Felulitir 16. febrúar 2012 16:00 Frægt er um allt land að sveitarkassinn okkar Álftnesinga tæmdist. Þar að auki náði skuldakúfurinn hálfa leið til tunglsins. Lögð voru á íbúana refsigjöld í því skyni að bæta stöðuna lítið eitt. Jafnframt svipti ríkisvaldið bæjarstjórnina fjárforræði meðan „unnið væri úr málunum“. Og nú hefur verið samið um gríðarháar afskriftir. Álftanes varð Grikkland íslenzkra sveitarfélaga og þó hlutfallslega miklu skuldugra en Grikkland, hins vegar ekki jafn gjörspillt niður í rót. Álftanes er þó ekki eitt um slíka viðmiðun, sjálf Bandaríkin hafa verið kölluð Grikkland heimsins. Þau eru við það að sligast undan ríkisskuldum (eins og Osama bin Laden gerði ráð fyrir) og þar skall á bankakreppan 2008 sem fór eins og sinueldur um heimsbyggðina og eirði engu. En þrátt fyrir fjármálahremmingar höfum við Álftnesingar eitt fram yfir alla aðra Íslendinga: við getum fylgzt með því nákvæmlega frá einum degi til annars hvort forseti lýðveldisins hafi millilent hér á landi eða ekki millilent. Þannig er mál með vexti að á Bessastaðahlaði gnæfir há flaggstöng. Ef ríkisfáninn blaktir þar við hún er það til merkis um að forsetinn hafi millilent og sé í húsum sínum; standi stöngin nakin hefur hann ekki millilent og er staddur hér eða þar á jörðinni samkvæmt köllun sinni. Á Dalvík hafa þeir veðurklúbbinn. Við Álftnesingar gerum okkur aftur á móti til gamans að fylgjast með flaggstönginni á Bessastaðahlaði. Alltaf er jafn spennandi að horfa til hennar, ýmist yfir gömlu Hestamýrina eða Lambhúsatjörn. Fyrstu mánuðina eftir Hrun blakti fáninn þar löngum og löngum, forsetinn lagði ekki í miklar utanferðir af skiljanlegum ástæðum. En svo rættist úr smám saman og aftur gladdi tilbreytingin okkur sem höfum haft fyrir sið að súpa á göngutúrum frískt útiloft hér á Nesinu. Eftir þetta er einn daginn flaggað, annan daginn er ekki flaggað. Stundum stendur fánastöngin svo lengi nakin að maður spyr sig ósjálfrátt hvort forsetinn sé ekki í raun búsettur erlendis, til að mynda í London, og skjótist aðeins hingað til að sinna embættiserindum eftir stundatöflu, hraði sér því næst burt að nýju þangað sem er skemmtilegra að vera. Þegar ekki er flaggað ríkisfánanum og há stöngin titrar í gustinum hættir manni til að horfa heim að Bessastöðum eins og þeirrar annexíu sem staðurinn er réttilega, vel húsuð annexía frá Görðum á Álftanesi. En það er segin saga að upp gýs her af ljósmyndurum og míkrófónmönnum hafi forsetinn millilent, allt verður afar sögulegt og tímamótalegt í nokkrar mínútur, jafnvel eitthvað lengur annað kastið, sér í lagi ef forsetinn þarf að leggjast undir kýrhúðina í framhaldi af fjöldaundirskriftum, þenkja, álykta og hringja undan húðinni í fáeinar kennitölur til vonar og vara. En þegar heimaverkefnin hafa verið af hendi leyst, ríkisfáninn dreginn niður, forsetinn farinn utan, kannski til Sameinuðu arabísku furstadæmanna, kannski til Himalaja í jöklarannsóknir, þá horfum við á spássértúrunum enn að Bessastöðum, festum ekki sízt augun á útidyrum „þjóðarheimilisins“ og minnumst þeirra gjöfulu dýrðardaga þegar hagvanir stórsvindlarar gengu þar út og inn með riddarakrossa og aðrar heiðursviðurkenningar framan á sér öllum, gott ef ekki líka í jakkabakinu eins og öskupoka. Bráðum hefur Ólafur Ragnar Grímsson gegnt embætti forseta Íslands í sextán ár samfellt, ásjárlegur maður og tungulipur. En enda þótt sönn tilbreyting hafi verið í því fólgin að fylgjast með millilendingum hans get ég ekki annað en tekið mér í munn hið gamalkveðna: „Leiðir verða langsetumenn“. Öðrum sýnist að sjálfsögðu allt annað, til að mynda Guðna Ágústssyni fyrrverandi ráðherra, nú grasrótarmanni. Ólafur yrði honum aldrei leiður, þótt hann næði abrahamískum aldri á forsetastóli. Guðni stendur ásamt fleirum fyrir undirskriftasöfnun þar sem fólk skorar á Ólaf að fara hvergi, enda sé forsetinn lýðræðissinni, skrifar Guðni í hvatningargrein nýlega, og ærið verk að vinna fyrir kjarkgóðan mann á viðsjárverðum tímum. Og bætir við að framundan séu „átök um stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur, um stöðu Alþingis og hlutverk forsetaembættisins. Átök um aðild að Evrópusambandinu, glímunni við yfirþjóðlegt vald“. Ekki er auðséð í fljótu bragði hvernig Guðni Ágústsson hugsar sér að forseti Íslands taki á öllum þessum málum, nema þá að hann auki valdsvið sitt frá því sem nú er. Vera kann að til þess sé einmitt ætlazt. Og gæti þá orðið fjör í kringum fóninn. Sjálfri söfnun undirskriftanna var auðvitað hleypt af stokkunum vegna þess að síðasta nýársávarp forsetans var í svo kænlegum felulitum að engir nema nánustu hvíslarar hans skildu hvað maðurinn hygðist fyrir. Fyrripart árs 2008 rökstuddi forsetinn vilja sinn til áframhaldandi setu í embætti næsta kjörtímabil með þeim orðum að „við Dorrit“ litum svo á að hann ætti vissu hlutverki ólokið. Hvert það hlutverk var vita þau tvö ein. Láti forsetinn nú af embætti má því ætla að hann hafi lokið þessu tiltekna hlutverki. Eða gufaði hlutverkið upp af sjálfu sér? Fólst það ef til vill í enn frekari ræðuhöldum og bréfagerðum í þágu hinna riddarakrossuðu heimilisvina á Bessastöðum? En svo kom Hrunið og svo kom Icesave og þjóðin mundi eftir kýrhúðinni á Bessastöðum (feldinum segja sumir), þeirri sem lítið hafði verið notuð á lýðveldistímanum. Þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta. Einkum er öllum í fersku minni þegar forsetinn kom síðast undan húðinni og sagði að lög frá Alþingi, samþykkt af yfirgnæfandi meirihluta þingmanna, væru meðal annars að engu hafandi sökum þess að sömu menn sætu á þingstólum og næst áður þegar atkvæði voru greidd um Icesave-samninginn, nýjar alþingiskosningar hefðu þurft til að koma, nýtt umboð þjóðarinnar, þannig að mark væri takandi á lögunum. Ætli forsetinn hafi hugleitt það undir húðinni út í hvílíkar hártoganir, hvílíka hundalógikk þessi röksemdafærsla gæti leitt? 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins hefst á þessum orðum: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið.“ Nú má því spyrja: Hafi þurft að efna til nýrra alþingiskosninga, þurfti þá ekki einnig að efna til nýrra forsetakosninga, þannig að lögin færu um réttra manna hendur á báða vegu? Og síðan er það blessuð þjóðin, sú sem fer með löggjafarvald ofar löggjafarvaldi þings og forseta, þurfti ekki líka að endurnýja hana eða jafnvel skipta um hana á tímabilinu sem leið milli Icesave II og Icesave III svo formsatriðum sem lúta að hæfi væri fullnægt í hvívetna? Nema hvað: þegar forsetinn kom síðast undan húðinni, þá steig fram geislandi lögspekingur og lýðræðissinni með afbrigðum. Og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem í hönd fór áleit meirihluti kjósenda að nú hefði forsetinn með beitingu málskotsréttarins losað Íslendinga til fulls og alls við Icesave-skuldina. Það gleymdist í vímunni að hvorki var á valdi forsetans né þjóðarinnar sjálfrar að hnekkja jafnræðisreglu Evrópuþjóða um innstæðutryggingar, fyrst hún var í lögum landsins. Enda var þjóðaratkvæðagreiðslan síðari varla fyrr um garð gengin en yfirlýsing birtist þess efnis að þrotabú Landsbankans myndi að líkindum eiga fyrir allri Icesave-kröfunni. Nú þegar hefur verið greitt nokkuð upp í þá kröfu. Nei þjóðaratkvæðagreiðslunnar reyndist því hjóm eitt og þjónar nú aðallega þeim lögmannsstofum sem þiggja fúlgur fjár frá okkur skattgreiðendum fyrir málastapp. Það var fyllilega samkvæmt verklagi útrásargauranna að hyggjast svæla undir sig Icesave-innstæðurnar í Bretlandi og Hollandi bótalaust eins og þær lögðu sig. Hvað sagði ekki seðlabankastjórinn í sjónvarpsviðtali, sællar minningar: „Við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna.“ Hann sagði erlendar skuldir, þagði um innlendar skuldir óreiðumanna, enda vissara, íslenzkir skattþegnar, ungir og aldnir, hafa fengið að finna fyrir þeim skuldum óþyrmilega. Guðni Ágústsson er á annarri skoðun um endurlausnarhlutverk Ólafs Ragnars Grímssonar en við sum hin. Og það getur verið gaman að Guðna. Hann er mikill samvinnumaður og sambandsmaður, sambandsmaður samvinnufélaga, samvinnumaður sambandsfélaga og svo framvegis, allt er upp á sam hjá Guðna, sam þetta og sam hitt. Nema í einum punkti: honum er ákaflega í nöp við samvinnu Evrópuþjóða um frelsi, viðskipti og mannréttindi, Evrópusambandið, stærsta efnahagsveldi heims. Þess vegna kom það ýmsum sérkennilega fyrir sjónir að fyrsta verk Guðna Ágústssonar eftir að hann missti snögglega forystuvöld í Framsóknarflokknum var að pakka niður í ferðatöskurnar, hraða sér sem mest hann mátti til Keflavíkur og taka þaðan beint flug eins langt suður í Evrópusambandið og komizt varð, það er að segja til Kanaríeyja, suður í stöðugleika evrunnar, suður í ódýru ostana og ódýra rauðvínið. Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Frægt er um allt land að sveitarkassinn okkar Álftnesinga tæmdist. Þar að auki náði skuldakúfurinn hálfa leið til tunglsins. Lögð voru á íbúana refsigjöld í því skyni að bæta stöðuna lítið eitt. Jafnframt svipti ríkisvaldið bæjarstjórnina fjárforræði meðan „unnið væri úr málunum“. Og nú hefur verið samið um gríðarháar afskriftir. Álftanes varð Grikkland íslenzkra sveitarfélaga og þó hlutfallslega miklu skuldugra en Grikkland, hins vegar ekki jafn gjörspillt niður í rót. Álftanes er þó ekki eitt um slíka viðmiðun, sjálf Bandaríkin hafa verið kölluð Grikkland heimsins. Þau eru við það að sligast undan ríkisskuldum (eins og Osama bin Laden gerði ráð fyrir) og þar skall á bankakreppan 2008 sem fór eins og sinueldur um heimsbyggðina og eirði engu. En þrátt fyrir fjármálahremmingar höfum við Álftnesingar eitt fram yfir alla aðra Íslendinga: við getum fylgzt með því nákvæmlega frá einum degi til annars hvort forseti lýðveldisins hafi millilent hér á landi eða ekki millilent. Þannig er mál með vexti að á Bessastaðahlaði gnæfir há flaggstöng. Ef ríkisfáninn blaktir þar við hún er það til merkis um að forsetinn hafi millilent og sé í húsum sínum; standi stöngin nakin hefur hann ekki millilent og er staddur hér eða þar á jörðinni samkvæmt köllun sinni. Á Dalvík hafa þeir veðurklúbbinn. Við Álftnesingar gerum okkur aftur á móti til gamans að fylgjast með flaggstönginni á Bessastaðahlaði. Alltaf er jafn spennandi að horfa til hennar, ýmist yfir gömlu Hestamýrina eða Lambhúsatjörn. Fyrstu mánuðina eftir Hrun blakti fáninn þar löngum og löngum, forsetinn lagði ekki í miklar utanferðir af skiljanlegum ástæðum. En svo rættist úr smám saman og aftur gladdi tilbreytingin okkur sem höfum haft fyrir sið að súpa á göngutúrum frískt útiloft hér á Nesinu. Eftir þetta er einn daginn flaggað, annan daginn er ekki flaggað. Stundum stendur fánastöngin svo lengi nakin að maður spyr sig ósjálfrátt hvort forsetinn sé ekki í raun búsettur erlendis, til að mynda í London, og skjótist aðeins hingað til að sinna embættiserindum eftir stundatöflu, hraði sér því næst burt að nýju þangað sem er skemmtilegra að vera. Þegar ekki er flaggað ríkisfánanum og há stöngin titrar í gustinum hættir manni til að horfa heim að Bessastöðum eins og þeirrar annexíu sem staðurinn er réttilega, vel húsuð annexía frá Görðum á Álftanesi. En það er segin saga að upp gýs her af ljósmyndurum og míkrófónmönnum hafi forsetinn millilent, allt verður afar sögulegt og tímamótalegt í nokkrar mínútur, jafnvel eitthvað lengur annað kastið, sér í lagi ef forsetinn þarf að leggjast undir kýrhúðina í framhaldi af fjöldaundirskriftum, þenkja, álykta og hringja undan húðinni í fáeinar kennitölur til vonar og vara. En þegar heimaverkefnin hafa verið af hendi leyst, ríkisfáninn dreginn niður, forsetinn farinn utan, kannski til Sameinuðu arabísku furstadæmanna, kannski til Himalaja í jöklarannsóknir, þá horfum við á spássértúrunum enn að Bessastöðum, festum ekki sízt augun á útidyrum „þjóðarheimilisins“ og minnumst þeirra gjöfulu dýrðardaga þegar hagvanir stórsvindlarar gengu þar út og inn með riddarakrossa og aðrar heiðursviðurkenningar framan á sér öllum, gott ef ekki líka í jakkabakinu eins og öskupoka. Bráðum hefur Ólafur Ragnar Grímsson gegnt embætti forseta Íslands í sextán ár samfellt, ásjárlegur maður og tungulipur. En enda þótt sönn tilbreyting hafi verið í því fólgin að fylgjast með millilendingum hans get ég ekki annað en tekið mér í munn hið gamalkveðna: „Leiðir verða langsetumenn“. Öðrum sýnist að sjálfsögðu allt annað, til að mynda Guðna Ágústssyni fyrrverandi ráðherra, nú grasrótarmanni. Ólafur yrði honum aldrei leiður, þótt hann næði abrahamískum aldri á forsetastóli. Guðni stendur ásamt fleirum fyrir undirskriftasöfnun þar sem fólk skorar á Ólaf að fara hvergi, enda sé forsetinn lýðræðissinni, skrifar Guðni í hvatningargrein nýlega, og ærið verk að vinna fyrir kjarkgóðan mann á viðsjárverðum tímum. Og bætir við að framundan séu „átök um stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur, um stöðu Alþingis og hlutverk forsetaembættisins. Átök um aðild að Evrópusambandinu, glímunni við yfirþjóðlegt vald“. Ekki er auðséð í fljótu bragði hvernig Guðni Ágústsson hugsar sér að forseti Íslands taki á öllum þessum málum, nema þá að hann auki valdsvið sitt frá því sem nú er. Vera kann að til þess sé einmitt ætlazt. Og gæti þá orðið fjör í kringum fóninn. Sjálfri söfnun undirskriftanna var auðvitað hleypt af stokkunum vegna þess að síðasta nýársávarp forsetans var í svo kænlegum felulitum að engir nema nánustu hvíslarar hans skildu hvað maðurinn hygðist fyrir. Fyrripart árs 2008 rökstuddi forsetinn vilja sinn til áframhaldandi setu í embætti næsta kjörtímabil með þeim orðum að „við Dorrit“ litum svo á að hann ætti vissu hlutverki ólokið. Hvert það hlutverk var vita þau tvö ein. Láti forsetinn nú af embætti má því ætla að hann hafi lokið þessu tiltekna hlutverki. Eða gufaði hlutverkið upp af sjálfu sér? Fólst það ef til vill í enn frekari ræðuhöldum og bréfagerðum í þágu hinna riddarakrossuðu heimilisvina á Bessastöðum? En svo kom Hrunið og svo kom Icesave og þjóðin mundi eftir kýrhúðinni á Bessastöðum (feldinum segja sumir), þeirri sem lítið hafði verið notuð á lýðveldistímanum. Þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta. Einkum er öllum í fersku minni þegar forsetinn kom síðast undan húðinni og sagði að lög frá Alþingi, samþykkt af yfirgnæfandi meirihluta þingmanna, væru meðal annars að engu hafandi sökum þess að sömu menn sætu á þingstólum og næst áður þegar atkvæði voru greidd um Icesave-samninginn, nýjar alþingiskosningar hefðu þurft til að koma, nýtt umboð þjóðarinnar, þannig að mark væri takandi á lögunum. Ætli forsetinn hafi hugleitt það undir húðinni út í hvílíkar hártoganir, hvílíka hundalógikk þessi röksemdafærsla gæti leitt? 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins hefst á þessum orðum: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið.“ Nú má því spyrja: Hafi þurft að efna til nýrra alþingiskosninga, þurfti þá ekki einnig að efna til nýrra forsetakosninga, þannig að lögin færu um réttra manna hendur á báða vegu? Og síðan er það blessuð þjóðin, sú sem fer með löggjafarvald ofar löggjafarvaldi þings og forseta, þurfti ekki líka að endurnýja hana eða jafnvel skipta um hana á tímabilinu sem leið milli Icesave II og Icesave III svo formsatriðum sem lúta að hæfi væri fullnægt í hvívetna? Nema hvað: þegar forsetinn kom síðast undan húðinni, þá steig fram geislandi lögspekingur og lýðræðissinni með afbrigðum. Og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem í hönd fór áleit meirihluti kjósenda að nú hefði forsetinn með beitingu málskotsréttarins losað Íslendinga til fulls og alls við Icesave-skuldina. Það gleymdist í vímunni að hvorki var á valdi forsetans né þjóðarinnar sjálfrar að hnekkja jafnræðisreglu Evrópuþjóða um innstæðutryggingar, fyrst hún var í lögum landsins. Enda var þjóðaratkvæðagreiðslan síðari varla fyrr um garð gengin en yfirlýsing birtist þess efnis að þrotabú Landsbankans myndi að líkindum eiga fyrir allri Icesave-kröfunni. Nú þegar hefur verið greitt nokkuð upp í þá kröfu. Nei þjóðaratkvæðagreiðslunnar reyndist því hjóm eitt og þjónar nú aðallega þeim lögmannsstofum sem þiggja fúlgur fjár frá okkur skattgreiðendum fyrir málastapp. Það var fyllilega samkvæmt verklagi útrásargauranna að hyggjast svæla undir sig Icesave-innstæðurnar í Bretlandi og Hollandi bótalaust eins og þær lögðu sig. Hvað sagði ekki seðlabankastjórinn í sjónvarpsviðtali, sællar minningar: „Við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna.“ Hann sagði erlendar skuldir, þagði um innlendar skuldir óreiðumanna, enda vissara, íslenzkir skattþegnar, ungir og aldnir, hafa fengið að finna fyrir þeim skuldum óþyrmilega. Guðni Ágústsson er á annarri skoðun um endurlausnarhlutverk Ólafs Ragnars Grímssonar en við sum hin. Og það getur verið gaman að Guðna. Hann er mikill samvinnumaður og sambandsmaður, sambandsmaður samvinnufélaga, samvinnumaður sambandsfélaga og svo framvegis, allt er upp á sam hjá Guðna, sam þetta og sam hitt. Nema í einum punkti: honum er ákaflega í nöp við samvinnu Evrópuþjóða um frelsi, viðskipti og mannréttindi, Evrópusambandið, stærsta efnahagsveldi heims. Þess vegna kom það ýmsum sérkennilega fyrir sjónir að fyrsta verk Guðna Ágústssonar eftir að hann missti snögglega forystuvöld í Framsóknarflokknum var að pakka niður í ferðatöskurnar, hraða sér sem mest hann mátti til Keflavíkur og taka þaðan beint flug eins langt suður í Evrópusambandið og komizt varð, það er að segja til Kanaríeyja, suður í stöðugleika evrunnar, suður í ódýru ostana og ódýra rauðvínið. Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun