Stuðningsgrein: Af hverju Þóru? Eyjólfur Kjalar Emilsson skrifar 25. júní 2012 22:00 Það má kallast nokkur lýðræðisbrestur að hægt sé að verða kjörinn forseti Íslands með verulegum minnihluta greiddra atkvæða. Betra væri að hafa þann hátt á sem Frakkar gera og hafa tvær umferðir, þar sem sú síðari gerði upp á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta á fyrra kjördegi. Nú standa forsetakosningar fyrir dyrum eftir fáeina daga. Sjálfur dreg ég enga dul á að mér finnst brýnast af öllu að koma núverandi forseta frá. Af hverju er það svo brýnt? Ástæður þess hafa verið ágætlega raktar af öðrum og ætla ég ekki að tínunda þær allar en minna á nokkrar: 1. Hann er búinn að sitja lengur en eðlilegt er í lýðræðislega kjörnu embætti og hann er ekki ómissandi, síður en svo, ekki fermur en Mugabe. 2. Hann hefur aldrei verið verðugur fulltrúi íslenskrar menningar eins og Kristján og Vigdís voru. Hann skilur ekki neitt af þess háttar hlutum og hefur engan áhuga á þeim. Ég hef verið viðstaddur þar sem Ólafur Ragnar átti að flytja ávarp á menningarsamkomu á erlendri gurnd. Óskaði að jörðin myndi gleypa mig, þetta var svo óheyrilega þunnt og belgingslegt sem maðurinn sagði. Ég skammaðist mín niður í tær og það gerðu fleiri, Íslendingar og útlendingar þeim velviljaðir. 3. Maðurinn var eins og margoft hefur komið fram klappstýra, aumkunarverð þjónusta íslenskra fjárglæframanna sem lögðu efnahag landsins í rúst (vel studdir af ríkisstjórn raunar). Hann sýndi þarna fram á fullkomið dómgreinarleysi sitt. 4. Þegar Ólafur Ragnar hafði áttað sig á að klappstýrurullan átti ekki lengur upp á pallborðið hjá þjóðinni, gerðist fyrir alvöru lýðskrumari. Margt í framferiði hans minnir óneitanlega á harðstjóra og harðstjóraefni sem voru vel þekkt t.d. í fornaldarsögunni og Platon lýsir af innsæi í 9. bók Ríkisins. Þvílikir sóttu jafnan völd sín til "alþýðunnar" og litu á sig sem leiðtoga hennar. 5. Ólafur Ragnar tók sér vald sem honum bar ekki: Hann hefur brotið hefðir þessa embættis, og stefnt þignræðinu í hættu og óvissu. Eins og Björn Bjarnason (sem ég er sjaldan sammála en þó hér) lýsti nýverið minna stjórnarhættir Ólafs Ragnars á konunga sem þegnarnir lögðu bænarskrár fyrir og konungarnir náðarsamlegast urðu við nú eða kannski ekki, allt eftir eigin geðþótta. Þannig á ekki að stjórna Íslandi eða öðrum ríkjum. 6. Þetta kann þegar að vera komið fram en: maðurinn er með snert af mikilmennskubrjálæði. Ég hef ekki læknisfræðilega skilgreiningu í huga heldur hugtakið eins og það er notað fólks á meðal og allir skilja. Það þarf að losna við þennan forseta. Hvurn á þá að kjósa? Hvern sem er fremur. En Þóra Arnórsdóttir er framúrskarandi góður kostur. Glæsileg, gáfuð og vel mennt og máli farin ung íslensk kona sem mun valda þessu embætti með sóma og eftir þeirri hefð sem íslensk alþýða hefur kosið með valinu á Kristjáni Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur. Búandi erlendis þekki ég ekki ósköpin öll til hennar, en það sem ég hef séð segir mér að hún sé verðugur fulltrúi þess sem er best í okkur löndum. Hún vísar fram á veginn, keppinauturinn til nöturlegrar fortíðar. Mér hugnast sérstaklega vel barnamergð á Bessastöðum. Skoðanakannanir benda til að Ólafur Ragnar verði endurkjörinn. Þóra ein virðist þó geta skákað honum. Af öðrum frambjóðendum eru Ari Trausti og Herdís þau einu sem njóta einhvers teljandi stuðnings. Þau eru ekki óframbærilegt fólk. Stuðningsfólk þeirra kann sumt hvert að vilja heldur Ólaf Ragnar en Þóru, og er lítið við því að segja. Mig grunar samt að flest þeirra hugsi á hinn veginn, og skora ég á þau að gera það sem rökrétt er: kjósið Þóru. Ari Trausti gæti að mínum dómi virst alveg ásættanlegur kostur, svona almennt séð. En hann á ekki möguleika. Því er ekki heldur að neita að sá ljóður er á ráði hans að honum hefur láðst að ganga fram og gera grein fyrir sinni pólitísku fortíð—bið hann velvirðingar ef þetta hefur farið framhjá mér. Maður hefði búist við að fjölmiðlar myndu sjá til þessa, en þeir eru meira og minna ónýtir á Íslandi eins og kunnugt er. Pólitískur ferill Ólafs Ragnars hefur oft verið rifjaður upp og einhverjir vildu gera mikið mál úr því að Þóra hefði verið virk í einhverjum vinstri stúdentasamtökum, eins afdrifaríkt og það nú er eða hitt þó heldur. Ari Trausti var miklu meira en það: hann var um árabil foringi maóistasamtaka sem dýrkuðu harðstjóra og fjöldamorðingja á borð við Maó-Tse Tung og Enhver Hoxa í Albaníu og lofsömuðu stjórnarhætti þeirra. Ég ætla ekki að núa honum því um nasir að hafa fallið fyrir slíkri róttækni. Ég gerði það sjálfur, þótt ég sæi að mér hvað öfghreyfingarnar varðar um 18 ára aldur. Ari Trausti var mun lengur að, vel fram á fertugsaldur, og var forystumaður. Ég efast ekki um að hann hafi skipt um skoðun, en þegar hann sækist eftir forsetaembætti er of auðvelt að afgreiða þetta með því að segja: „Ég var ungur virkur í stjórnmálum en hef ekki skipt mér af þeim í áratugi.“ Kjósendur eiga kröfu á einarðlegra uppgjöri við þessa fortíð. Af hverju skipti Ari Trausti um skoðun? Er hann einlægur lýðræðissinni? Af hverju skjöplaðist honum svona lengi? Hefur hann umturnast langt út á hægri kantinn eins og mörg dæmi eru um? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það má kallast nokkur lýðræðisbrestur að hægt sé að verða kjörinn forseti Íslands með verulegum minnihluta greiddra atkvæða. Betra væri að hafa þann hátt á sem Frakkar gera og hafa tvær umferðir, þar sem sú síðari gerði upp á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta á fyrra kjördegi. Nú standa forsetakosningar fyrir dyrum eftir fáeina daga. Sjálfur dreg ég enga dul á að mér finnst brýnast af öllu að koma núverandi forseta frá. Af hverju er það svo brýnt? Ástæður þess hafa verið ágætlega raktar af öðrum og ætla ég ekki að tínunda þær allar en minna á nokkrar: 1. Hann er búinn að sitja lengur en eðlilegt er í lýðræðislega kjörnu embætti og hann er ekki ómissandi, síður en svo, ekki fermur en Mugabe. 2. Hann hefur aldrei verið verðugur fulltrúi íslenskrar menningar eins og Kristján og Vigdís voru. Hann skilur ekki neitt af þess háttar hlutum og hefur engan áhuga á þeim. Ég hef verið viðstaddur þar sem Ólafur Ragnar átti að flytja ávarp á menningarsamkomu á erlendri gurnd. Óskaði að jörðin myndi gleypa mig, þetta var svo óheyrilega þunnt og belgingslegt sem maðurinn sagði. Ég skammaðist mín niður í tær og það gerðu fleiri, Íslendingar og útlendingar þeim velviljaðir. 3. Maðurinn var eins og margoft hefur komið fram klappstýra, aumkunarverð þjónusta íslenskra fjárglæframanna sem lögðu efnahag landsins í rúst (vel studdir af ríkisstjórn raunar). Hann sýndi þarna fram á fullkomið dómgreinarleysi sitt. 4. Þegar Ólafur Ragnar hafði áttað sig á að klappstýrurullan átti ekki lengur upp á pallborðið hjá þjóðinni, gerðist fyrir alvöru lýðskrumari. Margt í framferiði hans minnir óneitanlega á harðstjóra og harðstjóraefni sem voru vel þekkt t.d. í fornaldarsögunni og Platon lýsir af innsæi í 9. bók Ríkisins. Þvílikir sóttu jafnan völd sín til "alþýðunnar" og litu á sig sem leiðtoga hennar. 5. Ólafur Ragnar tók sér vald sem honum bar ekki: Hann hefur brotið hefðir þessa embættis, og stefnt þignræðinu í hættu og óvissu. Eins og Björn Bjarnason (sem ég er sjaldan sammála en þó hér) lýsti nýverið minna stjórnarhættir Ólafs Ragnars á konunga sem þegnarnir lögðu bænarskrár fyrir og konungarnir náðarsamlegast urðu við nú eða kannski ekki, allt eftir eigin geðþótta. Þannig á ekki að stjórna Íslandi eða öðrum ríkjum. 6. Þetta kann þegar að vera komið fram en: maðurinn er með snert af mikilmennskubrjálæði. Ég hef ekki læknisfræðilega skilgreiningu í huga heldur hugtakið eins og það er notað fólks á meðal og allir skilja. Það þarf að losna við þennan forseta. Hvurn á þá að kjósa? Hvern sem er fremur. En Þóra Arnórsdóttir er framúrskarandi góður kostur. Glæsileg, gáfuð og vel mennt og máli farin ung íslensk kona sem mun valda þessu embætti með sóma og eftir þeirri hefð sem íslensk alþýða hefur kosið með valinu á Kristjáni Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur. Búandi erlendis þekki ég ekki ósköpin öll til hennar, en það sem ég hef séð segir mér að hún sé verðugur fulltrúi þess sem er best í okkur löndum. Hún vísar fram á veginn, keppinauturinn til nöturlegrar fortíðar. Mér hugnast sérstaklega vel barnamergð á Bessastöðum. Skoðanakannanir benda til að Ólafur Ragnar verði endurkjörinn. Þóra ein virðist þó geta skákað honum. Af öðrum frambjóðendum eru Ari Trausti og Herdís þau einu sem njóta einhvers teljandi stuðnings. Þau eru ekki óframbærilegt fólk. Stuðningsfólk þeirra kann sumt hvert að vilja heldur Ólaf Ragnar en Þóru, og er lítið við því að segja. Mig grunar samt að flest þeirra hugsi á hinn veginn, og skora ég á þau að gera það sem rökrétt er: kjósið Þóru. Ari Trausti gæti að mínum dómi virst alveg ásættanlegur kostur, svona almennt séð. En hann á ekki möguleika. Því er ekki heldur að neita að sá ljóður er á ráði hans að honum hefur láðst að ganga fram og gera grein fyrir sinni pólitísku fortíð—bið hann velvirðingar ef þetta hefur farið framhjá mér. Maður hefði búist við að fjölmiðlar myndu sjá til þessa, en þeir eru meira og minna ónýtir á Íslandi eins og kunnugt er. Pólitískur ferill Ólafs Ragnars hefur oft verið rifjaður upp og einhverjir vildu gera mikið mál úr því að Þóra hefði verið virk í einhverjum vinstri stúdentasamtökum, eins afdrifaríkt og það nú er eða hitt þó heldur. Ari Trausti var miklu meira en það: hann var um árabil foringi maóistasamtaka sem dýrkuðu harðstjóra og fjöldamorðingja á borð við Maó-Tse Tung og Enhver Hoxa í Albaníu og lofsömuðu stjórnarhætti þeirra. Ég ætla ekki að núa honum því um nasir að hafa fallið fyrir slíkri róttækni. Ég gerði það sjálfur, þótt ég sæi að mér hvað öfghreyfingarnar varðar um 18 ára aldur. Ari Trausti var mun lengur að, vel fram á fertugsaldur, og var forystumaður. Ég efast ekki um að hann hafi skipt um skoðun, en þegar hann sækist eftir forsetaembætti er of auðvelt að afgreiða þetta með því að segja: „Ég var ungur virkur í stjórnmálum en hef ekki skipt mér af þeim í áratugi.“ Kjósendur eiga kröfu á einarðlegra uppgjöri við þessa fortíð. Af hverju skipti Ari Trausti um skoðun? Er hann einlægur lýðræðissinni? Af hverju skjöplaðist honum svona lengi? Hefur hann umturnast langt út á hægri kantinn eins og mörg dæmi eru um?
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun