til mín eða minnar vinnu. Besta leiðin til að útskýra þetta er með því að segja að ég er hinn dæmigerði maður sem fyllist stolti þegar íslenska handboltalandsliðinu gengur vel. Alveg frá því ég var lítill hef ég verið upptekinn af því hvað gerir Íslendinga sérstaka. Er það hesturinn, handboltinn, vatnið, viðskiptavit eða eitthvað annað? Oft hef ég staðið sjálfan mig að því að útskýra fyrir útlendingum hvað Ísland sé frábært á mörgum sviðum - að Ísland sé jafnvel ríki sem aðrar þjóðir geti tekið sér til fyrirmyndar. En oftast hef ég þurft að éta upp í mig montið. Yfirlýsingar um að á Íslandi sé lítil spilling eiga ekki við rök að styðjast. Mont um íslenska hestinn er innantómt hjal. Þá er viðskiptavit Íslendinga álíka mikið og hjá naggrísum. Ég held að það eina sem við getum státað okkur af er að á Íslandi hafa konur hlutfallslega meiri réttindi en í flestum öðrum löndum. Launamunur kynja er minni, atvinnuþátttaka meiri, kynbundið ofbeldi er ekki lengur feimnismál og konur hafa haslað sér völl í viðskiptum og stjórnmálum. Ég veit vel að björninn er ekki unninn, en fordæmi íslenskra kvenna er aðdáunarvert. Ég á líklega engan hlut í því sjálfur, ekki frekar en íslenska handboltalandsliðinu, en ég er stoltur af jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Ég skal stilla mig um mont - en mikið er ég stoltur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Öðlingurinn Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Eins og góður og gegn plebbi er ég alltaf að leita að einhverju til að vera stoltur af. Það skiptir mig minna máli hvort afrekið sem ég er stoltur af megi á nokkurn hátt rekja til mín eða minnar vinnu. Besta leiðin til að útskýra þetta er með því að segja að ég er hinn dæmigerði maður sem fyllist stolti þegar íslenska handboltalandsliðinu gengur vel. Alveg frá því ég var lítill hef ég verið upptekinn af því hvað gerir Íslendinga sérstaka. Er það hesturinn, handboltinn, vatnið, viðskiptavit eða eitthvað annað? Oft hef ég staðið sjálfan mig að því að útskýra fyrir útlendingum hvað Ísland sé frábært á mörgum sviðum - að Ísland sé jafnvel ríki sem aðrar þjóðir geti tekið sér til fyrirmyndar. En oftast hef ég þurft að éta upp í mig montið. Yfirlýsingar um að á Íslandi sé lítil spilling eiga ekki við rök að styðjast. Mont um íslenska hestinn er innantómt hjal. Þá er viðskiptavit Íslendinga álíka mikið og hjá naggrísum. Ég held að það eina sem við getum státað okkur af er að á Íslandi hafa konur hlutfallslega meiri réttindi en í flestum öðrum löndum. Launamunur kynja er minni, atvinnuþátttaka meiri, kynbundið ofbeldi er ekki lengur feimnismál og konur hafa haslað sér völl í viðskiptum og stjórnmálum. Ég veit vel að björninn er ekki unninn, en fordæmi íslenskra kvenna er aðdáunarvert. Ég á líklega engan hlut í því sjálfur, ekki frekar en íslenska handboltalandsliðinu, en ég er stoltur af jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Ég skal stilla mig um mont - en mikið er ég stoltur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar