Stuðningsgrein: Forseti, alþingi og traust Þórður Helgason skrifar 27. júní 2012 14:30 Ísland er góður bústaður. Hér eru auðlindir, fiskimið, orka í fallvötnum, jarðvarmi, stórt ræktanlegt land og mikið rými fyrir núverandi íbúafjölda og síðast en ekki síst hér býr vel menntað, duglegt og að jafnaði vel meinandi fólk. Atvinnuvegir okkar ganga líka vel. Fiskur selst alltaf vel og gerir enn. Við erum nýbúin að auka álframleiðslu umtalsvert, langt í tvöfaldað hana. Og ferðamannaiðnaðurinn vex ár frá ári, hröðum skrefum. Tekjur þjóðfélagsins í heild eru góðar og sóknarfærin mörg. Við búum líka við gott þjófélag í samanburði við flesta jarðarbúa og sambærilegt við hin Norðurlöndin. Allir hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu og menntakerfi. Fleira mætti telja. Hér varð samt einhver versta fjármálakreppa sem þekkst hefur. Ástæður þess eru marvíslegar og eru að einhverju leiti tíundaðar í rannsóknarskýrslu alþingis. Andvaraleysi stjórnmálamanna eða jafnvel von þeirra um auknar tekjur sér til handa væri atvinnulífið látið óafskipt réð nokkuð för. Stjórnmál og peningaöfl héldust í hendur, hvað studdi annað. Auk þess hafa rannsóknir sérstaks saksóknara og annara sýnt að töluvert siðleysi og beinlínis lögbrot áttu líka stóran þátt í hruninu. Nýlegir dómar staðfesta það. Hlutir sem ekki hefðu þurft að koma til ef hið opinbera hefði sinnt skyldu sinni og eftirlit verið í lagi. Niðurstaðan er ekki aðeins fjármálahrun heldur er traust manna á lykilstofnunum lýðveldisins næstum horfið. En traust á þeim þarf til að byggja hér gott þjóðfélag til framtíðar. Mikilvægur þáttur í að byggja upp traust er að valdamenn séu ekki flæktir í misjafnar fjármálagörðir, hafa ekki haft hag af siðlausum gjörningum sem leiddu til hrunsins og hafi í einu og öllu fylgt lögum landsins. M.o.ö.forsenda trausts er að valdafólk hafi í fortíð verið traustsins vert. Að það hafi ekki sögu um þjónkun við lögbrjóta eða þegið af þeim greiða. Allt of margir íslenskir stjórmálamenn liggja a.m.k. undir grun um andvaraleysi, hafi ekki sinnt skyldum sínum og jafnvel þátttöku í gráum leik. Þetta kom m.a. í ljós í umræðunni um hvern ætti að lögsækja af ráðherrum og alþingismönnum. Fjórir voru tilnefndir og einn lögsóttur. Rannsóknarskýrsla alþingis gefur tilefni til að ætla að hópurinn hefði átt að vera stærri, að fleiri hefðu ekki fylgt lögum, en ákvörðunin um lögsókn var í höndum þeirra sjálfra og því fór sem fór. Það er auðveldara að sjá flísina í auga náungans en bjálkann í eigin auga. En nú höfum við kjósendur kost á að skipta út. Og það eigum við að gera. Við getum kosið nýjan forseta á laugardag og eftir nokkra mánuði getum við skipt út þingliði. Við eigum gefa þeim frí sem ekki hafa hreinan skjöld og við verðum að muna að þeir telja sig allir með tölu hafa hreinan skjöld. Við verðum sjálf að hafa dómgreind til að skilja þarna á milli. Við eigum að fá ungt fók með skýra sýn á framtíðina og fært um málefnalega umræðu. Fólk sem er í stöðu til að taka ákvarðanir samkvæmt eigin samvisku þjóðinni til heilla. Þóra Arnórsdóttir er fulltrúi þessa fólks, hún er ung, það er kostur enda ekki of ung, hún býr að víðtækri reynslu og er vel menntuð. Hún er föst fyrir, sleppir mönnum ekki með moðreyk og lætur ekki setja sig úr jafnvægi. Það sýndi hún í Kastljósi við mörg tækifæri og hefur sýnt í kosningabaráttunni. Ég styð Þóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ísland er góður bústaður. Hér eru auðlindir, fiskimið, orka í fallvötnum, jarðvarmi, stórt ræktanlegt land og mikið rými fyrir núverandi íbúafjölda og síðast en ekki síst hér býr vel menntað, duglegt og að jafnaði vel meinandi fólk. Atvinnuvegir okkar ganga líka vel. Fiskur selst alltaf vel og gerir enn. Við erum nýbúin að auka álframleiðslu umtalsvert, langt í tvöfaldað hana. Og ferðamannaiðnaðurinn vex ár frá ári, hröðum skrefum. Tekjur þjóðfélagsins í heild eru góðar og sóknarfærin mörg. Við búum líka við gott þjófélag í samanburði við flesta jarðarbúa og sambærilegt við hin Norðurlöndin. Allir hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu og menntakerfi. Fleira mætti telja. Hér varð samt einhver versta fjármálakreppa sem þekkst hefur. Ástæður þess eru marvíslegar og eru að einhverju leiti tíundaðar í rannsóknarskýrslu alþingis. Andvaraleysi stjórnmálamanna eða jafnvel von þeirra um auknar tekjur sér til handa væri atvinnulífið látið óafskipt réð nokkuð för. Stjórnmál og peningaöfl héldust í hendur, hvað studdi annað. Auk þess hafa rannsóknir sérstaks saksóknara og annara sýnt að töluvert siðleysi og beinlínis lögbrot áttu líka stóran þátt í hruninu. Nýlegir dómar staðfesta það. Hlutir sem ekki hefðu þurft að koma til ef hið opinbera hefði sinnt skyldu sinni og eftirlit verið í lagi. Niðurstaðan er ekki aðeins fjármálahrun heldur er traust manna á lykilstofnunum lýðveldisins næstum horfið. En traust á þeim þarf til að byggja hér gott þjóðfélag til framtíðar. Mikilvægur þáttur í að byggja upp traust er að valdamenn séu ekki flæktir í misjafnar fjármálagörðir, hafa ekki haft hag af siðlausum gjörningum sem leiddu til hrunsins og hafi í einu og öllu fylgt lögum landsins. M.o.ö.forsenda trausts er að valdafólk hafi í fortíð verið traustsins vert. Að það hafi ekki sögu um þjónkun við lögbrjóta eða þegið af þeim greiða. Allt of margir íslenskir stjórmálamenn liggja a.m.k. undir grun um andvaraleysi, hafi ekki sinnt skyldum sínum og jafnvel þátttöku í gráum leik. Þetta kom m.a. í ljós í umræðunni um hvern ætti að lögsækja af ráðherrum og alþingismönnum. Fjórir voru tilnefndir og einn lögsóttur. Rannsóknarskýrsla alþingis gefur tilefni til að ætla að hópurinn hefði átt að vera stærri, að fleiri hefðu ekki fylgt lögum, en ákvörðunin um lögsókn var í höndum þeirra sjálfra og því fór sem fór. Það er auðveldara að sjá flísina í auga náungans en bjálkann í eigin auga. En nú höfum við kjósendur kost á að skipta út. Og það eigum við að gera. Við getum kosið nýjan forseta á laugardag og eftir nokkra mánuði getum við skipt út þingliði. Við eigum gefa þeim frí sem ekki hafa hreinan skjöld og við verðum að muna að þeir telja sig allir með tölu hafa hreinan skjöld. Við verðum sjálf að hafa dómgreind til að skilja þarna á milli. Við eigum að fá ungt fók með skýra sýn á framtíðina og fært um málefnalega umræðu. Fólk sem er í stöðu til að taka ákvarðanir samkvæmt eigin samvisku þjóðinni til heilla. Þóra Arnórsdóttir er fulltrúi þessa fólks, hún er ung, það er kostur enda ekki of ung, hún býr að víðtækri reynslu og er vel menntuð. Hún er föst fyrir, sleppir mönnum ekki með moðreyk og lætur ekki setja sig úr jafnvægi. Það sýndi hún í Kastljósi við mörg tækifæri og hefur sýnt í kosningabaráttunni. Ég styð Þóru.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun