Svartháfsmál Lárusar og Guðmundar þingfest fyrir dómi í dag 10. janúar 2012 10:58 Lárus Welding. Mál sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra Glitnis, Lárusi Welding, og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Þeir hafa verið ákærðir fyrir stórfelld umboðssvik. Ákæran kemur til vegna rannsóknar saksóknara á fléttu sem tengist félaginu Svartháfi og Vafning, en lánið rann í raun til Milestone, það félag var í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona. Báðir sátu Lárus og Guðmundur í áhættunefnd Glitnis og eru sagðir hafa misnotað stöðu sína og stefnt bankanum í stórfellda hættu með því að lána Milestone tíu milljarða króna í febrúar 2008, rúmu hálfu ári áður en bankinn féll. Helmingur lánsins var veitt til Vafnings án trygginga. Félagið átti ekkert nema hálfa milljón í hlutafé. Þá fékk Svartháfur hinn helming tíu milljarðanna frá bankanum skömmu síðar til þess að greiða niður lán Milestones til bankans, í gegnum Vafning. Ástæðan fyrir láninu var fyrst og fremst að komast hjá veðkalli. Ef lánið hefði ekki verið veitt hefði bandaríski bankinn, Morgan Stanley, tekið bréf bankans yfir og í kjölfarið hefðu bréfin farið á markað, og líklega afhjúpað viðkvæma stöðu bankans í kjölfarið. Til þess að komast hjá því að veita Milestone lánið var búið svo um hnútana að félagið Vafningur ehf., fengi lánið. Í ákærunni segir að látið hafi verið líta svo út að Vafningur hefði tekið lánið en ekki Milestone með því að dagsetja lánasamnings á milli Glitnis og Vafnings. Bankinn mátti ekki lána Milestone meira fé, en þá þegar skuldaði Milestone Glitni rúma 32,4 milljarða. Með þessari lánveitingu fór skuld Milestone upp í 42,4 milljarða. Í ákæruskjalinu segir ennfremur að lánveitingin hafi orðið til þess að bankinn féll svo að lokum í október 2008, með alvarlegum afleiðingum fyrir kröfuhafa, ríkissjóð og almenning. Brotið varðar sex ára fangelsi, verði þeir fundnir sekir. Þetta er fyrsta málið þar sem stjórnendur stóru viðskiptabankanna eru ákærðir, og réttað yfir, eftir hrun. Vafningsmálið Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Mál sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra Glitnis, Lárusi Welding, og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Þeir hafa verið ákærðir fyrir stórfelld umboðssvik. Ákæran kemur til vegna rannsóknar saksóknara á fléttu sem tengist félaginu Svartháfi og Vafning, en lánið rann í raun til Milestone, það félag var í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona. Báðir sátu Lárus og Guðmundur í áhættunefnd Glitnis og eru sagðir hafa misnotað stöðu sína og stefnt bankanum í stórfellda hættu með því að lána Milestone tíu milljarða króna í febrúar 2008, rúmu hálfu ári áður en bankinn féll. Helmingur lánsins var veitt til Vafnings án trygginga. Félagið átti ekkert nema hálfa milljón í hlutafé. Þá fékk Svartháfur hinn helming tíu milljarðanna frá bankanum skömmu síðar til þess að greiða niður lán Milestones til bankans, í gegnum Vafning. Ástæðan fyrir láninu var fyrst og fremst að komast hjá veðkalli. Ef lánið hefði ekki verið veitt hefði bandaríski bankinn, Morgan Stanley, tekið bréf bankans yfir og í kjölfarið hefðu bréfin farið á markað, og líklega afhjúpað viðkvæma stöðu bankans í kjölfarið. Til þess að komast hjá því að veita Milestone lánið var búið svo um hnútana að félagið Vafningur ehf., fengi lánið. Í ákærunni segir að látið hafi verið líta svo út að Vafningur hefði tekið lánið en ekki Milestone með því að dagsetja lánasamnings á milli Glitnis og Vafnings. Bankinn mátti ekki lána Milestone meira fé, en þá þegar skuldaði Milestone Glitni rúma 32,4 milljarða. Með þessari lánveitingu fór skuld Milestone upp í 42,4 milljarða. Í ákæruskjalinu segir ennfremur að lánveitingin hafi orðið til þess að bankinn féll svo að lokum í október 2008, með alvarlegum afleiðingum fyrir kröfuhafa, ríkissjóð og almenning. Brotið varðar sex ára fangelsi, verði þeir fundnir sekir. Þetta er fyrsta málið þar sem stjórnendur stóru viðskiptabankanna eru ákærðir, og réttað yfir, eftir hrun.
Vafningsmálið Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira