Stuðningsgrein: Mannasætti á Bessastaði Róbert Ragnarsson skrifar 30. maí 2012 14:09 Við erum fámenn þjóð og einsleit. Hagsmunir Íslendinga eru í meginatriðum þeir sömu og við erum sammála um megin gildi samfélagsins. Að sjálfsögðu greinir fólk á um útfærslur, en þar liggur einmitt möguleiki til sátta. Við ætlum öll á sama áfangastað, en erum ekki sammála um hvaða leið eigi að fara og í hvaða sjoppu eigi að stoppa. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn og einstaka hagsmunaaðilar náð að stýra orðræðunni þannig að hún er uppfull af gífuryrðum og elur á vantrausti. Á vettvangi stjórnmálanna, sérstaklega á alþingi, skiptir mestu að taka sem dýpst í árinni og hlusta alls ekki á önnur sjónarmið en þau sem eru manni þóknanleg. Allir stjórnmálaflokkarnir bera þar mikla ábyrgð, og gjalda fyrir með því að aðeins 10% þjóðarinnar treystir alþingismönnum. Við þurfum einhvern sem við getum treyst og skilur að í öllum meginatriðum erum við sammála. Einhvern sem getur skapað farveg fyrir sátt milli ólíkra sjónarmiða, en elur ekki á vantrausti. Leiðsögumann sem kemur öllum á áfangastað. Ég ætla að kjósa þannig forseta. Þóra Arnórsdóttir er ung kona sem er að takast á við sömu verkefni og mjög margir íslendingar, þ.e. að sinna fjölskyldu og reka heimili samhliða því að vera í krefjandi starfi. Ég held við þurfum forseta sem skilur þjóð sína og þær áskoranir sem hún stendur frammi fyrir. Þóra hefur numið heimspeki og alþjóðastjórnmál, en báðar greinar undirbúa fólk undir að skilja umhverfi sitt betur. Skilja eðli mannsins, siðferði hans og hvatir og geta sett sig inn í málefni mismunandi ríkja til að geta greint hagsmuni og fundið leiðir til sátta. Ég efast um að margir átti sig á því að John Hopkins er mjög eftirsóttur skóli, ekki síst meðal háttsettra embættismanna sem starfa við stefnumótun í utanríkismálum sinna ríkja. Þóra hefur starfað sem leiðsögumaður og þekkir því landið okkar vel og er umhugað um náttúruna. Hún er afskaplega vel máli farin og talar nokkur tungumál. Áhorfendur sjónvarpsins hafa séð hana bregða fyrir sig mismunandi tungumálum í viðtölum og farast það vel úr hendi. Sem fjölmiðlakona hefur Þóra öðlast reynslu í því að hlusta frekar en grípa frammí. Að geta hlustað, greint og sett sig í spor annarra eru mikilvægir eiginleikar fjölmiðlakonunnar ekki síður en forsetans. Að sama skapi er mikilvægt að forsetinn sé fjölfróður, þekki til margra hluta og geti skilið milli aðalatriða og aukaatriða. Auk þess að hafa verið kennari og leiðsögumaður hefur Þóra unnið fjölda frétta um fjölbreytt mál og gert vandaða heimildaþætti, m.a. um bankahrunið. Er því með sanni hægt að segja að hún sé fjölfróð og vel undirbúin að takast á við embætti forseta. Þóra leggur áherslu á að forseti Íslands sé merkisberi Íslands úti í heimi og sameiningarafl inn á við. Að hann sé fulltrúi allrar þjóðarinnar, ekki bara þeirra sem eru sammála honum. Ég styð Þóru því ég deili sýn hennar á hlutverk forseta, þ.e. að forsetinn eigi að skapa farveg fyrir þá sátt sem nauðsynleg er á Íslandi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Sjá meira
Við erum fámenn þjóð og einsleit. Hagsmunir Íslendinga eru í meginatriðum þeir sömu og við erum sammála um megin gildi samfélagsins. Að sjálfsögðu greinir fólk á um útfærslur, en þar liggur einmitt möguleiki til sátta. Við ætlum öll á sama áfangastað, en erum ekki sammála um hvaða leið eigi að fara og í hvaða sjoppu eigi að stoppa. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn og einstaka hagsmunaaðilar náð að stýra orðræðunni þannig að hún er uppfull af gífuryrðum og elur á vantrausti. Á vettvangi stjórnmálanna, sérstaklega á alþingi, skiptir mestu að taka sem dýpst í árinni og hlusta alls ekki á önnur sjónarmið en þau sem eru manni þóknanleg. Allir stjórnmálaflokkarnir bera þar mikla ábyrgð, og gjalda fyrir með því að aðeins 10% þjóðarinnar treystir alþingismönnum. Við þurfum einhvern sem við getum treyst og skilur að í öllum meginatriðum erum við sammála. Einhvern sem getur skapað farveg fyrir sátt milli ólíkra sjónarmiða, en elur ekki á vantrausti. Leiðsögumann sem kemur öllum á áfangastað. Ég ætla að kjósa þannig forseta. Þóra Arnórsdóttir er ung kona sem er að takast á við sömu verkefni og mjög margir íslendingar, þ.e. að sinna fjölskyldu og reka heimili samhliða því að vera í krefjandi starfi. Ég held við þurfum forseta sem skilur þjóð sína og þær áskoranir sem hún stendur frammi fyrir. Þóra hefur numið heimspeki og alþjóðastjórnmál, en báðar greinar undirbúa fólk undir að skilja umhverfi sitt betur. Skilja eðli mannsins, siðferði hans og hvatir og geta sett sig inn í málefni mismunandi ríkja til að geta greint hagsmuni og fundið leiðir til sátta. Ég efast um að margir átti sig á því að John Hopkins er mjög eftirsóttur skóli, ekki síst meðal háttsettra embættismanna sem starfa við stefnumótun í utanríkismálum sinna ríkja. Þóra hefur starfað sem leiðsögumaður og þekkir því landið okkar vel og er umhugað um náttúruna. Hún er afskaplega vel máli farin og talar nokkur tungumál. Áhorfendur sjónvarpsins hafa séð hana bregða fyrir sig mismunandi tungumálum í viðtölum og farast það vel úr hendi. Sem fjölmiðlakona hefur Þóra öðlast reynslu í því að hlusta frekar en grípa frammí. Að geta hlustað, greint og sett sig í spor annarra eru mikilvægir eiginleikar fjölmiðlakonunnar ekki síður en forsetans. Að sama skapi er mikilvægt að forsetinn sé fjölfróður, þekki til margra hluta og geti skilið milli aðalatriða og aukaatriða. Auk þess að hafa verið kennari og leiðsögumaður hefur Þóra unnið fjölda frétta um fjölbreytt mál og gert vandaða heimildaþætti, m.a. um bankahrunið. Er því með sanni hægt að segja að hún sé fjölfróð og vel undirbúin að takast á við embætti forseta. Þóra leggur áherslu á að forseti Íslands sé merkisberi Íslands úti í heimi og sameiningarafl inn á við. Að hann sé fulltrúi allrar þjóðarinnar, ekki bara þeirra sem eru sammála honum. Ég styð Þóru því ég deili sýn hennar á hlutverk forseta, þ.e. að forsetinn eigi að skapa farveg fyrir þá sátt sem nauðsynleg er á Íslandi í dag.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun