Murray með væntingar bresku þjóðarinnar á herðunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2012 11:00 Nordic Photos / Getty Images Andy Murray verður í dag fyrsti Bretinn síðan 1936 sem keppir til úrslita í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Búist er við að meira en 20 milljónir Breta muni horfa á viðureignina í sjónvarpi í dag. Murray hafði betur gegn Jo-Wilfried Tsonga í undanúrslitum keppninnar og mun mæta Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi sló efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara, Novak Djokovic, úr leik í hinni undanúrslitaviðureigninni. Þó svo að Murray og Federer hafi verið í fremstu röð í tennisheiminum undanfarin ár hafa þeir aldrei áður mæst á Wimbledon-mótinu. Federer er óneitanlega sigurstranglegri í dag enda hefur hann unnið Wimbledon-mótið sex sinnum á ferlinum og er nú að keppa til úrslita í áttunda sinn. Murray hefur aldrei unnið stórmót en býr þó að því að hafa yfirhöndina gegn Federer í innbyrðisviðureignum þeirra. Murray hefur unnið átta leiki en Federer sjö. Murray hefur þó þrisvar áður komist í úrslit stórmóta og tveimur þeirra tapaði hann gegn Federer. „Ég mun þurfa á allir þeirri hjálp sem ég get fengið því það verður mikil áskorun fyrir mig að vinna Roger," sagði Murray við fjölmiðla ytra. „Ég vona að áhorfendur verði á mínu bandi. Þeir hafa reynst mér frábærlega hingað til." Federer er án nokkurs vafa einn besti tennisleikari allra tíma enda unnið sextán stórmót á ferlinum - meira en nokkur annar í sögunni. Hann hefur þó ekki unnið stórmót síðan í janúar 2010 og ekki spilað til úrslita á stórmóti síðan á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Honum líður þó vel á Wimbledon þar sem hann getur í dag jafnað met Pete Sampras sem vann mótið alls sjö sinnum. Það sem meira er - ef Federer vinnur í dag kemst hann aftur í efsta sæti heimslistans og slær þar með met Sampras en hann sat í samtals 286 vikur á toppi heimslistans á sínum tíma. Tennis Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sjá meira
Andy Murray verður í dag fyrsti Bretinn síðan 1936 sem keppir til úrslita í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Búist er við að meira en 20 milljónir Breta muni horfa á viðureignina í sjónvarpi í dag. Murray hafði betur gegn Jo-Wilfried Tsonga í undanúrslitum keppninnar og mun mæta Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi sló efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara, Novak Djokovic, úr leik í hinni undanúrslitaviðureigninni. Þó svo að Murray og Federer hafi verið í fremstu röð í tennisheiminum undanfarin ár hafa þeir aldrei áður mæst á Wimbledon-mótinu. Federer er óneitanlega sigurstranglegri í dag enda hefur hann unnið Wimbledon-mótið sex sinnum á ferlinum og er nú að keppa til úrslita í áttunda sinn. Murray hefur aldrei unnið stórmót en býr þó að því að hafa yfirhöndina gegn Federer í innbyrðisviðureignum þeirra. Murray hefur unnið átta leiki en Federer sjö. Murray hefur þó þrisvar áður komist í úrslit stórmóta og tveimur þeirra tapaði hann gegn Federer. „Ég mun þurfa á allir þeirri hjálp sem ég get fengið því það verður mikil áskorun fyrir mig að vinna Roger," sagði Murray við fjölmiðla ytra. „Ég vona að áhorfendur verði á mínu bandi. Þeir hafa reynst mér frábærlega hingað til." Federer er án nokkurs vafa einn besti tennisleikari allra tíma enda unnið sextán stórmót á ferlinum - meira en nokkur annar í sögunni. Hann hefur þó ekki unnið stórmót síðan í janúar 2010 og ekki spilað til úrslita á stórmóti síðan á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Honum líður þó vel á Wimbledon þar sem hann getur í dag jafnað met Pete Sampras sem vann mótið alls sjö sinnum. Það sem meira er - ef Federer vinnur í dag kemst hann aftur í efsta sæti heimslistans og slær þar með met Sampras en hann sat í samtals 286 vikur á toppi heimslistans á sínum tíma.
Tennis Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sjá meira