Kjósum með hjartanu Natan Kolbeinsson skrifar 12. júní 2012 14:25 Mikið hefur verið um það að fólk ætli sér að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru til þess eins að tryggja það að hinn komist ekki í stól forseta. Þessi hugsun hefur gert það að verkum að aðrir frambjóðendur fá ekkert fylgi því fólk sér það ekki sem raunhæfan kost. Þegar ég segi fólk að ég ætli mér að kjósa Herdísi til forseta heyrir ég oftast "viltu í alvöru fá Þóru/Ólaf sem forseta?". Það er rangt af okkur að vilja ekki kjósa frambjóðendur því ótti okkar við annan frambjóðanda er svo mikil að við sjáum okkur svíkja hugmyndafræði okkar og sannfæringu fyrir það eitt að vilja ekki fá eitthvern kjörinn. Það er andlýðræðislegt af okkur að vilja ekki fylgja því sem við trúum og við eigum ekki að láta þennan ótta stýra því hvern við kjósum. Við búum við slæmt kosningakerfi og verðum að lifa með það í þessum kosningum. Betri kostur væri að hafa hér eins og þekkist í Frakklandi tveggja umferða kerfi. Frakkar eiga máltæki sem lýsir því mjög afhverju tveggja umferða kerfi er betra, „Í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri annari með heilanum." Tveggja umferða kerfi hefur þá kosti að gefa okkur tækifæri á að kynna okkur þá frambjóðendur sem ekki eru valdir af skoðanakönnunum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar og skoðanakannanir hafa mikið að segja og átt hvað stærstan þátt í því að koma þessum ótta um að kjósa ekki þá frambjóðendur sem mælast með hvað minnst fylgi. Það er ekki í verkahring fjölmiðla að mynda skoðanir almennings heldur er það verk þeirra að koma upplýsingum hlutlaust til okkar svo við getum myndað okkur skoðun út frá því sem við vitum. Við eigum ekki að láta fjölmiðlum eftir það vald að ákveða fyrir okkur hver verður næsti þjóðhöfðingi okkar á þessum umrótartímum. Við eigum að taka ákvörðun sem er byggð á sannfæringu okkar og trú en ekki ótta. Í þessum kosningum eru tvær fylkingar frambjóðenda. Það eru Ari, Þóra og Hannes sem byggja á hugmyndafræðinni um sameiningartákn svo eru það Herdís, Andrea og Ólafur sem byggja sig á virkni forseta í allri umræðu og sem virkt lýðræðisafl í samfélaginu. Ólafur og Þóra hafa verði sýnd sem leiðtogar sinnar fylkingar og að þau einn séu raunvörulegur kostur. Þann 30. júní eigum við að kjósa með hjartanu það sem við raunverulega viljum, ekki bara það sem fjölmiðlar og skoðanakannanir hræða okkur í að kjósa. Þessi grein er ekki skoðun HallveigarUJR heldur aðeins höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Natan Kolbeinsson Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið um það að fólk ætli sér að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru til þess eins að tryggja það að hinn komist ekki í stól forseta. Þessi hugsun hefur gert það að verkum að aðrir frambjóðendur fá ekkert fylgi því fólk sér það ekki sem raunhæfan kost. Þegar ég segi fólk að ég ætli mér að kjósa Herdísi til forseta heyrir ég oftast "viltu í alvöru fá Þóru/Ólaf sem forseta?". Það er rangt af okkur að vilja ekki kjósa frambjóðendur því ótti okkar við annan frambjóðanda er svo mikil að við sjáum okkur svíkja hugmyndafræði okkar og sannfæringu fyrir það eitt að vilja ekki fá eitthvern kjörinn. Það er andlýðræðislegt af okkur að vilja ekki fylgja því sem við trúum og við eigum ekki að láta þennan ótta stýra því hvern við kjósum. Við búum við slæmt kosningakerfi og verðum að lifa með það í þessum kosningum. Betri kostur væri að hafa hér eins og þekkist í Frakklandi tveggja umferða kerfi. Frakkar eiga máltæki sem lýsir því mjög afhverju tveggja umferða kerfi er betra, „Í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri annari með heilanum." Tveggja umferða kerfi hefur þá kosti að gefa okkur tækifæri á að kynna okkur þá frambjóðendur sem ekki eru valdir af skoðanakönnunum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar og skoðanakannanir hafa mikið að segja og átt hvað stærstan þátt í því að koma þessum ótta um að kjósa ekki þá frambjóðendur sem mælast með hvað minnst fylgi. Það er ekki í verkahring fjölmiðla að mynda skoðanir almennings heldur er það verk þeirra að koma upplýsingum hlutlaust til okkar svo við getum myndað okkur skoðun út frá því sem við vitum. Við eigum ekki að láta fjölmiðlum eftir það vald að ákveða fyrir okkur hver verður næsti þjóðhöfðingi okkar á þessum umrótartímum. Við eigum að taka ákvörðun sem er byggð á sannfæringu okkar og trú en ekki ótta. Í þessum kosningum eru tvær fylkingar frambjóðenda. Það eru Ari, Þóra og Hannes sem byggja á hugmyndafræðinni um sameiningartákn svo eru það Herdís, Andrea og Ólafur sem byggja sig á virkni forseta í allri umræðu og sem virkt lýðræðisafl í samfélaginu. Ólafur og Þóra hafa verði sýnd sem leiðtogar sinnar fylkingar og að þau einn séu raunvörulegur kostur. Þann 30. júní eigum við að kjósa með hjartanu það sem við raunverulega viljum, ekki bara það sem fjölmiðlar og skoðanakannanir hræða okkur í að kjósa. Þessi grein er ekki skoðun HallveigarUJR heldur aðeins höfundar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar