Góð ávöxtun ríkisskuldabréfa síðasta áratuginn Agnar Tómas Möller skrifar 9. janúar 2012 16:00 Stundum mætti halda af umræðunni að þegar bankarnir féllu hafi allir fjármagnseigendur orðið fyrir þungum höggum. Vissulega töpuðu eigendur innlendra hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfa mestu, sem og skuldabréfaeigendur bankanna á meðan innlánseigendur nutu þeirrar gæfu að vera komið í öruggt skjól af stjórnvöldum með tilstilli neyðarlaganna. Þeir sem höfðu hins vegar forðað sér í mjúkan faðm ríkistryggðra skuldabréfa, einkum verðtryggðra, ávöxtuðu fé sitt mjög vel og hafa gert svo á hverju ári síðan til dagsins í dag. Eftirfarandi tafla sýnir árlega ávöxtun verðtryggðra og óverðtryggðra ríkis- og íbúðabréfa frá árinu 2000 eins og hún er reiknuð samkvæmt Skuldabréfavísitölu GAMMA (raunávöxtun hér reiknuð sem nafnávöxtun að frádreginni verðbólgu viðkomandi árs).ÁrHeildarvísitalaVerðtryggðÓverðtryggðVerðbólgaRaunávöxtun vísitölu2000-2,06%-2,36%4,55%4,18%-5,99%200117,64%17,82%15,10%8,61%8,31%200213,36%13,30%15,21%2,00%11,14%200313,45%14,39%5,90%2,72%10,45%200414,34%15,18%8,41%3,91%10,04%20051,67%1,00%6,48%4,14%-2,37%20067,98%8,55%4,11%6,95%0,96%20072,23%1,65%5,98%5,86%-3,43%200834,28%38,30%11,86%18,13%13,67%200917,11%17,67%18,70%7,51%8,93%201014,16%12,30%18,67%2,46%11,42%201112,91%17,84%1,45%5,26%7,27%Þróun Skuldabréfavísitölu GAMMA, ásamt verðtryggðum og óverðtryggðum undirvísitölum. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Myndin hér til hliðar sýnir jafnframt þróun Skuldabréfavísitölu GAMMA, ásamt verðtryggðum og óverðtryggðum undirvísitölum, frá árinu 2000. Helstu niðurstöður eru:Raunávöxtun verðtryggðra skuldabréf er að meðaltali 13,2% á ári frá og með árinu 2008Á sama tíma er raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar (bæði verðtryggð og óverðtryggð) 11,3% að meðaltali á ári.Meðal raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar á ári frá árinu 2000 til og með 2007 er 3,8%.Uppsöfnuð raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar frá árinu 2000 til 2011 er 94% (nafnávöxtun 288%). Það er því sama hvort horft er fyrir hrun eða eftir, á uppgangs- eða niðursveiflutímum, raunávöxtun ríkistryggðra skuldabréfa hefur verið mjög góð síðasta áratuginn. Raunar mætti segja það sama um þá sem hafa ávaxtað fé sitt á bankabók (þá þarf að miða við bundna innlánsreikninga), raunávöxtun innlána var um 2,4% að meðaltali frá 2000 fram að bankahruni en heil 3,0% frá bankahruni til dagsins í dag (miðað er við meðaltal veðláns- og innistæðuvaxta Seðlabankans). Það má því heita með ólíkindum að á mesta niðursveiflutímabili íslenskrar nútíma hagsögu hafi raunstýrivextir verið hærri en á mesta uppgangstímabili á sama tíma! Það er hins vegar spurning hvort það hafi ekki verið óheppilegt fyrir ríkissjóð Íslands sem fjármagnaði á sama tíma hátt á þriðja hundrað milljarða í löngum ríkisskuldabréfum á mjög háum vöxtum en að sama skapi þeim mun heppilegra fyrir kaupendur skuldabréfanna. Íslensk peningastefna hefur því séð til þess að varkárir íslenskir fjármagnseigendur hafa haft það ákaflega gott frá árþúsundamótum og í raun enn betur áratuginn þar á undan, væri það skoðað, á sama tíma og áhættusæknari fjárfestar hafa fengið slæma skelli. Líklega þykir mörgum góð ávöxtun skuldabréfa á árunum 2008-2011 vera vísbending um að árið 2012 gæti valdið skuldabréfaeigendum vonbrigðum. Þótt leitni að meðaltali (í ávöxtunarkröfu) sé líklega almennt sterk hjá ríkisskuldabréfum þá ber að hafa í huga að „bolamarkaðir" í skuldabréfum geta teygt sig yfir lengri tíma en menn búast oft við. Til dæmis hefur lækkun ávöxtunarkröfu á löngum bandarískum ríkisskuldabréfum verið nær samfelld frá miðjum níunda áratugnum (80's) og skilað gríðarlegri ávöxtun yfir sama tímabil. Þeir þættir sem munu styðja við skuldabréfamarkaðinn árið 2012 eru einkum: - Hrein útgáfa Lánasýslunnar á ríkisbréfum dregst saman um 50 milljarða á milli ára. - Útgáfuáætlun Íbúðalánsjóðs er ákaflega bjartsýn í ljósi þess hve sjóðurinn er ósamkeppnishæfur á lánamarkaði auk þess sem lántakar sjóðsins hafa mikinn hvata í að greiða upp lán hjá sjóðnum í núverandi vaxtaumhverfi. - Búist er við því að „óbreyttu" muni Seðlabankinn ekki auka aðhald peningastefnunnar gegnum stýrivexti fyrr en á seinni hluta árs 2012, sem veitir lengri óverðtryggðum skuldabréfum stuðning í ljósi mikils vaxtamunar á milli styttri og lengri bréfa. Þeir þættir sem gætu orðið neikvæðir fyrir markaðinn árið 2012 eru hins vegar einkum: - Verðbólguhorfur hafa versnað nokkuð undanfarið; skattahækkanir hafa verið meiri og gjaldskrárhækkanir víðtækari en búist hafði verið við, auk þess sem bensín og olíur hafa hækkað umtalsvert undanfarið. - Mælst hefur nýlega sterkari hagvöxtur en búist hafði verið við, ásamt nokkuð kröftugri einkaneyslu og teikna um að atvinnuvegafjárfesting hafi vaxið umtalsvert á árinu. Útflutningsgreinum (þ.m.t. ferðaþjónustu) virðist vegna mjög vel og margt gefur til kynna að viðsnúningur hagkerfisins sé lengra kominn en margir hafa viljað af láta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum mætti halda af umræðunni að þegar bankarnir féllu hafi allir fjármagnseigendur orðið fyrir þungum höggum. Vissulega töpuðu eigendur innlendra hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfa mestu, sem og skuldabréfaeigendur bankanna á meðan innlánseigendur nutu þeirrar gæfu að vera komið í öruggt skjól af stjórnvöldum með tilstilli neyðarlaganna. Þeir sem höfðu hins vegar forðað sér í mjúkan faðm ríkistryggðra skuldabréfa, einkum verðtryggðra, ávöxtuðu fé sitt mjög vel og hafa gert svo á hverju ári síðan til dagsins í dag. Eftirfarandi tafla sýnir árlega ávöxtun verðtryggðra og óverðtryggðra ríkis- og íbúðabréfa frá árinu 2000 eins og hún er reiknuð samkvæmt Skuldabréfavísitölu GAMMA (raunávöxtun hér reiknuð sem nafnávöxtun að frádreginni verðbólgu viðkomandi árs).ÁrHeildarvísitalaVerðtryggðÓverðtryggðVerðbólgaRaunávöxtun vísitölu2000-2,06%-2,36%4,55%4,18%-5,99%200117,64%17,82%15,10%8,61%8,31%200213,36%13,30%15,21%2,00%11,14%200313,45%14,39%5,90%2,72%10,45%200414,34%15,18%8,41%3,91%10,04%20051,67%1,00%6,48%4,14%-2,37%20067,98%8,55%4,11%6,95%0,96%20072,23%1,65%5,98%5,86%-3,43%200834,28%38,30%11,86%18,13%13,67%200917,11%17,67%18,70%7,51%8,93%201014,16%12,30%18,67%2,46%11,42%201112,91%17,84%1,45%5,26%7,27%Þróun Skuldabréfavísitölu GAMMA, ásamt verðtryggðum og óverðtryggðum undirvísitölum. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Myndin hér til hliðar sýnir jafnframt þróun Skuldabréfavísitölu GAMMA, ásamt verðtryggðum og óverðtryggðum undirvísitölum, frá árinu 2000. Helstu niðurstöður eru:Raunávöxtun verðtryggðra skuldabréf er að meðaltali 13,2% á ári frá og með árinu 2008Á sama tíma er raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar (bæði verðtryggð og óverðtryggð) 11,3% að meðaltali á ári.Meðal raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar á ári frá árinu 2000 til og með 2007 er 3,8%.Uppsöfnuð raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar frá árinu 2000 til 2011 er 94% (nafnávöxtun 288%). Það er því sama hvort horft er fyrir hrun eða eftir, á uppgangs- eða niðursveiflutímum, raunávöxtun ríkistryggðra skuldabréfa hefur verið mjög góð síðasta áratuginn. Raunar mætti segja það sama um þá sem hafa ávaxtað fé sitt á bankabók (þá þarf að miða við bundna innlánsreikninga), raunávöxtun innlána var um 2,4% að meðaltali frá 2000 fram að bankahruni en heil 3,0% frá bankahruni til dagsins í dag (miðað er við meðaltal veðláns- og innistæðuvaxta Seðlabankans). Það má því heita með ólíkindum að á mesta niðursveiflutímabili íslenskrar nútíma hagsögu hafi raunstýrivextir verið hærri en á mesta uppgangstímabili á sama tíma! Það er hins vegar spurning hvort það hafi ekki verið óheppilegt fyrir ríkissjóð Íslands sem fjármagnaði á sama tíma hátt á þriðja hundrað milljarða í löngum ríkisskuldabréfum á mjög háum vöxtum en að sama skapi þeim mun heppilegra fyrir kaupendur skuldabréfanna. Íslensk peningastefna hefur því séð til þess að varkárir íslenskir fjármagnseigendur hafa haft það ákaflega gott frá árþúsundamótum og í raun enn betur áratuginn þar á undan, væri það skoðað, á sama tíma og áhættusæknari fjárfestar hafa fengið slæma skelli. Líklega þykir mörgum góð ávöxtun skuldabréfa á árunum 2008-2011 vera vísbending um að árið 2012 gæti valdið skuldabréfaeigendum vonbrigðum. Þótt leitni að meðaltali (í ávöxtunarkröfu) sé líklega almennt sterk hjá ríkisskuldabréfum þá ber að hafa í huga að „bolamarkaðir" í skuldabréfum geta teygt sig yfir lengri tíma en menn búast oft við. Til dæmis hefur lækkun ávöxtunarkröfu á löngum bandarískum ríkisskuldabréfum verið nær samfelld frá miðjum níunda áratugnum (80's) og skilað gríðarlegri ávöxtun yfir sama tímabil. Þeir þættir sem munu styðja við skuldabréfamarkaðinn árið 2012 eru einkum: - Hrein útgáfa Lánasýslunnar á ríkisbréfum dregst saman um 50 milljarða á milli ára. - Útgáfuáætlun Íbúðalánsjóðs er ákaflega bjartsýn í ljósi þess hve sjóðurinn er ósamkeppnishæfur á lánamarkaði auk þess sem lántakar sjóðsins hafa mikinn hvata í að greiða upp lán hjá sjóðnum í núverandi vaxtaumhverfi. - Búist er við því að „óbreyttu" muni Seðlabankinn ekki auka aðhald peningastefnunnar gegnum stýrivexti fyrr en á seinni hluta árs 2012, sem veitir lengri óverðtryggðum skuldabréfum stuðning í ljósi mikils vaxtamunar á milli styttri og lengri bréfa. Þeir þættir sem gætu orðið neikvæðir fyrir markaðinn árið 2012 eru hins vegar einkum: - Verðbólguhorfur hafa versnað nokkuð undanfarið; skattahækkanir hafa verið meiri og gjaldskrárhækkanir víðtækari en búist hafði verið við, auk þess sem bensín og olíur hafa hækkað umtalsvert undanfarið. - Mælst hefur nýlega sterkari hagvöxtur en búist hafði verið við, ásamt nokkuð kröftugri einkaneyslu og teikna um að atvinnuvegafjárfesting hafi vaxið umtalsvert á árinu. Útflutningsgreinum (þ.m.t. ferðaþjónustu) virðist vegna mjög vel og margt gefur til kynna að viðsnúningur hagkerfisins sé lengra kominn en margir hafa viljað af láta.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun