Stuðningsgrein: Tungan er beitt vopn Sigurbjörg Bergsdóttir skrifar 25. júní 2012 22:00 Ég kýs Þóru sem næsta forseta vegna þess að hún er heiðarleg, einlæg og er í góðum tengslum við fólkið í landinu og ber mikla virðingu fyrir skoðunum annarra. Ég veit hvað býr í Þóru og ég er þess fullviss að hún mun valda þessu embætti. Kosningabarátta Þóru einkennist af heilindum og virðingu fyrir fólki og þannig þekki ég hana. En það sem gerir Þóru kleift að sinna þessu mikilvæga hlutverki er það að hún á alveg einstaklega góðan og heilbrigðan mann sem stendur eins og klettur við bakið á henni. Það vita allir sem eiga börn að afar mikilvægt er að hafa góðan stuðning frá maka og mér þykir það merki um framfarir og þróun í jákvæða átt hvernig Svavar Halldórsson styður við bakið á konu sinni. En að þessu sögðu langar mig líka að segja hvað það hryggir mig að fylgjast með hvernig er ráðist á framboð Þóru í gegnum Svavar. Það sem ég á við í þessum efnum er hvernig forsetaframbjóðandi getur réttlætt fyrir sjálfum sér að eyða dýrmætum tíma sínum í að gagnrýna meðframbjóðendur eða maka þeirra þegar þessum tíma ætti að verja í að tala við fólkið í landinu um það hvað það hefur sjálft fram að færa til embættisins. Það þarf engan Einstein til að átta sig á að við erum öll mannleg sama hver við erum. Það er enginn fullkominn og það er hægt að gagnrýna allt og alla ef viljinn er fyrir hendi. Mér finnst það segja svo mikið um persónu hvernig hún kemur fram við annað fólk og það sem fólk leyfir sér í kosningabaráttu, sem og annars staðar, sýnir innri mann. Ég hef aldrei verið hrifin að því þegar fólk situr og ver tíma sínum og annarra í að rífa niður og gagnrýna í stað þess að byggja upp og bæta það sem þarf að laga. Það þarf ákveðinn myndugleika og hugrekki til að geta staðið með sjálfum sér án þess að gera lítið úr öðrum í leiðinni. Uppbyggileg gagnrýni er holl en gagnrýni sem felur í sér ósannindi og ærumeiðingar er ekki af því góða. Tungan er beitt vopn og ég segi að það sé merki um þroska og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum þegar henni er beitt af skynsemi og heiðarleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég kýs Þóru sem næsta forseta vegna þess að hún er heiðarleg, einlæg og er í góðum tengslum við fólkið í landinu og ber mikla virðingu fyrir skoðunum annarra. Ég veit hvað býr í Þóru og ég er þess fullviss að hún mun valda þessu embætti. Kosningabarátta Þóru einkennist af heilindum og virðingu fyrir fólki og þannig þekki ég hana. En það sem gerir Þóru kleift að sinna þessu mikilvæga hlutverki er það að hún á alveg einstaklega góðan og heilbrigðan mann sem stendur eins og klettur við bakið á henni. Það vita allir sem eiga börn að afar mikilvægt er að hafa góðan stuðning frá maka og mér þykir það merki um framfarir og þróun í jákvæða átt hvernig Svavar Halldórsson styður við bakið á konu sinni. En að þessu sögðu langar mig líka að segja hvað það hryggir mig að fylgjast með hvernig er ráðist á framboð Þóru í gegnum Svavar. Það sem ég á við í þessum efnum er hvernig forsetaframbjóðandi getur réttlætt fyrir sjálfum sér að eyða dýrmætum tíma sínum í að gagnrýna meðframbjóðendur eða maka þeirra þegar þessum tíma ætti að verja í að tala við fólkið í landinu um það hvað það hefur sjálft fram að færa til embættisins. Það þarf engan Einstein til að átta sig á að við erum öll mannleg sama hver við erum. Það er enginn fullkominn og það er hægt að gagnrýna allt og alla ef viljinn er fyrir hendi. Mér finnst það segja svo mikið um persónu hvernig hún kemur fram við annað fólk og það sem fólk leyfir sér í kosningabaráttu, sem og annars staðar, sýnir innri mann. Ég hef aldrei verið hrifin að því þegar fólk situr og ver tíma sínum og annarra í að rífa niður og gagnrýna í stað þess að byggja upp og bæta það sem þarf að laga. Það þarf ákveðinn myndugleika og hugrekki til að geta staðið með sjálfum sér án þess að gera lítið úr öðrum í leiðinni. Uppbyggileg gagnrýni er holl en gagnrýni sem felur í sér ósannindi og ærumeiðingar er ekki af því góða. Tungan er beitt vopn og ég segi að það sé merki um þroska og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum þegar henni er beitt af skynsemi og heiðarleika.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun