Stuðningsgrein: Að kveða burt snjóinn Sigrún Eldjárn skrifar 21. maí 2012 16:00 Það blása frískir og fjörugir vorvindar um landið. Æðarfuglinn hreiðrar um sig í Bessastaðanesinu. Lóan segir okkur að vakna og vinna og vonglöð taka nú sumrinu mót. Krían gargar og minnir okkur um leið á að nú sé rétti tíminn til að byggja sig upp. Að nú þurfi íslenska þjóðin að losna úr argaþrasinu og finna á ný fyrir samheldni og sáttahug. Við þurfum að horfa fram á veginn og velja okkur nýjan forseta. En hvernig forseta viljum við? Við höfum hvorki þörf fyrir kóng né drottningu, ekki heldur pólitíkus eða neinn sem ógnar þingræðinu. Við viljum alls ekki forseta sem elur á sundrungu milli þegnanna. Nei, okkur vantar manneskju sem nýtur trausts og er vinur okkar. Í þeirri vináttu á að felast virðing fyrir reglum lýðræðis okkar og þingræðis. Við þurfum heiðarlega, heilsteypta manneskju sem styður okkur og stendur með á erfiðum stundum og gleðst með okkur þegar vel gengur. Sem leggur áherslu á væntumþykju, náungakærleik og jafnrétti og minnir okkur stöðugt á grunngildi mannlegrar reisnar. Forseta sem sýnir okkur að við séum ein þjóð þótt við höfum ólíkar skoðanir. Sem er þjóðhöfðingi allra, ekki bara sumra. Margir þeirra sem þegar hafa gegnt embætti forseta Íslands hafa borið gæfu til að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Það hefur kannski ekki alltaf verið auðvelt en flestum hefur tekist það. Eftir erfitt tímabil þar sem reiði og biturð hafa náð tökum á fólki, þar sem flokkadrættir og sundrund ógna lífsgleði okkar, er kominn tími fyrir aðrar áherslur. Við erum lítil þjóð og eigum að geta lifað sátt og sæl í góðu landi. Nú þurfum við á því að halda að vinna saman og hafa gaman af því. Ekki meira sundurlyndi, forðumst drullupytti og skítkast. Það er von mín og trú að íslenska þjóðin beri gæfu til að velja sér forseta sem hún ber virðingu fyrir og sameinar þjóðina. Næsti forseti okkar á að vera einlæg manneskja með góða dómgreind, heiðarleg og réttlát, þrautgóð á raunastundu, hugmyndarík og létt í lund. Sem getur lyft okkur upp yfir þrasið og flokkadrættina, stutt okkur á erfiðum stundum og glaðst með okkur á góðum degi. Við þurfum menningarlegan forseta en ekki pólitískan, forseta sem drífur okkur upp úr sundrunginni og hjálpar okkur að horfa björtum augum til framtíðar. Við erum svo heppin að slíkur kostur er einmitt í boði. Þóra Arnórsdóttir er ung, klár og dugleg kona með mikla reynslu. Hún býðst til að gegna þessu hlutverki og hún smellpassar í það. Það er bjart yfir henni og framtíðin brosir við okkur. Þóra er rétta manneskjan á Bessastaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það blása frískir og fjörugir vorvindar um landið. Æðarfuglinn hreiðrar um sig í Bessastaðanesinu. Lóan segir okkur að vakna og vinna og vonglöð taka nú sumrinu mót. Krían gargar og minnir okkur um leið á að nú sé rétti tíminn til að byggja sig upp. Að nú þurfi íslenska þjóðin að losna úr argaþrasinu og finna á ný fyrir samheldni og sáttahug. Við þurfum að horfa fram á veginn og velja okkur nýjan forseta. En hvernig forseta viljum við? Við höfum hvorki þörf fyrir kóng né drottningu, ekki heldur pólitíkus eða neinn sem ógnar þingræðinu. Við viljum alls ekki forseta sem elur á sundrungu milli þegnanna. Nei, okkur vantar manneskju sem nýtur trausts og er vinur okkar. Í þeirri vináttu á að felast virðing fyrir reglum lýðræðis okkar og þingræðis. Við þurfum heiðarlega, heilsteypta manneskju sem styður okkur og stendur með á erfiðum stundum og gleðst með okkur þegar vel gengur. Sem leggur áherslu á væntumþykju, náungakærleik og jafnrétti og minnir okkur stöðugt á grunngildi mannlegrar reisnar. Forseta sem sýnir okkur að við séum ein þjóð þótt við höfum ólíkar skoðanir. Sem er þjóðhöfðingi allra, ekki bara sumra. Margir þeirra sem þegar hafa gegnt embætti forseta Íslands hafa borið gæfu til að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Það hefur kannski ekki alltaf verið auðvelt en flestum hefur tekist það. Eftir erfitt tímabil þar sem reiði og biturð hafa náð tökum á fólki, þar sem flokkadrættir og sundrund ógna lífsgleði okkar, er kominn tími fyrir aðrar áherslur. Við erum lítil þjóð og eigum að geta lifað sátt og sæl í góðu landi. Nú þurfum við á því að halda að vinna saman og hafa gaman af því. Ekki meira sundurlyndi, forðumst drullupytti og skítkast. Það er von mín og trú að íslenska þjóðin beri gæfu til að velja sér forseta sem hún ber virðingu fyrir og sameinar þjóðina. Næsti forseti okkar á að vera einlæg manneskja með góða dómgreind, heiðarleg og réttlát, þrautgóð á raunastundu, hugmyndarík og létt í lund. Sem getur lyft okkur upp yfir þrasið og flokkadrættina, stutt okkur á erfiðum stundum og glaðst með okkur á góðum degi. Við þurfum menningarlegan forseta en ekki pólitískan, forseta sem drífur okkur upp úr sundrunginni og hjálpar okkur að horfa björtum augum til framtíðar. Við erum svo heppin að slíkur kostur er einmitt í boði. Þóra Arnórsdóttir er ung, klár og dugleg kona með mikla reynslu. Hún býðst til að gegna þessu hlutverki og hún smellpassar í það. Það er bjart yfir henni og framtíðin brosir við okkur. Þóra er rétta manneskjan á Bessastaði.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun