Aðalmeðferð fer nú fram í máli saksóknara gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana í Hafnarfirði í ágúst í fyrra.
Mikill fjöldi fólks mætti í morgun til að vera við aðalmeðferðina og komust færri að en vildu, þrátt fyrir að réttarhöldunum verði útvarpað í hliðarsal í Héraðsdómi Reykjaness.
Gunnar tjáir sig ekki
Dómari bauð Gunnari að tjá sig um sakargiftir við upphaf réttarhaldanna en verjandi hans, Guðrún Sesselja Arnardóttir sagði að hann kysi að tjá sig ekki, heldur yrði einungis stuðst við lögregluskýrslur.