Hannes Smárason var ráðgjafi við sölu á Íslenskri erfðagreiningu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. desember 2012 18:30 Hannes Smárason athafnamaður var ráðgjafi við sölu á Íslenskri erfðagreiningu til bandaríska fyrirtækisins Amgen fyrir 52 milljarða króna. Kári Stefánsson segir að ráðgjöf Hannesar hafi ekki skipt öllu máli um hvort fyrirtækið yrði selt en segir hann hafa veitt aðstoð í tengslum við fjármál. Hannes og Kári hafa þekkst lengi en Hannes var aðstoðarstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um sjö ára skeið áður en hann fór að sinna eigin fjárfestingum, en þar á undan starfaði Hannes hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey og co. Á dögunum var tilkynnt um söluna á Íslenskri erfðagreiningu til bandaríska líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækisins Amgen fyrir 415 milljónir dollara, jafnvirði 52 milljarða króna. Íslensk erfðagreining hefur aldrei skilað hagnaði þau 15 ár sem fyrirtækið hefur verið í rekstri en mikil verðmæti eru talin felast í rannsóknum og uppgötvunum þess og Amgen telur að þau geti nýst við lyfjaþróun. Kári Stefánsson er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu þar sem hann fer ítarlega yfir kaup Amgen á Íslenskri erfðagreiningu. "Þeir leituðu til okkar. Við höfðum verið að vinna fyrir Amgen í tengslum við verkefni sem snýr að hjartabilun. Þær viðræður gengu vel. Svo einn daginn þá fékk ég skilaboð frá breskum bankamanni sem ég kannast við um að forstjóri Amgen væri að reyna að ná í mig og upp úr því hófust viðræður sem enduðu á því að þeir keyptu fyrirtækið," segir Kári. Hann segir að viðræður um kaupin á ÍE hafi hafist um miðjan nóvember og það hafi tekið 30 daga að ljúka samningum.Starfsemin í Vatnsmýri verður óbreytt Kári verður áfram forstjóri og starfsemin í Vatnsmýri verður óbreytt sem rannsóknareining og þannig verða störf 140 starfsmanna, sem flestir eru vísindamenn, tryggð. "Okkar dagsskipun frá Amgen er að við eigum að halda áfram að gera okkar besta til að leiða erfðafræðina. Halda áfram að birta vísindagreinar og halda áfram að reyna hífa upp orðstír íslenskra vísinda."Hversu mikilvæg var ráðgjöf Hannesar Smárasonar í tengslum við söluna á Íslenskri erfðagreiningu til Amgen? "Hannes Smárason kom ekki á neinn hátt að því að semja við Amgen."Var hann ekki ráðgjafi við söluna? "Hann hjálpaði við tæknilega útfærslu á smáatriðum innan þess. Hann kom þangað sem gamall vinur og félagi, sem ég ber mikla virðingu fyrir. Feikilega skýr og hugmyndaríkur maður. En hann, sá ekki um samningagerð við Amgen."Hannes SmárasonKári segir að Hannes hafi fengið þóknun fyrir sína vinnu og ráðgjöf hans hafi skipt máli þegar áreiðanleikakönnun var gerð. "Hannes er feikilega læs á fjárhagslegar upplýsingar og það nýttist vel." En hvernig kemur Kári sjálfur út úr þessum samningi? "Ég kem ágætlega út úr þessu fjárhagslega, þannig að ég get ekki kvartað undan því." Kári gefur ekki upp hvað hann átti stóran hlut, en segir að hann hafi verið "býsna lítill." Viðtalið við Kára í Klinkinu má nú nálgast í heild sinni á viðskiptavef Vísis. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hannes Smárason athafnamaður var ráðgjafi við sölu á Íslenskri erfðagreiningu til bandaríska fyrirtækisins Amgen fyrir 52 milljarða króna. Kári Stefánsson segir að ráðgjöf Hannesar hafi ekki skipt öllu máli um hvort fyrirtækið yrði selt en segir hann hafa veitt aðstoð í tengslum við fjármál. Hannes og Kári hafa þekkst lengi en Hannes var aðstoðarstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um sjö ára skeið áður en hann fór að sinna eigin fjárfestingum, en þar á undan starfaði Hannes hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey og co. Á dögunum var tilkynnt um söluna á Íslenskri erfðagreiningu til bandaríska líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækisins Amgen fyrir 415 milljónir dollara, jafnvirði 52 milljarða króna. Íslensk erfðagreining hefur aldrei skilað hagnaði þau 15 ár sem fyrirtækið hefur verið í rekstri en mikil verðmæti eru talin felast í rannsóknum og uppgötvunum þess og Amgen telur að þau geti nýst við lyfjaþróun. Kári Stefánsson er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu þar sem hann fer ítarlega yfir kaup Amgen á Íslenskri erfðagreiningu. "Þeir leituðu til okkar. Við höfðum verið að vinna fyrir Amgen í tengslum við verkefni sem snýr að hjartabilun. Þær viðræður gengu vel. Svo einn daginn þá fékk ég skilaboð frá breskum bankamanni sem ég kannast við um að forstjóri Amgen væri að reyna að ná í mig og upp úr því hófust viðræður sem enduðu á því að þeir keyptu fyrirtækið," segir Kári. Hann segir að viðræður um kaupin á ÍE hafi hafist um miðjan nóvember og það hafi tekið 30 daga að ljúka samningum.Starfsemin í Vatnsmýri verður óbreytt Kári verður áfram forstjóri og starfsemin í Vatnsmýri verður óbreytt sem rannsóknareining og þannig verða störf 140 starfsmanna, sem flestir eru vísindamenn, tryggð. "Okkar dagsskipun frá Amgen er að við eigum að halda áfram að gera okkar besta til að leiða erfðafræðina. Halda áfram að birta vísindagreinar og halda áfram að reyna hífa upp orðstír íslenskra vísinda."Hversu mikilvæg var ráðgjöf Hannesar Smárasonar í tengslum við söluna á Íslenskri erfðagreiningu til Amgen? "Hannes Smárason kom ekki á neinn hátt að því að semja við Amgen."Var hann ekki ráðgjafi við söluna? "Hann hjálpaði við tæknilega útfærslu á smáatriðum innan þess. Hann kom þangað sem gamall vinur og félagi, sem ég ber mikla virðingu fyrir. Feikilega skýr og hugmyndaríkur maður. En hann, sá ekki um samningagerð við Amgen."Hannes SmárasonKári segir að Hannes hafi fengið þóknun fyrir sína vinnu og ráðgjöf hans hafi skipt máli þegar áreiðanleikakönnun var gerð. "Hannes er feikilega læs á fjárhagslegar upplýsingar og það nýttist vel." En hvernig kemur Kári sjálfur út úr þessum samningi? "Ég kem ágætlega út úr þessu fjárhagslega, þannig að ég get ekki kvartað undan því." Kári gefur ekki upp hvað hann átti stóran hlut, en segir að hann hafi verið "býsna lítill." Viðtalið við Kára í Klinkinu má nú nálgast í heild sinni á viðskiptavef Vísis. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira