Murray með væntingar bresku þjóðarinnar á herðunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2012 11:00 Nordic Photos / Getty Images Andy Murray verður í dag fyrsti Bretinn síðan 1936 sem keppir til úrslita í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Búist er við að meira en 20 milljónir Breta muni horfa á viðureignina í sjónvarpi í dag. Murray hafði betur gegn Jo-Wilfried Tsonga í undanúrslitum keppninnar og mun mæta Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi sló efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara, Novak Djokovic, úr leik í hinni undanúrslitaviðureigninni. Þó svo að Murray og Federer hafi verið í fremstu röð í tennisheiminum undanfarin ár hafa þeir aldrei áður mæst á Wimbledon-mótinu. Federer er óneitanlega sigurstranglegri í dag enda hefur hann unnið Wimbledon-mótið sex sinnum á ferlinum og er nú að keppa til úrslita í áttunda sinn. Murray hefur aldrei unnið stórmót en býr þó að því að hafa yfirhöndina gegn Federer í innbyrðisviðureignum þeirra. Murray hefur unnið átta leiki en Federer sjö. Murray hefur þó þrisvar áður komist í úrslit stórmóta og tveimur þeirra tapaði hann gegn Federer. „Ég mun þurfa á allir þeirri hjálp sem ég get fengið því það verður mikil áskorun fyrir mig að vinna Roger," sagði Murray við fjölmiðla ytra. „Ég vona að áhorfendur verði á mínu bandi. Þeir hafa reynst mér frábærlega hingað til." Federer er án nokkurs vafa einn besti tennisleikari allra tíma enda unnið sextán stórmót á ferlinum - meira en nokkur annar í sögunni. Hann hefur þó ekki unnið stórmót síðan í janúar 2010 og ekki spilað til úrslita á stórmóti síðan á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Honum líður þó vel á Wimbledon þar sem hann getur í dag jafnað met Pete Sampras sem vann mótið alls sjö sinnum. Það sem meira er - ef Federer vinnur í dag kemst hann aftur í efsta sæti heimslistans og slær þar með met Sampras en hann sat í samtals 286 vikur á toppi heimslistans á sínum tíma. Tennis Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Andy Murray verður í dag fyrsti Bretinn síðan 1936 sem keppir til úrslita í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Búist er við að meira en 20 milljónir Breta muni horfa á viðureignina í sjónvarpi í dag. Murray hafði betur gegn Jo-Wilfried Tsonga í undanúrslitum keppninnar og mun mæta Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi sló efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara, Novak Djokovic, úr leik í hinni undanúrslitaviðureigninni. Þó svo að Murray og Federer hafi verið í fremstu röð í tennisheiminum undanfarin ár hafa þeir aldrei áður mæst á Wimbledon-mótinu. Federer er óneitanlega sigurstranglegri í dag enda hefur hann unnið Wimbledon-mótið sex sinnum á ferlinum og er nú að keppa til úrslita í áttunda sinn. Murray hefur aldrei unnið stórmót en býr þó að því að hafa yfirhöndina gegn Federer í innbyrðisviðureignum þeirra. Murray hefur unnið átta leiki en Federer sjö. Murray hefur þó þrisvar áður komist í úrslit stórmóta og tveimur þeirra tapaði hann gegn Federer. „Ég mun þurfa á allir þeirri hjálp sem ég get fengið því það verður mikil áskorun fyrir mig að vinna Roger," sagði Murray við fjölmiðla ytra. „Ég vona að áhorfendur verði á mínu bandi. Þeir hafa reynst mér frábærlega hingað til." Federer er án nokkurs vafa einn besti tennisleikari allra tíma enda unnið sextán stórmót á ferlinum - meira en nokkur annar í sögunni. Hann hefur þó ekki unnið stórmót síðan í janúar 2010 og ekki spilað til úrslita á stórmóti síðan á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Honum líður þó vel á Wimbledon þar sem hann getur í dag jafnað met Pete Sampras sem vann mótið alls sjö sinnum. Það sem meira er - ef Federer vinnur í dag kemst hann aftur í efsta sæti heimslistans og slær þar með met Sampras en hann sat í samtals 286 vikur á toppi heimslistans á sínum tíma.
Tennis Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira